Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 12. september 2009 19 UMRÆÐAN Sverrir Jakobsson svarar grein Guðlaugs G. Sverrissonar Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregð- ur óneitan- lega nokkuð við slík stór- yrði en mér til léttis sé ég að stjórn- arformaður- inn virðist hafa misles- ið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virð- ist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan. Annar misskilningur í grein Guðlaugs er einkennilegri þar sem hann virðist rugla saman eins og hálfs árs samnings- ferli annars vegar og hins vegar hinum örstutta tíma sem líður frá því að samningurinn er kynntur almenningi og þangað til afgreiða á hann í borgarstjórn. Það er því rétt að minna á að þótt hann hafi lengi vitað um innihald samn- ingsins þá vissum við eigendur Reykjavíkur ekki af því fyrr en núna í september. Þetta er hugsanlega einn- ig skýringin á því hvers vegna hann hefur ekki heldur skilið þær athugasemdir sem bæði minni- hlutinn í stjórn OR og fulltrúar ríkisins hafa gert við vinnubrögð stjórnarmeirihluta Orkuveitunn- ar. Hér gildir nefnilega ekki að „þjóð veit þá þrír vita“. Við hin getum ekki myndað okkur skoðun á svona samningi þó að Guðlaug- ur og félagar hans í meirihlutan- um hafi lesið hann. Ég hef vissar áhyggjur af ein- beitingarskorti stjórnarformanns Orkuveitunnar þegar kemur að því að lesa og skilja gagnrýn- in skrif á störf hans. Ég held að hann hljóti að stafa af orkuleysi og að stjórnarformaðurinn þurfi á fríi að halda. Borgarbúar ættu að sjá sóma sinn í að senda hann í langt frí sem allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur. Orkuleysi stjórnarfor- mannsins UMRÆÐAN Erling Garðar Jónasson skrifar um málefni eldri borgara Sérlega er þarft í núinu, þegar allt er komið á hausinn, gjald- þrota af völdum stórsnillinga í stjórnvaldi íslenskrar þjóðar á síðasta áratug að hafa í frammi aga og umvöndun við gamalmenni þjóðarinnar. „Ekki í mínu nafni“ segir eftir- launamaður sem ekki hefur náð lífeyrisaldri, að nafni Þorkell Helgason, um skrif allmargra eldri borgara um eignarnám núverandi ríkisstjórnar með skerðingu tryggingarbóta og ofur- skattlagningu. Aldraðir eiga ekki að vera með neitt væl segir Þor- kell, þið eigið að þakka fyrir og þegja. Það geri ég, og minn sann- leikur er sannari en sannleikur „alls kyns talsmanna“ aldraðra og þar að auki á ekki að nota orð við smíði bónarbréfa sem særa siðaða fulltrúa stjórnvaldsins segir Þor- kell. Vel má svo vera, en þá fyrst þegar Þorkell hefur náð lífeyrisaldri og þroska, og reynir á eigin skinni meðhöndlun stjórnvaldsins og „sann- leika“ sem flestir „eldri borgarar“ hafa upplif- að og mótmæla harð- lega, verður sérgreind Þorkels án efa að miklu gagni fyrir siðvæðingu eldri borgara í baráttuham. Innlögn Þorkels í þessa umræðu er gáskafull, stórskemmtileg og um leið mjög gagnleg fyrir framhaldsumræðu um þessi mál, og það gerir ekk- ert til þótt hún sé í föð- urlegum umvöndunar- tón þess sem einhvern tíma hefur haft allmikið undir sér og búi yfir, að eigin mati, dýpri fórnar- lund og réttlætiskennd en við hin mörgu sem gagnrýnt hafa núver- andi stjórnvöld. Aðal- atriðið er að með henni fæst örlítil innsýn inn í hugsanagang í stjórn- arráði íslensku þjóðarinnar, sem hefur verið krónískur frá upphafi nútíma sköpunarsögu þess. Hugs- anagang sem er jarðbundinn við „kapítalisma andskotans“ þar sem sérvaldir einstaklingar og hópar fái fjárhagslega sérmeðferð og vernd m.a. á kostnað almennings og þá þess eftirlaunahóps sem nú lifir. Að mínu mati virðist hugsun Þorkels vera, að í stakasta lagi sé að stjórnmálaflokkar svíki öll sín fyrirheit ef þau hindra hefð- bundin vinnubrögð Arnarhváls- mafíunnar. Engin okkar sem erum á áttræðisaldri eða eldri hefur náð þeim aldri óbarin(n) af hagsmunagæslu niðurgreiðslna, gengisfellinga og ótal annarra hliðrunarlausna. Í minni gagn- rýni á velferðarvakt núverandi ríkisstjórnar hef ég einkum dval- ið við það óréttlæti sem felst í því að misnota tryggingarkerfi sem við höfum greitt iðgjald til með iðgjaldi og síðar í okkar skatti. Við höfum lifað við sérsniðnar tilhliðranir fyrir einstakar atvinnustéttir sem sérlega er auðvelt að greina í sögu almenna tryggingarkerfisins. Trygging- argjaldið var fellt inn í og falið í skattkerfinu til að hlífa skatt- leysisstéttum við nefgjaldsform- inu sem upphaflega var iðgjalds- form tryggingarkerfisins. Þar með var þetta kerfi eyðilagt sem tryggingarkerfi og gert að ölm- usukerfi fyrir fingralanga stjórn- valds hugsuði eins og raun ber vitni. Við Þorkell og aðra sömu skoðunar segi ég þetta; ekkert ólokið verk sem vinna þarf, lætur okkur eldri borgara sitja friðar stól, jafnvel nú á ævikvöldi. Höfundur er formaður Samtaka aldraðra Ég mótmæli í mínu nafni kjaraskerðingum aldraðra ERLING GARÐAR JÓNASSON SVERRIR JAKOBSSON Selfoss mánudaginn 14. september kl. 18.00 Keflavík mánudaginn 14. september kl. 18.00 Borgarnes þriðjudaginn 15. september kl. 18.00 Akranes þriðjudaginn 15. september kl. 20.00 Ísafjörður miðvikudaginn 16. september kl. 20.00 Vestmannaeyjar mánudaginn 21. september kl. 18.00 Reykjavík þriðjudaginn 22. september kl. 18.00 Egilsstaðir miðvikudaginn 23. september kl. 20.00 Akureyri mánudaginn 28. september kl. 18.00 Reykjavík þriðjudaginn 29. september kl. 18.00 Húsavík þriðjudaginn 29. september kl. 20.00 Reykjavík þriðjudaginn 06. október kl. 18.00 NÁMSKEIÐ UM NÁGRANNAVÖRSLU Sjóvá heldur opin námskeið um nágrannavörslu í samstarfi við Forvarnahúsið. Á námskeiðinu fræðist þú um uppsetningu nágrannavörslu og færð afhenta gagnlega handbók. Skráðu þig á námskeið um nágrannavörslu á sjova.is. Frítt fyrir viðskiptavini í Stofni. NÁGRANNAVARSLA EYKUR ÖRYGGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.