Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 12. september 2009 53
Nýlega opnaði Google þýðinga-
vélina translate.google.com fyrir
íslensku, sem er virðingarvert
miðað við hversu fáir tala þetta
tungumál. Nú er hægt að þýða
íslensk orð og setningar á fjöl-
mörg tungumál, allt frá afrika-
ans til jiddísku. Eitthvað á þó eftir
að fínstilla vélina því í mörgum
tilfellum skilar hún undarlegum
niðurstöðum. Hér eru nokkrar
skemmtilegar vitleysur úr
þýðingavélinni.
Ég er útrásarvíkingur = I film
Smári Karls sagði upp í vinnunni =
Transistor Charles said the work
Nýjar varir Málmfríðar = New
metal ware Peace
Bragð er að þá barnið finnur =
Trick is to find the child
Allt vill lagið hafa = All would
have the song
Ég er fantur og fúlmenni = I am
the bastard and Rotterdam
Ég er hoppandi kátur = Holy Shit!
I‘m gay
Ég skil ekki rassgat = I do not
understand Gomez
Rugluð þýðingavél
Hallur Ingólfsson, sem hefur
trommað með rokksveitunum
Ham og XIII, hefur gefið út sóló-
plötuna Disaster Songs. „Hún er
um þessar mannlegu hörmungar,
ástarsorg og ótta og þegar maður
fórnar sér fyrir annað fólk,“ segir
Hallur.
Hann segir að sérhver plata
hafi oft eitt lag sem er niðurdrep-
andi en hann hafi ætlað sér meira.
„Mig langaði að gera heila plötu
þar sem allt væri ómögulegt en
svo gæti manni liðið betur eftir
að hafa hlustað. Útsetningarn-
ar eru minimalískar og mystísk-
ar og þarna er svolítið óhreinn
hljómur. Umfram allt eru þetta
falleg, róleg lög í spennandi bún-
ingi,“ segir hann um gripinn.
Með honum á plötunni syngur
Halldóra Malín Pétursdóttir sem
hann kynntist í gegnum starf sitt
fyrir leikhúsin en hann hefur
bæði samið tónlist fyrir leikhús
og stuttmyndir. Meðal annars
samdi hann tónlist við stuttmynd-
ina Töframanninn eftir Reyni
Lyngdal og fékk fyrir hana til-
nefningu til Eddu-verðlaunanna.
„Ég kynntist Halldóru fyrir löngu
síðan og hafði heyrt hana syngja.
Ég vildi endilega fá hana til að
syngja eitt lag og þegar ég heyrði
útkomuna fannst mér eiginlega
augljóst að hún kláraði dæmið
með mér. Sem betur fer var hún
til í það,“ segir hann.
Hallur heldur tvenna tónleika á
næstunni, meðal annars á Græna
hattinum á Akureyri á fimmtu-
daginn þar sem Lights on the
Highway stígur einnig á svið. - fb
Lög um mannlegar hörmungar
HALLUR OG HALLDÓRA Hallur Ingólfs-
son og Halldóra Malín Pétursdóttir
syngja saman á plötunni Disaster Songs.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HÚMORISTAR Google-þýðingavélin hefur
enn ekki verið fínstillt.
Bretinn Colin Firth leikur homma
í fyrstu kvikmynd tískugúrúsins
Toms Ford, sem áður var hönn-
uður hjá Gucci. Myndin nefnist
A Single Man. Með hitt aðalhlut-
verkið fer Julianne Moore.
Firth leikur George, prófessor
á sextugsaldri, sem hefur nýlega
misst kærasta sinn til langs tíma
í bílslysi. „Ég vissi ekki mikið um
Tom þrátt fyrir að ég hafði hitt
hann nokkrum sinnum,“ sagði
Firth. „Eftir að ég talaði við hann
komst ég að því að þetta var ekki
bara eitthvað hégómlegt verkefni
fyrir tískuhönnuð.“ Firth kyssir
mótleikara sinn Matthew Good í
myndinni en kippir sér lítið upp
við það. „Það að persónan mín sé
samkynhneigð finnst mér ekki
skipta miklu máli. Tom var ekk-
ert upptekinn af því. Við erum
heldur ekki fyrstu mennirnir sem
kyssast á hvíta tjaldinu og Matt-
hew stóð sig líka vel,“ sagði hann.
Julianne Moore segir að Tom
Ford hafi verið ákaflega flottur
á tökustað, enda með gríðarlega
mikið tískuvit. „Hann lítur allt-
af frábærlega út. Hann klæðist
svörtum jakkafötum og hvítri
skyrtu og er alltaf jafnmyndar-
legur,“ sagði hún.
Colin Firth
leikur homma
COLIN FIRTH Firth leikur homma í fyrstu
bíómynd Toms Ford, A Single Man.
Rapparinn Ghostface Killah til-
einkar leikkonunni
Natalie Portman lag
á nýjustu plötu sinni.
Rapparinn sá viðtal
við hana og ákvað að
kinka til hennar kolli
með þessum hætti.
„Ég las viðtal við
hana þar sem hún
sagðist vera hrifin
af grófri rapptónlist.
Og ég sá strax að hún
myndi hrífast af því
sem ég er með á plöt-
unni minni,“ segir Wu-
Tang Clan-rapparinn.
Portman, sem er ættuð
frá Ísrael, segir að hún
sé á þeim stað í lífi sínu
að hún njóti rapptónlistar.
„Ég bara dýrka hana,“
segir hún.
Portman
elskar rapp
Fjölbreyttur matseðill
Flott þjónusta
Frábært verð
Grillhúsið í 20 ár
– aldrei betra
Bananasplitt
Wishbone
samloka
Sá eini sanni
Lambalundir
Sígildur
Hádegistilboð
Súpa
Réttur dagsins
Kaffi á eftir