Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 12. september 2009 51 Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson kemur fram á tónleika- röðinni Norðrið í Þýskalandi í nóvember. Helgi komst á mála hjá einni virtustu bókunarskrif- stofu Þýskalands, 4 Artists, eftir að hann koma fram á Eurosonic- hátíðinni í Hollandi í janúar. Síðan þá hefur hann verið afar duglegur við tónleikahald erlend- is. Tónleikar hans í Þýskalandi verða 25. til 29. nóvember og stíg- ur hann á svið í München, Vínar- borg, Köln, Hamborg og Berlín. Auglýst hefur verið eftir upphit- unaratriði fyrir Helga og rennur umsóknarfrestur út á miðnætti á föstudaginn. Helgi Hrafn í Norðrinu Dave Grohl og Krist Novoselic, fyrrum liðsmenn Nirvana, eru ósáttir við það hvernig Kurt Cobain er notaður í nýjum Guit- ar Hero-tölvuleik. Þeir telja ekki við hæfi að hinn sálugi Nirvana- söngvari geti spilað lög eftir aðra listamenn í leiknum. Auk þess að spila Nirvana-lög getur eft- irlíking Cobains spilað lög eftir 85 aðra flytjendur, þar á meðal Bon Jovi og Bush. „Það er erfitt að ímynda sér Kurt spila tónlist annarra listamanna innan um teiknaðar persónur. Kurt Cobain samdi lög sem skipta fjölda fólks máli. Okkur finnst hann eiga betra skilið,“ sögðu þeir. Ósáttir við tölvuleik Hljómsveitin Apparat Organ Quartet kemur saman aftur og leikur á tónleikahátíðinni Rétt- ir sem fram fer í Reykjavík 23.- 26. september í samvinnu við Reykjavik International Film Festival. Sveitin hefur ekki leik- ið á tónleikum síðan á Ljósa- nótt 2006. Apparat er að vinna að nýrri plötu en fyrsta og eina plata hljómsveitarinnar kom út árið 2002 og var samnefnd sveit- inni. Apparat leikur á lokakvöldi Rétta, laugardagskvöldið 26. september. Hljómsveitin Ensími ætlar einnig að spila á Réttum. Stutt er síðan hún kom saman á tónleikum á Nasa við mjög góðar undirtektir. Apparat á Réttum KURT COBAIN Dave Grohl og Krist Novoselic telja að fyrrverandi félagi sinn eigi betra skilið. APPARAT Hljómsveitin Apparat Organ Quartet spilar á Réttum 26. september. „Þeir eiga alveg nokkur góð ár eftir, það er mín skoðun. Þeir eru búnir að sýna og sanna að þeir eru eitt sterkasta bandið í dag,“ segir Björgvin Jóhann Hreiðarsson, kokkur og fyrrverandi söngvari Á móti sól. Tíu ár eru liðin síðan Björg- vin yfirgaf sveitina og Magni Ásgeirsson tók við. Af því tilefni ætlar Á móti sól að spila í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Þrátt fyrir að hljóm- sveitin, sem er upp- runalega frá Selfossi og Hveragerði, hafi selt plötur sínar í bí lförmum eftir að Björgvin hætti segist hann ekki sjá eftir neinu. „Ég hætti bara af mínum ástæð- um og sé ekki eftir því, þó að þetta hafi verið rosa- lega skemmtilegur tími. Ég var að reyna að mennta mig í öðru fagi en það gekk ekki og fjór- um árum seinna ákvað ég að drífa mig í þetta og prófa,“ segir hann og á þar við kokkanámið sem hann lauk við á síðasta ári. Starfar hann núna sem kokkur á Gullfoss Kaffi og er sáttur við sitt. „Ég flutti heim aftur og bý nú á Reykholti í Biskupstungum. Ég er fjölskyldu- maður og bara mjög sáttur.“ Björgvin söng í fjögur ár með Á móti sól og tók upp með þeim plöt- urnar Gumpurinn og 1999. Vinsæl- asta lag hans er vafalítið Djöfull er ég flottur. Hann útilokar ekki að stíga aftur á svið með sínum gömlu félögum og leysa Magna af hólmi, að minnsta kosti í smá stund. „Mér fyndist ekki úr vegi að strákarnir rigguðu upp öllu gamla genginu, því það er töluvert af fólki búið að rúlla í gegnum þetta band, og héldu tónleika í sinni heimabyggð annaðhvort á þessum tímamót- um eða á næsta ári á fimmtán ára afmælinu. Það væri mjög gaman.“ - fb Vill leysa Magna af hólmi FIMUR KOKKUR Björgvin Jóhann er álíka fimur í eldhúsinu og þegar hann var upp á sitt besta með Á móti sól. MAGNI Á móti sól hefur selt plötur í bílförmum síðan Magni kom inn. NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPER UR SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI Ë 80% orkusparnaður Ë 6-20x lengri líftími Ë Umhverfisvænar Ë Fjölbreytt úrval ALLT AÐ 80 % ORKU- SPARNAÐ UR SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. Jóhann Ólafsson & Co
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.