Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 70
38 12. september 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Íslenskar hafnir og hafnargerð nefn- ist nýútkomin bók sem Siglingastofn- un gefur út en skrifuð er af Kristj- áni Sveinssyni sagnfræðingi. Þar er mikinn fróðleik að finna á aðgengi- legu máli, myndum og kortum. Förum með Sigurði í smá hugarsiglingu um söguna. „Hafnirnar gegndu gríðarlega mik- ilvægu hlutverki sem samgöngumann- virki alveg fram á síðustu áratugi 20. aldar, bæði vegna vöru- og fólksflutn- inga. Þær voru lífæðar sem tilvera þéttbýlisstaðanna valt á. Fólk þurfti að fá varning sjóleiðina og koma frá sér fiskafurðum, fyrir utan að leggja upp afla. Víða á landinu var búið að byggja sæmilegar bryggjur sem bátar og skip gátu athafnað sig við áður en tókst að byggja varnargarða sem skýldu höfnunum nægilega vel þannig að þær teldust öruggar. Það var ekki fyrr en á síðasta fjórðungi 20. aldar sem skriður komst á það. Margir muna fréttir af bátum sem urðu fyrir skemmdum vegna sjávar- gangs við bryggjur landsins. Það var að gerast alveg fram yfir 1980.“ Kristján kveðst hafa komið inn á flestar hafnir landsins þegar hann hafi verið í sjómælingum „í gamla daga“ en nýju bókina hafi hann unnið mikið upp úr skjölum Siglingastofn- unar, teikningum og ljósmyndum sem nái aftur til byrjunar síðustu aldar. „Allt aftur í embætti landsverkfræð- ings, síðar Vita- og hafnamálastofnun- ar og nú síðast Siglingastofnunar. Það eru þær stofnanir sem hafa annast hafnargerð á Íslandi. Svo hef ég nátt- úrlega skoðað skjöl í Þjóðskjalasafni og víðar,“ lýsir hann og segir ekki síst forvitnilegt að lesa um upphaf hafn- argerðar á Íslandi. „Hér voru geysi- lega dugmiklir hafnargerðarmenn fyrr á árum sem beittu ótrúlegri út- sjónarsemi við að byggja hafnir við erfið skilyrði. Svo er gaman að sjá þróunina sem verður þegar véltækn- in og þekkingin eykst, dýpkunarskip koma til sögunnar, auknar rannsóknir og líkanstöð.“ Reykjavíkurhöfn var fyrsta raun- verulega höfnin sem byggð var á Ís- landi að sögn Kristjáns, gerð á árun- um 1913 til 1917. „Hún var gríðarlega mikið stórvirki, eiginlega Kára- hnjúkavirkjun þess tíma og hennar sér enn stað í Eyjagarðinum að vestan og Ingólfsgarðinum að austan. Vegna byggingar hennar voru flutt inn vél- knúin tæki sem voru ekki til í þessu landi áður.“ Náttúrulegar aðstæður hafa ráðið miklu um hvar hafnargerð reyndist erfið og hvar ekki. „Sums staðar eru aðstæður góðar eins og til dæmis á Akureyri, svo eru aðrir staðir sem liggja fyrir opnu hafi svo sem í Þor- lákshöfn, þar er höfnin algerlega manngerð,“ segir Kristján og nefnir líka Vestmannaeyjahöfn sem lengi var erfið viðfangs en gosið 1973 varð til að bæta verulega. Hafnirnar eru gríðarlega grjót- frek mannvirki en Kristján segir þær samt langt frá að vera einhverj- ar steinahrúgur. „Það eru mikil fræði kringum það að velja grjót í hafnir og vinna það rétt. Því er raðað upp eftir ákveðnum reglum og heilmikil bygg- ingarvísindi eru bak við það,“ tekur hann fram. En telur hann hafnirn- ar illa nýttar fjárfestingar nú þegar mestallir flutningar eru komnir á þjóðvegina? „Það er þróun sem hefur átt sér stað á síðasta hálfum öðrum áratug að landflutningar hafa tekið mikið yfir. Hafnirnar eru samt enn mikil- vægar fyrir flutningakerfi landsins. Þær gegna hlutverki í olíuflutningum og fiskafurðir, mjöl og lýsi eru fluttar út frá mörgum þeirra. Svo hafa þær þýðingu fyrir skemmtiferðaskipin að ekki sé talað um fiskiskipaflotann.“ gun@frettabladid.is KRISTJÁN SVEINSSON SAGNFRÆÐINGUR: RITAÐI BÓK UM ÍSLENSKAR HAFNIR Lífæðar staða víða um landið SAGNFRÆÐINGURINN „Hér voru geysilega dugmiklir hafnargerðarmenn fyrr á árum sem beittu ótrúlegri útsjónarsemi við að byggja hafnir við erfið skilyrði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FREYMÓÐUR JÓHANNESSON TÓNSKÁLD OG LISTMÁLARI VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1895. „Er óskir rætast bætist böl og stríð.“ Freymóður var tónskáld og listmálari og einn af for- sprökkum danslagakeppni SKT. Sem laga-og textahöf- undur er hann þekktur undir dulnefninu Tólfti september. MERKISATBURÐIR 1609 Henry Hudson kemur að ósum Hudson-fljóts. 1905 Ráðhús Kaupmannahafn- ar er formlega vígt. 1909 Sjúkrasamlag Reykjavíkur er stofnað að frumkvæði Oddfellow-reglunnar. 1940 Hellamálverkin í Lascaux í Frakklandi eru uppgötvuð. Þau eru talin vera 16.000 ára gömul. 1949 Mesti hiti á Íslandi í sept- ember mælist 26° C á Dalatanga við Mjóafjörð. 1962 Ben Gurion, forsætis- ráðherra Ísraels, kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands. 1980 Herforingjastjórn rænir völdum í Tyrklandi. 1985 Íslandsmet er sett í fall- hlífarstökki. Kristnihald undir jökli eftir Halldór Kiljan Laxness var frumsýnt þennan dag árið 1970, í leik- gerð leikhússtjór- ans Sveins Einars- sonar sem einnig stýrði uppfærslunni. Reyndar hafði verk- ið verið frumflutt á listahátíð í Reykjavík um vorið en þetta var hin formlega frumsýning. Kristni- haldið fékk misjafna dóma í blöðunum. Af einum gagnrýnanda var það talið eitt af eft- irminnilegustu nývirkjum í íslenskri leiklist um langt skeið en öðrum var ráðgáta af hverju það hefði verið valið til sviðshæfingar og flutnings. Af almenn- um leikhúsgestum var því þó feikivel tekið og var sýnt 94 sinnum á fyrsta leikári en 178 sinnum í allt. Í helstu hlutverk- um voru Gísli Hall- dórsson sem Jón prímus, Þorsteinn Gunnarsson sem Umbi, Helga Bach- mann sem Úa og Regína Þórðardóttir sem Hnallþóra. Fjölmargir fleiri komu við sögu. ÞETTA GERÐIST: 12. SEPTEMBER 1970 Kristnihaldið frumsýnt í Iðnó UMBI OG JÓN PRÍMUS Þorsteinn Gunnarsson og Gísli Halldórsson. AFMÆLI ÞÓRUNN ERNA CLAUSEN leikkona er þrjátíu og fjögurra ára. INGA BJÖRK SÓLNES framleið- andi er fjörutíu og sjö ára. JÓN KARL ÓLAFSSON fram- kvæmda- stjóri er fimmtíu og eins árs. JÓN HÁKON MAGNÚS- SON fram- kvæmda- stjóri er sextíu og átta ára. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ævar þór Hjaltason Ársölum 3, lést laugardaginn 5. september. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 14. september kl. 13.00. Hrefna Einarsdóttir Hjalti Ævarsson Sigríður Sigurðardóttir Trausti Þór Ævarsson Ástríður Torfadóttir Svanþór Ævarsson Ásgerður Hákonardóttir Auður Ævarsdóttir Sigurður Viðarson og barnabörn. Edda Björk Þórsdóttir mun á morgun, 15. september, kynna doktorsverkefni sitt sem hún hefur unnið í lýð- heilsuvísindum, en verkefn- ið fjallar um líðan og heilsu- farsleg eftirköst sem eftirlif- endur snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík árið 1995 hafa mátt þola. Fyrirlesturinn ber heitið Langtíma áfallastreituröskun þolenda snjóflóðanna í Súða- vík og á Flateyri árið 1995 og aðrar heilsufarslegar afleið- ingar þeirra. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.00 í Stapa í Háskólanum en rannsókn- in var styrkt af Rannsóknar- sjóði Háskóla Íslands. Rætt um snjóflóð SNJÓFLÓÐIN 1995 Edda Björk Þórsdóttir vann doktorsverkefni um líðan þolenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.