Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 12. september 2009 við förum svo mikið í veiði. Ert þú ekkert að veiða?“ Flosi: „Nei, við höfum ekkert mátt vera að því út af hestunum. Hann Óli sonur okkar er með um sjötíu hesta núna og okkar hestar eru í þeim hópi. Við förum orðið lítið á bak. En Lilja fer reyndar svolít- ið ennþá, hún er svo helvíti hörð. En ég verð áttræður eftir nokkr- ar vikur og á orðið erfitt með að hlaupa fyrir hestana.“ Inga Lind: „Ætlarðu að halda upp á afmælið þitt?“ Flosi: „Nei, ætli ég nenni því nokkuð.“ Inga Lind: „Þér finnst kannski leiðinlegt að hitta fólk?“ Flosi: „Ég er orðinn svo kresinn á fólk. Ég er ekki svona sætur og skemmtilegur nema við fólk sem ég nenni að tala við. Aðdáendur mínir myndu þyrpast að, föln- aðar blómarósir og seníl gamal- menni.“ Inga Lind: „Athyglisverður aðdá- endahópur það.“ Flosi: „Þú hlýtur að þekkja þetta.“ Inga Lind: „Það eru rosalega fáir sem þyrpast að mér úr þessum hópi. En nei, ég veit ekki til þess að ég eigi neinn sérstakan aðdá- endahóp.“ Flosi: „Þú hlýtur að eiga það. Það er bara óhugsandi annað. Svona snarboruleg stelpa eins og þú.“ Sjónarsviptir að Helga Þegar hér er komið sögu býður Lilja föruneytinu upp á kaffi í stofunni, á meðan Flosi og Inga tylla sér inn í bókaherbergi Flosa til að ræða málefni líðandi stundar. Flosi: „Ég skrapp niður í blóma- skála til að kaupa mjólk í dag og skoðaði þar Fréttablaðið í dag. Þar var á tveimur stöðum verið að fjalla um hann Helga Hóseas- son. Mér fannst frekar auðvelt að skilja hann Helga. Honum fannst hann hafa verið settur á skuld- bindingaklafa þegar hann var ómálga barn og hafði ekki þroska til að taka á sig skuldbindingar. Þegar maður horfir á þetta núna finnst manni að maðurinn hafi haft nokkuð mikið til síns máls með skírnina. Barnið fær svo tækifæri til að staðfesta skírn- ina með fermingunni. En þá er barnið ennþá barn.“ Inga Lind: „Þarna er ég sammála þér. Ég hef haldið margar ræður um þetta á mínu heimili og þyki sennilega frekar óþolandi. En börnin eru of ung í dag til að taka þessa ákvörðun. Þeim er ekki treystandi til að kjósa stjórn- málaflokk þrettán ára gömlum. Af hverju eiga þau að geta kosið sér leiðtoga lífs síns? Ég er helst á því að þetta sé bara gróðabissness hjá kirkjunni. En það er óhætt að segja að það er sjónarsviptir að karlinum. Mér þætti flott verk- efni fyrir nemendur Listaháskól- ans að gera minnisvarða um hann. En mér finnst ekki að Reykjavík- urborg ætti að eyða peningum í þetta núna. Og ég held ekki að Helgi Hóseasson hefði fílað það ef hið opinbera væri að búa til styttu af sér. Heldurðu það?“ Flosi: „Ja, ég skal ekki segja. En hver sem borgar fyrir það finnst mér vel mega vera þarna einhver grjóthnullungur sem vegagerðin má ekki ryðja úr vegi. Bara nógu stór. Mér finnst að öllum hafi hlýnað fyrir brjóstinu þegar þeir sáu kallinn. Það var eitthvað gott við hann.“ Afsökunarbeiðni afkomenda Flosi: „Að vissu leyti er ég í sömu stöðu og hann Helgi Hóseasson. Það er nefnilega búið að gera dálítið við mig, að mér óspurð- um. Einhver af þessum elskulegu afkomendum mínum hefur í ein- hverju bríaríi sett mig inn á eitt- hvað sem heitir Facebook. Og nú er enginn stundlegur friður, það hleðst allt niður af Facebook. Ég fæ póst frá aðdáendum og fólki sem kallar sig vini mína. Þetta er hreinasta plága. Ég kann bara ekki nógu mikið á tölvuna til þess að varpa þessu fyrir róða.“ Inga Lind: „Þau ættu að biðjast afsökunar, barasta. Og hjálpa þér að sleppa.“ Flosi: „Afkomendur mínir? Já, þeir ættu að gera það.“ Inga Lind: „Þessi Facebook getur verið hættuleg. Maður þarf að passa að láta hana ekki ná tökum á sér. Nokkur af þessum fimm börnum sem ég á fengu að vera með Facebook. Og ég sé hvernig þau límast svo við þetta. Þau eru svo ómótuð krakkarnir og það er svo auðvelt að hafa áhrif á þau.“ Flosi: „Já, þú átt öll þessi börn, ekki nema átján ára.“ Inga Lind: „Já, ég á fimm börn. Það er svolítið skemmtilegt frá því að segja að við hjónin höfum alltaf verið með vinnuheiti þegar ég geng með börnin og veit ekki kynið. Og vinnuheitið á ófædda fóstrinu er alltaf Flosi.“ Flosi: „Þú meinar þetta ekki! Er vinnuheitið á börnunum þínum Flosi?“ Inga Lind: „Já, finnst þér þetta ekki magnað?“ Flosi: „Jú, þetta er ekkert annað en telepatí.“ Inga Lind: „Já, við erum greini- lega mjög andlega tengd.“ Að vera skotin Flosi og Lilja hafa verið saman í sextíu ár og það sést langar leið- ir hversu lukkuleg þau eru með hvort annað. Það er því varla hægt að ljúka samræðunum öðru- vísi en að spyrja að því hvernig þau hafi viðhaldið ástarblossan- um í gegnum öll þessi ár. Flosi: „Þetta byggist einfaldlega á því að vera nógu skotinn í þeim sem maður er með. Og maður heldur alveg áfram að vera skot- inn, jafnvel þótt úr manni fari allir lífskraftur. Við Lilja höfum búið hér í Reykholtsdalnum í tut- tugu ár og það er svo ósköp nota- legt. Gamall karl og gömul kerl- ing sem búa saman uppi í sveit. Þetta er svakalega gaman. Við erum notalegt samhengi, við Lilja.“ Inga Lind: „Miðað við það sem þú segir þarf ég ekki að hafa áhyggj- ur af því að maðurinn minn hætti að vera skotinn í mér, þó að ég fái hrukkur og grá hár. Það er gott að vita.“ Flosi: „Nei, væntanlega ekki, ef þið eruð bara nógu skotin í hvort öðru. Svo er það annað að mér finnst Lilja svo skemmtileg. Mér finnst hún hreinasta uppgötvun. Það er það eina sem ég get fundið jákvætt við helvítis ellina, hvað maður laðast elskulega að þeim sem maður er með.“ Dagur er að kveldi kominn í sveitinni og tími til kominn fyrir gestina að bruna aftur í bæinn. Flosi leysir fólkið út með árituð- um bókum og heiðurshjónin fylgja hersingunni úr garði og kveðja með orðunum „komiði endilega sem fyrst aftur“. ➜ VÍSUR FÚSA Í SKRÚÐ UM FLOSA Þau Flosi og Inga tengjast eins og fram kemur á margan hátt. Meðal annars í gegnum frænda Ingu og stórvin Flosa, Sigfús Jónsson, eða Fúsa í Skrúð eins og hann er jafnan kallaður. Sá hefur ort margar vísur um Flosa sem fjalla margar hverjar um leti hins síðarnefnda. Hér eru nokkur dæmi látin fylgja. Eitt er víst að Flosa finnst Feikilega gaman Að gera sem allra allra minnst Alveg dögum saman Sefur alltaf árdegis iðkar blundinn miðdegis sofnar aftur síðdegis og sefur framtil hádegis. Á miðjum degi kappinn kemst Knapplega úr fleti Ég held að það sé fyrst og fremst Fyrir djöfuls leti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.