Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 22
 12. september 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Stefán Jón Hafstein skrifar um ímynd Íslands Þegar nýkjörið þing Malaví kom saman eftir kosningar í vor sté í pontu einn af nýjum þingmönnum landsins. Okoma-atani þingmað- ur flutti jómfrúarræðu sína og fjallaði um framlag Íslands til að bæta lífskjör fátæks fólks í héraðinu Mangochi í suðurhluta landsins. Hann nefndi sérstaklega barnaskóla sem Íslendingar hafa byggt. Í héraðinu eru 300 þúsund börn á grunnskólaaldri, helming- ur þeirra, eða 150 þúsund börn, læra ekki í yfirbyggðum skólastof- um heldur þar sem forsælu er að finna undir trjám. Kennarar eru í mesta lagi með færanlega töflu til að krota á. Börnin sitja á jörðu og mörg hafa hvorki stílabækur né blýanta. Þar sem þó eru skóla- stofur myndu flestir Íslendinga halda að væru gripahús. Þeir tut- tugu skólar sem Íslendingar hafa byggt eða endurgert eru afburða- skólar að því er lýtur að umgerð og búnaði. Þingmaðurinn nefndi líka vatnsbólin sem Íslendingar gera og sjúkrahúsið við Apaflóa þar sem nú rís ný fæðingardeild. Skömmu áður höfðu nemendur við einn hinna nýju skóla flutt eld- heitar þakkarræður um Ísland. Ungar stúlkur komu hver á fætur annarri og fluttu undirbúnar ræður um hvað það skipti miklu máli að fá að ganga í alvöru skóla og hversu þakklátar þær væru Íslendingum. Aðrir krakkar döns- uðu og sungu og kennarar með, barðar voru bumbur og á meðan sátu héraðshöfðingjar, foreldrar, prestar og biskupar, háembættis- menn og nokkrir fulltrúar Íslands og fylgdust með. Svo var gengið stofu úr stofu og dáðst að nýjum húsgögnum, skólabekkjum og borðum. Sunnudagsút- gáfa The Malawi Times birti opnugrein um ólík kjör tveggja ungra skóla- stúlkna. Greinin nefndi að önnur stúlknanna gengur í skóla sem Íslendingar hafa endurbyggt og stefn- ir hátt, hin lærir sínar lex- íur í rústum af gamalli skólastofu upp á skarðan hlut; blaðið harmar mjög að æska landsins fái ekki jöfn tækifæri til mennta. Á fundi með utanríkisráðherra Malaví, fulltrúa hinnar nýkjörnu ríkisstjórnar, kom fram að menntun er nú í öðru sæti á forgangslista stjórnvalda, aðeins matvælaframleiðsla er ofar enda skiljanlegt í landi þar sem hungur- sneyð er þekktur ógnvaldur. Að afla sér vina Íslendingum hefur verið margt betur gefið á liðnum árum en afla sér vina erlendis. Svo mjög að fólk furðar sig á heima. Eigum við enga vini? Ekki einu sinni á Norðurlönd- unum? Það er auðvitað ekki bein- línis fallið til vinsælda að valda fólki ómældu fjárhagstjóni: Ríkj- um, fyrirtækjum, sveitarfélög- um, einstaklingum sem spara til elliáranna og líknarfélögum; svo miklu tjóni að Íslendingar telja algjörlega óraunhæft að þeir geti nokkurn tíma goldið, aðrir verði að bera þær byrðar. Það er held- ur ekki beinlínis gæfulegt þegar á bjátar að hafa hreykt sér hátt, svarað þeim vinum er til vamms sögðu með steigurlæti og hroka og segja þeim að fara í endurmenntun sem vöruðu við. Enn fremur hefur sannast að það er ekki líklegt til vegsauka á alþjóðavettvangi að standa skælandi með allt niður um sig, útbíuð þjóð og illa lyktandi í eigin klúðri eftir taumlaus veislu- höld. Þannig að sú vinafæð Íslend- inga sem er þeim mörgum sjálfum nánast óskiljanleg þarf ekki að vera svo óskiljanleg þeim útlend- ingum sem grannt fylgjast með. En það eru vinir Á undanförnum árum hafa mörg af okkar fremstu og bestu gert sér dælt við stór alþjóðleg nöfn í heimi fjármála, stjórnmála og jafnvel þotulífs. Hér í Afríku eru fáir svoleiðis. Það er skiljan- legt að í hamslausu gróðæri kom- ist tötrum klædd skólabörn í Afr- íku ekki á þann glæsta lista sem Íslendingar líta upp til. Samt tek ég eftir því að Norðmenn og Svíar, oft Finnar og stundum Danir hafa aflað sér valdalítilla vina í þessum hluta heimsins. Í litlum smábæ í norðurhluta Namibíu er til dæmis Marti Athissari-gata, sú eina sem er merkt í öllum bænum. Í höf- uðborg Namibíu er Olof Palme- stræti, þar sem flestar markverðar götur heita eftir afrískum hetjum. Þetta er vegna þess að bæði Svíar og Finnar börðust fyrir hina for- smáðu og fátæku gegn kynþátta- skilnaðarstefnu. Ég heyri alloft talað vel um Norðmenn hér í Mal- aví, þeim er annt um góða stjórn- sýslu og lýðræði og styrkja mynd- arlega. Og við Íslendingar erum á blaði þó í smáu sé. Þegar litið er yfir þunnskipaðar raðir Íslands- vina í veröldinni eru það einmitt fátæk börn sem tala skærum rómi um ágæti lands og þjóðar. Lands sem þau vita líkast til ekki hvar er og þjóðar sem þau kunna ekki frekari deili á en öðrum „útlend- ingum“. Og hvað græðum við á því? Ekki neitt. Loksins eitthvað sem hald er í. Höfundur starfar fyrir ÞSSÍ í Malaví. Góður orðstír Íslands STEFÁN JÓN HAFSTEIN UMRÆÐAN Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar um fólksfækkun Geta lands til að standa undir greiðsl-um til annarra landa, afborgunum af lánum, skaðabótum eða einhverju slíku, ræðst fyrst og fremst af því hversu mikið landið getur flutt út af vörum og þjón- ustu umfram það sem flutt er inn. Í sinni einföldustu mynd má líta á landið sem svartan kassa og horfa eingöngu á hversu mikið fer inn í kassann af verðmætum og hversu mikið kemur út úr kassanum af verðmæt- um. Ef meira kemur út af verðmætum en fer inn er um viðskiptaafgang að ræða sem landið getur notað til þess að greiða öðrum. Ef það er ríkið sem þarf að greiða til erlendra aðila þarf ríkið að búa sér til kerfi til að ná til sín þessum viðskipta- afgangi frá einstaklingunum. Það er gert með sköttum. En hvað gerist nú ef fólkinu inni í kass- anum fækkar, í þessu tilfelli ef fólkinu á Íslandi fækkar? Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að gera okkur grein fyrir hvaða verð- mæti þetta eru sem fara til og frá landinu. Hvaða áhrif hefur fólksfækkun á útflutning? Hver er útflutningurinn frá Íslandi? Fyrst má telja sjávarafurðir, verður minni fiskur veiddur ef fólki fækkar á Íslandi? Nei. Verður minna af áli framleitt ef fólki fækkar? Nei. Munu færri ferðamenn koma til landsins vegna þess að þar búa 300 þús. manns en ekki 320 þús.? Nei. Hvað þá með almennan útflutning á hinu og þessu svo sem í þekkingargeiranum? Munu fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP draga úr útflutn- ingi sínum ef fólki fækkar? Það er vandséð að svo verði. Þessi fyrirtæki ættu að geta boðið starfs- mönnum sínum ágæt laun þar sem þau fá tekj- ur í erlendri mynt. Það góð að starfsmennirnir fari ekki eða auðvelt sé að fá góða starfsmenn í þeirra stað. Almennt er líklegt að útflutningur fyrirtækja – sem áður voru að íhuga að flýja land- ið vegna of sterkrar krónu – minnki ekki þegar krónan er orðin lág og allur innlendur kostnaður hefur lækkað um helming í alþjóðlegu samhengi. Jafnvel þótt gjaldmiðilsvandamálið hafi ekki verið leyst. Þetta á einnig við um þau fyrirtæki íslensk sem eru í samkeppni við útflutning. Það er því vandséð að fólksfækkun hafi veruleg áhrif á útflutning, streymi verðmæta út úr kass- anum ætti að vera svipað og áður. Hvaða áhrif hefur fólksfækkun á innflutn- ing? Hluti af innflutningnum er hráefni og stoðvörur fyrir atvinnulífið svo sem súrál fyrir álverin og olía fyrir sjávar- útveginn. Sá innflutningur mun ekki minnka þótt fólki fækki. Að öðru leyti er innflutningurinn almennar vörur til daglegs lífs. Matvæli, fatnaður, bensín á heimilisbílinn, lyf og svo mætti lengi telja. Mun þessi innflutningur minnka ef fólki fækkar? Já. Mikið af innflutningnum er í beinu sambandi við fjölda íbúa á landinu. Það er því líklegt að fólksfækkun verði til þess að minna verði flutt inn til landsins af almennum vörum en ella. Eykst eða minnkar viðskiptaafgangur með fólks- fækkun? Fljótt á litið er því líklegt að fólksfækkun verði til þess að straumur verðmæta til landsins minnki en straumur verðmæta frá landinu verði svipað- ur. Með öðrum orðum að útflutningur umfram innflutning aukist. Ef horft er á fólksfækkun frá þessum sjónarhóli er ekki líklegt að hún minnki möguleika landsins á því að ná sér út úr erfiðleik- unum. Það geti beinlínis verið þveröfugt, fólks- fækkun hjálpi landinu til að ná sér aftur á strik vegna þess að viðskiptaafgangur (útflutningur umfram innflutning) eykst. Þetta má ekki skilja sem hvatningu til fólks að koma sér í burtu, málið er flóknara en svo. Fólks- fækkun getur t.d. haft þau slæmu áhrif að hæft fólk í þjónustustéttum svo sem í heilbrigðiskerfi og menntastofnunum hverfi á braut og geri það að verkum að þjónustan við íbúa landsins versni. Á móti kemur að fólk sem flytur til útlanda er ekki horfið okkur að eilífu. Þetta fólk er okkur auðlind á margan hátt. Stór hluti fólksins sem fer í hallæri snýr til baka þegar ástandið batnar, í mörgum til- fellum með meira fjármagn með sér en það fór með frá landinu. Í öllu falli er ekki ástæða til að mála skrattann á vegginn þó fólki fækki á Íslandi næstu misserin. Ég hef að minnsta kosti ekki áhyggjur af því. Höfundur er hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri. Fólksfækkun í hallæri, gæfu- spor eða skref til glötunar? JÓN ÞORVALDUR HEIÐARSSON Stuðningsaðilar Grænlenski kórinn Erinnap Nipaa 13., 14. og 15. sept. Erinnap Nipaa, blandaður kór frá Qaqortoq á suðvestur Grænlandi, heldur þrenna tónleika á Íslandi dagana 13. til 15. september. • Seltjarnarneskirkja, sunnudaginn 13. sept. kl. 20:00. • Norræna húsið, mánudaginn 14. sept. kl. 20:00. • Tónlistarhúsið á Akranesi, þriðjudaginn 15. sept. kl. 15:00. Á efnisskránni eru eingöngu grænlenskir söngvar sem aðdáendum tónlistar og kórsöngs á Íslandi hefur sjaldan eða aldrei gefist kostur á að heyra. Með kórnum kemur fram 73 ára trommudansari, Jerimias Sanimuinaq, og sýnir forna grænlenska trommudansa. Stjórnandi er Jens Adolfsen. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.