Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 6
6 12. september 2009 LAUGARDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Námskeið við ofsakvíða Leiðir hugrænnar aft erlismeðferðar ti l að vinna bug á kvíðaköstum • Færðu fyrirvaralaus kvíðaköst? • Ótt ast þú að fá kvíðaköst? • Forðastu aðstæður þar sem þú gæti r fengið kvíðakast? Sex vikna námskeið við ofsakvíða (felmtursröskun) er að hefj ast á vegum sálfræðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Markmið námskeiðsins er kenna fólki árangursríkar leiðir ti l þess að fást við kvíðaköst. Skráning fer fram á kms@kms.is eða í síma 822-0043 og lýkur skráningu 21. september n.k. en námskeiðin hefst 23. september. Nánari upplýsingar má fi nna á www.kms.is en minnt er á önnur námskeið svo sem við félagsfælni. Arnar Þór Hafþórsson, forstöðumaður Lýsingar- sviðs hjá Jóhanni Ólafssyni & Co (umboðsaðili Osram frá 1948), svarar Kristjáni Kristjánssyni, sem vitnað var í hér á fimmtudaginn. Kristján dró fram ýmislegt neikvætt við sparperur, en Arnar telur kostina miklu fleiri en gallana. „Hvað fullyrðingu Kristjáns varðar að miklu meiri orku þurfi í að fram- leiða og jafnframt eyða sparperum þá er það rétt að einu leyti. Það þarf fimm sinnum meiri orku í að framleiða eina sparperu en eina glóperu. Það sem hann gleymir að minnast á er að sparperur duga 6-20 sinnum lengur en glóperur. Það segir sig því sjálft að orkukostnaður við fram- leiðslu á einni sparperu á móti 6-20 glóperum er margfalt minni,“ skrifar Arnar og bætir við: „Hvað kvikasilfursinnihald sparpera varðar þá inni- heldur sparpera, frá gæða- framleiðanda, 2,5-3 mg af kvikasilfri. Í hefðbundnum kvikasilfurshitamæli eru 1.000 mg af kvikasilfri. Það má einnig benda á það að við framleiðslu á glóperum myndast kvikasilfursút- blástur vegna raforkunotk- unar. Sá útblástur/mengun er tvöfalt meiri en saman- lagt kvikasilfursinnihald sparpera og kvikasilfursút- blástur sem myndast vegna framleiðslu á sparperum.“ Varðandi förgun á spar- perum segir Arnar hana í litlu frábrugðna förgun á rafhlöðum, hitamælum og öðrum „óhollum“ heimilisvörum. „Hvað almenna mengun og umhverfisvernd varðar er ágætt að hafa þetta í huga: Ein sparpera endist jafn- lengi og tíu glóperur. Það mengar minna að fram- leiða eina sparperu en tíu glóperur. Þó að Ísland búi við vistvænan orkuiðnað erum við ekki ein í heimin- um. Okkar framlag skiptir máli. Svo sparar þetta bara mikinn pening!“ Neytendur: Enn um ljósaperur Kostir sparperunar ótvíræðir SPARPERA Ódýr og góð, segir Arnar. AKRANES Óvíst er hvort tölvuþjón- usta Akraneskaupstaðar verður boðin út, líkt og bæjarráð fól bæj- arstjóra að undirbúa fyrr í sumar. Fulltrúar minnihlutans gagnrýna þetta og segja eðlilegt að þjónustan sé boðin út. Samningur er í gildi á milli bæjarins og fyrirtækisins Sec- urstore. Það er í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, sem er stjórnar- formaður, og Arnar Gunnarsson- ar, sonar Gunnars Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Bæjarráð ákvað í fyrra að bjóða þjónustuna út, en hætti síðan við og samdi við fyrirtækið. Á fundi sínum 30. júní fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjón- ustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Sveinn Kristinsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir ljóst á grein- argerð bæjarstjóra, sem lögð var fram á fundi 3. september, að meirihlutinn ætli sér að fram- lengja samninginn. Þar sé útboð- um fundið allt til foráttu, sem sé sérkennilegt, ekki síst á þessum sparnaðartímum. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir ólíklegt að útboð mundi skila bæjarfélaginu betri kjörum. Hann segir að kostnaður við samning um hýsingu og afritun sé um sex milljónir. Þar við bætist útseld- ir tímar vegna annarrar þjón- ustu. Hann segir fyrirtækið hafa boðið 25 prósenta lækkun á samn- ingi. Bæjarráð taki afstöðu til þess hvort farið verði í útboð en sjálfur telji hann kostnað við það of mik- inn miðað við ávinning. Samfylkingin hefur farið fram á að kostnaður af samningi við Securstore sé metinn. Sveinn segir það lágmark áður en ákvörð- un verði tekin um framlengingu samnings, þó að eðlilegast væri að fara í útboð. Kostnaður virð- ist vera um 26,5 milljónir á síð- ustu tólf mánuðum og samkvæmt innkaupareglum eigi því að fara í útboð. Þá segir Sveinn óljóst hvort tilætlaður sparnaður við það að hætta við útboð í fyrra hafi náðst. „Mér sýnist miðað við þær greiðsl- ur sem farið hafa í tölvumálin að þær hafi hækkað stórkostlega, en ekki lækkað.“ Sveinn óttast að verið sé að gefa fyrirtækinu stöðu til sjálftöku úr bæjarsjóði. kolbeinn@frettabladid.is Telur tölvuútboð ekki svara kostnaði Bæjarstjóri Akraneskaupstaðar vill frekar semja um tölvuþjónustu bæjarins en að bjóða hana út. Fyrirtækið sem sér um hana er í eigu sonar forseta bæjar- stjórnar. Minnihlutinn segir meirihlutann heykjast á eigin samþykkt um útboð. AKRANES Tekist er á um hvort framlengja eigi samning um tölvuþjónustu bæjarins eða bjóða hana út. Minnihlutinn telur meirihlutann heykjast á samþykkt bæjarráðs um útboð. FRÉTTALBLAÐIÐ/GVA GÍSLI S. EINARSSON SVEINN KRISTINSSON FÓLK Eiríkur Guðnason, sem lét af störfum sem seðlabankastjóri í lok febrúar, er nú snúinn aftur í bankann. Að þessu sinni verður Eirík- ur með starfsaðstöðu í skjalasafni Seðlabankans í Einholti þar sem hann hefur fengið skrifstofu til afnota. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hyggst Eirík- ur flokka skjöl frá bankastjóraferli sínum í bankanum. Eiríkur þekk- ir sögu Seðlabankans vel enda hóf hann störf þar fyrir fjórum áratug- um og var bankastjóri í fimmtán ár, eða frá 1994 til ársins í ár eins og áður segir. Eiríkur Guðnason fær aðstöðuna í Einholti aðeins tímabundið á meðan hann gengur frá og flokkar eigin skjöl. Í svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórinn fyrrverandi vinni þetta starf í samráði við bank- ann og án þess að fá greidda fyrir það sérstaka þóknun. Eiríkur lét af störfum í Seðla- bankanum gegn eigin vilja eins og fram hefur komið. Í febrúar sagði hann meðal annars í bréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra að yfirlýsing hennar um skipulagsbreytingar í bankanum væri „furðuleg“ og miklum tíma vikurnar þar á undan hefði verið „eytt í óþarfa“ í stað þess að sinna brýnum verkefnum. - gar Seðlabankastjóri sem látinn var víkja snýr aftur í bankann eftir nokkra fjarveru: Fær skrifstofu til að flokka skjöl sín EIRÍKUR GUÐNASON Flokkar nú og gengur frá skjölum frá fimmtán ára ferli sem seðlabankastjóri. Myndin er frá árinu 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LJUBLJANA, AP Stjórnvöld í Slóven- íu og Króatíu hafa samþykkt að átján ára löng landamæradeila ríkjanna muni ekki lengur hafa áhrif á aðildarviðræður Króata við Evrópusambandið. Þetta var tilkynnt eftir fund forsætisráð- herra ríkjanna, Borut Pahor og Jadranka Kosor, í gær. Slóvenía, sem á aðild að Evrópu sambandinu, hefur stað- ið í vegi fyrir aðildarviðræðum Króata vegna landamæra- deilunnar. Króatía hefur samþykkt að krefjast ekki yfirráða yfir land- svæði sem þjóðirnar hafa deilt um meðan á aðildarviðræðunum stendur. - kg Fundur forsætisráðherra: Láta af and- stöðu við aðild- arviðræður LÖGREGLUMÁL Vegna mikillar fjölgunar innbrota að undan- förnu hvetur ríkislögreglustjóri almenning til að huga vandlega að öryggi heimila sinna og gera viðeigandi ráðstafanir til að torvelda innbrot. Ríkislögreglustjóri minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Mikilvæg forvörn felst í sam- vinnu og samheldni fólksins í landinu. Hið sama gildir um eigendur og stjórnendur fyrirtækja. Alls hafa 25 manns verið handteknir vegna rannsókn- arinnar en fólkið er allt af erlendum uppruna. - jss Ríkislögreglustjóri: Fólk hugi að örygggi heimila Ert þú fylgjandi fyrirhuguðum breytingum á Ingólfstorgi? Já 16,9% Nei 83,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Veldur plássleysi í íslenskum fangelsum þér áhyggjum? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN EFNAHAGSMÁL Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,45 prósent í gær í kjölfar þess að tilkynnt var um að Norður- ál hefði náð samningi við þrjá erlenda banka um fjármögnun álversins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu frá Norðuráli er um bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING að ræða. Áætlað er að álframleiðsla hefjist í Helguvík síðla árs 2011. Framleiðslugeta fyrsta áfanga álversins á að vera 90 þúsund tonn á ári en fullbyggt álver á að geta framleitt 360 þúsund tonn á ári. - kh Norðurál í Helguvík: Þrír erlendir bankar fjár- magna álverið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.