Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 2
2 12. september 2009 LAUGARDAGUR
Alltaf
ódýrara net
TAL 12 Mbit/s
10 Gb erlent niðurhal
3.490 kr.
FANGELSISMÁL Dómsmálaráðherra
og yfirvöld fangelsismála hafa nú
til athugunar að leigja húsnæði
þar sem vista megi afplánunar-
fanga. Ýmsir kostir eru í þeirri
stöðu.
Þetta segir Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra. Fréttablaðið
greindi frá því í gær að öll fang-
elsi á landinu eru nú yfirfull. 240
dæmdir brotamenn bíða á boðun-
arlista eftir því að hefja afplán-
un. Þeir sem lengst hafa verið
á listanum hlutu dóm á árinu
2005.
Páll E. Winkel, forstjóri Fang-
elsismálastofnunar, óttast að
sleppa þurfi þeim mörgu inn-
brotsþjófum, sem lögreglan hefur
verið að taka að undanförnu, á
götuna eftir að þeir hljóti dóm
þar sem ekki verði pláss fyrir
þá í fangelsum hér.
„Það má alls ekki gerast að
lögregla fari í víðtækar aðgerð-
ir og nái þessum árangri en síðan
verði skortur á fangaplássum til
þess að menn fari út á götuna
strax aftur. Það gengur ekki upp.
Það er verið að huga að ákveðn-
um bráðabirgðalausnum í því
sambandi, svo og lausnum til
langframa.“
Dómsmálaráðherra segir
að auk þess að reyna að fjölga
afplánunarplássum sé verið að
huga að öðrum fullnustuúrræð-
um, svo sem rafrænu eftirliti og
að fjölga þeim tilvikum þar sem
hægt sé að fullnusta refsidóm
með samfélagsþjónustu.
„Fangavist er ein leið afplán-
unar. Í rafrænu eftirliti eru menn
með staðsetningartæki, sem er
einnig mjög íþyngjandi. Hvað
varðar síðarnefnda úrræðið er í
mínum huga ekki verið að gefa
afslátt á fulln-
ustunni, þótt
hún fari fram
me ð ö ðr u m
hætti. En það er
alveg ljóst líka
að úrræði eins
og samfélags-
þjónusta og
rafrænt eftir-
lit hentar ekki
nema í ákveðn-
um tilvikum.
Það verður að vanda sig við það í
fyrsta lagi að ákveða hvers konar
dómum er hægt að fullnægja
með þessum hætti og hvaða
sakamenn eru til þess fallnir að
geta fullnustað með þessu móti.
Það er ekki hægt að leysa bið-
listana með þessum úrræðum og
því erum við að horfa til þess að
reyna með einhverjum ráðum að
fjölga fangaplássum.“
Stefnt er að því að leggja fram
frumvarp um rafrænt eftirlit á
haustþingi, að sögn ráðherra.
„Það liggur mjög á þessu. Þessi
staða sem nú er uppi í fangels-
ismálum er algjörlega óviðun-
andi.“ Spurð hvort ekki væri
einfaldast að byggja nýtt fang-
elsi eins og verið hefur á döf-
inni árum saman segir ráðherra
hvorki slíka byggingu né stækk-
un Litla-Hrauns uppi á borðinu
nú. jss@frettabladid.is
Skoða leiguhúsnæði
fyrir yfirfull fangelsi
Dómsmálaráðherra og yfirvöld fangelsismála hafa nú til athugunar að leigja
húsnæði fyrir afplánunarfanga þar sem fangelsin anna engan veginn boðunar-
listum. Þá er lögð áhersla á að hraða afgreiðslu rafræns eftirlits og fleiri úrræða.
HEILBRIGÐISMÁL Forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Blönduóss hefur
orðið uppvís að því að fara inn á
sjúkraskrár fólks sem leitað hefur
til lækna stofnunarinnar. Þetta
staðfestir Matthías Halldórsson
landlæknir.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins hafði forstjórinn aðgang
að sjúkraskrám heilbrigðisstofn-
unarinnar af því að hann sá um
tölvumál hennar og stofnaði
meðal annars aðgang fyrir nýja
starfsmenn og setti inn lykilorð
þeirra.
„Forstjórar eru ekki heilbrigð-
ismenntaðir og eiga ekki að hafa
aðgang inn í sjúkraskrárnar,“
útskýrir landlæknir. Persónu-
vernd barst kvörtun um óheftan
aðgang forstjórans. Hún vísaði
málinu til landlæknisembættis-
ins þar sem fram fór rannsókn á
því. Hún leiddi í ljós að forstjórinn
hafði farið inn á sjúkraskrár í all-
nokkrum tilvikum.
Landlæknisembættið hefur
komist að niðurstöðu í málinu,
sem verður ekki greint frá að
sinni. Verður hún send heilbrigð-
isráðuneytinu eftir helgi, því for-
stjórar heilbrigðisstofnana heyra
undir ráðuneytið.
Fréttablaðið leitaði skýringa
á þessu atferli forstjórans hjá
honum síðdegis í gær. Hann sagð-
ist ekki vilja tjá sig um málið því
hann væri kominn í helgarfrí.
Brot gegn lögum um sjúkra-
skrár varða sektum eða fangelsi
allt að þremur árum. - jss
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Blönduóss uppvís að broti í starfi:
Fór inn á sjúkraskrár sjúklinga
HEGNINGARHÚSIÐ Í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg voru sextán fangar vistaðir í
gær. Tvísett var í fimm klefa. Fangelsið er á undanþágu til áramóta.
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
MATTHÍAS HALLDÓRSSON Embætti
landlæknis rannsakaði málið.
Sigurður Ragnar, eru stelpurn-
ar spenntar fyrir Eistunum?
„Þær eru spenntar, og vonandi er
íslenska þjóðin jafn spennt.“
Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar
Eyjólfsson hefur tilkynnt átján manna
hóp fyrir leik kvennalandsliðsins gegn
Eistlandi í undankeppni HM, sem fram
fer hinn 17. september næstkomandi.
MADRÍD, AP Hugo Chavez, forseti
Venesúela, gantaðist við Jóhann
Karl Spánarkonung þegar þeir
hittust í gær á
stuttum fundi í
Madríd. Chavez
sagði konungi
að nýja skeggið
hans minnti sig
á Fidel Castro,
fyrrverandi
leiðtoga Kúbu.
Konungurinn
svaraði því til
að skeggið væri
liður í viðleitni hans til breyta
útliti sínu örlítið.
Spánn er síðasta landið sem
Chavez heimsótti á ferð sinni til
níu landa. Að fundinum loknum
heimsótti Chavez bókabúð í Madr-
íd, þar sem hópur mótmælenda
gerði hróp að forsetanum og kall-
aði hann meðal annars morðingja
og einræðisherra. - kg
Fundur í Madríd:
Chavez líkti
Spánarkonungi
við Castro
Ólafur leysir Björn af
Ólafur Baldursson hefur verið skip-
aður framkvæmdastjóri lækninga á
Landspítalanum til eins árs. Leysir
hann Björn Zoëga af sem gegnir starfi
forstjóra LSH næsta árið.
LANDSPÍTALINN
LÖGREGLUMÁL Sófasett sem stolin
voru úr gámum í Dugguvogi í vik-
unni fundust á Akranesi. Í gær-
kvöld voru þau allflest eða öll
komin í leitirnar.
Fimm menn, allir íslenskir, voru
handteknir í skemmu í Hafnar-
firði í fyrrakvöld. Þar hafði fund-
ist merkimiði af einu einu hinna
stolnu sófasetta, og á honum var
nafn verslunarinnar og tegund-
arheiti, en settin sjálf voru horf-
in. För eftir flutningabíl sáust við
húsnæðið.
Mennirnir sem handteknir voru
sættu yfirheyrslum í gær.
Samtals var sautján sófasettum
stolið úr fjórum gámum við fyrir-
tækið Patta ehf. í Dugguvogi 2. - jss
Innbrot í fjóra gáma:
Sautján sófasett
komin í leitirnar
TAÍVAN, AP Chen Shui-bian, fyrr-
verandi forseti Taívans, var í
gær dæmdur til lífstíðarvistar í
fangelsi af þarlendum dómstóli.
Dómurinn er talinn marka þátta-
skil í róstusamri stjórnmálasögu
landsins.
Chen Shui-bian, sem var ötull
baráttumaður fyrir sjálfstæði Taí-
vans, var óvinsæll hjá kínversk-
um stjórnvöldum, sem aldrei hafa
viðkennt sjálfstæði Taívans. Hann
var einnig fyrirlitinn af Þjóðern-
isflokki Taívans, sem töldu skoð-
anir hans hættulegar.
Chen Shui-bien var forseti Taí-
vans í tvö kjörtímabil, frá árinu
2000 til 2008. - kg
Fyrrverandi forseti Taívans:
Dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi
HUGO CHAVEZ
SVEITARSTJÓRNIR „Ef þetta gengur
eftir þá liggur fyrir að óperuhúsið
verður slegið af,“ segir Gunnsteinn
Sigurðsson, bæjarstjóri Kópavogs,
um samþykkt bæjarráðs frá því á
fimmtudag um að leggja niður
undirbúningsnefnd um byggingu
óperuhúss í Kópavogi.
„Í ljósi aðstæðna sem öllum eru
kunnugar er ljóst að fyrirhuguð
áform um byggingu Óperuhúss eru
að engu orðin. Íslenska óperan mun
fá samastað í nýju tónlistarhúsi í
Reykjavík. Áætlanir um að fjár-
magna byggingu hússins með fjár-
framlögum einkaaðila munu ekki
ná fram að ganga sökum aðstæðna
í efnahagslífi þjóðarinnar,“ sagði í
tillögunni sem þrír af fimm bæja-
ráðsfulltrúum samþykktu á meðan
tveir sátu hjá.
Enn á eftir að greiða atkvæði
um málið í bæjarstjórn sem tekur
endanlega ákvörðun. Gunnsteinn
segir að þrátt fyrir að aðstæð-
ur sé augljóslega gjörbreyttar og
forsendur brostnar vegna efna-
hagshrunsins finnist sér að málið
sé unnið of hratt og samráð skorti
við þá sem átt hafi í samstarfi við
bæinn um byggingu óperuhússins.
„Það væri kurteisara að gefa sér
tíma til að ræða við þessa aðila áður
en ákvörðun er tekin,“ segir bæjar-
stjórinn. Aðspurður segir hann óvíst
hver afgreiðsla bæjarstjórnarinnar
verður. - gar
Bæjarráð Kópavogs vill hætta við byggingu óperuhúss í bænum:
Óperuhús í Kópavogi slegið af
TILLAGA AÐ ÓPERU Bæjarstjórinn í Kópavogi vill flýta sér hægt varðandi það að
hætta við óperuhúsið.
HEILBRIGÐISMÁL Tóbaksvarnarþing
samþykkti í gær að leggja til við
stjórnvöld að Ísland verði fyrsta
landið í heiminum til að taka tóbak
alfarið úr almennri sölu. Þetta
kom fram í fréttum RÚV í gær.
Þá leggur tóbaksvarnarþing
til að nikótín og tóbak verði skil-
greind sem ávana- og fíkniefni
samkvæmt lögum. Einnig að sölu
tóbaks í matvöruverslunum og
bensínstöðvum verði hætt og aldur
til tóbakskaupa verði hækkaður í
tuttugu ár.
Tóbaksvarnarþing hvetur jafn-
framt til þess að komið verði á fót
embætti Tóbaksvarnarlæknis.
- kg / sjá síðu 10
Tillögur tóbaksvarnarþings:
Tóbak verði
tekið úr sölu
SPURNING DAGSINS
LÖGREGLUMÁL Þrír Litháar á þrí-
tugsaldri voru handteknir við Hag-
kaup í Borgarnesi í gær eftir að
lögreglu var gert viðvart um grun-
samlega tilburði þeirra.
Í bíl mannanna fannst meint
þýfi úr Mosfellsbæ. Þar á meðal
var staðsetningartæki sem færð
höfðu verið inn í heimilisföng hátt
í fjörutíu fyrirtækja um allt land.
Lögregla telur mennina hafa ætlað
í ránsferð um landið. Mennirnir,
sem voru með bakpoka hannaðan
til að komast framhjá eftirlitstækj-
um, könnuðust ekki við neitt mis-
jafnt og var sleppt eftir yfirheyrsl-
ur. Lögregla hvetur fólk alls staðar
til að læsa bílum og húsum. - gar
Skotmörk í staðsetningartæki:
Hringferð þjófa
stöðvuð í gær