Andvari - 01.01.1931, Side 49
Andvari Síra Eiríkur Briem, prófessor. 45
var honum það hugstætt umræðuefni. Var hann glöggur
á það, er til framfara horfði í búskapnum. Þrennt taldi
hann, sem mest hefði komið búskapnum til bóta síðara
helming 19. aldar. Ljáirnir, er Torfi í Ólafsdal innleiddi,
iárnþökin og gaddavírinn. Þenna dóm kvað hann upp
um gaddavírinn, er hann kynntist honum í fyrsta sinn,
áður en nokkuð var farið að nota hann í sveitum: »f
þúsund ár hafa bændur verið að berjast við að girða
tún sín og aldrei tekizt, svo að öruggt væric, sagði hann,
»með gaddavírnum getur bóndinn á einu ári með til-
tölulega litlum kostnaði afgirt tún sitt fyrir öllum fén-
aði, og er það eigi Iítilsvert fyrir ræktun landsins í
framtíðinni*.
I grasafræði, dýrafræði og jarðfræði kvaðst hann
aldrei hafa fengið þá undirstöðu, er sér hefði nægt til
að ná tökum á þeim fræðum; í sinni skólatíð hefði
engin nýtileg fræðsla verið í þeim greinum. Þó kunni
hann vel að meta starf manna í þeim greinum. Hann
lagðist t. d. eindregið á móti því á þinginu 1889, að
^orvaldur Thoroddsen yrði sviftur rannsóknarstyrknum,
er hann hafði fengið úr ríkissjóði árin á undan, og taldi
tað minnkun þjóðinni, að svo merkilegar rannsóknir á
tandinu yrðu stöðvaðar.
Eiríkur hafði næman smekk á skáldskap og hafði
lesib mikið af skáldritum eftir merka höfunda. Kunni
hann mikið af ljóðum og Iausavísum. Mat hann mikils
rimsnilli og hafði oft yfir lausavísur, er honum þóttu
áýrt kveðnar. Af íslenzkum ljóðskáldum hygg eg hann
hafa haft einna mestar mætur á Matthíasi Jochumssyni
°9 Kristjáni Jónssyni, enda hafði hann náin kynni af
þeim á yngri árum, og ljóð þeirra þá haft djúp áhrif
á hann.
Hann las mikið af nýjum bókum og tímaritum um