Andvari - 01.01.1931, Page 84
80
Fiskirannsóknir.
Andvari
7 hálftíma-drætti og fengutn 3—5 skipt í hvert sinn,
alls 23 poka, mestmegnis vænan þorsk og dálítið af
karfa. Varð þá að hætta, til þess að gera að, og stóð
það fram á næsta morgun. Svo var aftur togað þrisvar
sinnum um morguninn og aflinn 20 pokar. Varð nú að
hætta aftur til þess að koma fiskinum undan; því var
lokið kl. 7i/2 e. m. og var þá aftur togað og næsta
morgun milli 3 og 8 fengum við 18 poka í 3 dráttum.
Svo var enn hætt til þess að gera að til fullnustu.
Þarna höfðum við fengið yfir 60 poka í 13 dráttum á
rúmum 2 sólarhringum; en varpan var aldrei meira en
1/2 klst, í botni, og hver dráttur tók alls 1 klt. eða ná-
lægt því. Nú var talið svo að 500 fiskar færu í hvern
poka, svo að allur aflinn þessa 13 tíma, sem togað var
(og af þeim var varpan ekki nema 61/2 í botni) varð 30
þús. fiskar, og langmest þorskur (málsfiskur), Sýnir þetta,
að mikil hefir þorskmergðin verið þarna niðri í Hallan-
um, þegar við komum þangað og á 4. degi var enn
svo mikið, að í 200 drætti á 140—150 fðm. fekkst 10-
skiptur poki, mest allt vænn þorskur (fátt af stútungi).
dálítið af karfa og 2 steinbítar. En þá vorum við ekki
lengur einir, því að fiskisagan flýgur fljótt á milli ís-
lenzku togaranna og þegar á 2. degi voru þeir farnir
að sýna sig og urðu smámsaman 20—30. — Fór þá
að draga úr afla í Hallanum. Reyndum við þá á Papa-
grunni, með Iitlum árangri, eins og áður er sagt, sömu-
leiðis í Litla-Djúpi, í Hallanum aftur og á báðum brún-
um Berufjarðaráls, en allstaðar var fiskurinn mishittur;
þó fengum vlð stundum 4-skipt og einu sinni jafnvel
1) „ Skallagrímur" ber 200 velmælda poka (velmældur poki =
1 lonn), en velmældir pokar eru taldir, þegar allir „skaufar" og
„slöltungar* eru lagÖir ofan á heila poka svo aö 200 vænir pokar
eru ca. 250 pokar upp og niöur.