Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 18
á amerískum dögum greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR H elgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota, kallar ný saksóknaraembætti til að rannsaka og ákæra menn grunaða um lögbrot „ambögu“ og „skipulagslega órökrétt“ og lýsir vantrú sinni á það fyrirkomulag að stofna og styrkja myndarlega ný saksóknaraembætti: það valdi skörun á viðfangsefnum og rugli í rannsóknum á sakamálum. Gagnrýni Helga er málefnaleg: það er ekki trúverðugt að á sama tíma og skorið sé „myndarlega“ niður í rannsóknardeildum efnahagsbrota sé hlaupið til og fjármunum ausið í sérstaka saksóknara. Á sama tíma og rannsóknarefni í efnahagsbrotum hjá emb- ætti Helga hafi á þremur mánuðum aukist um 40 prósent, ræði embættismenn í alvöru að skera enn frekar niður fjárveitingar til embættis hans. Helgi er að vinna vinnuna sína. Hann kemur gagnrýni sinni fram á opinberum vettvangi, en hætt er við að stjórnkerfið kunni því framtaki miður vel. Og í vikunni, þegar afkastamikil erlend glæpagengi komast undir manna hendur, heyrast örvæntingaróp úr fangelsunum; þau eru gamaldags, þau bjóða upp á sáralitla von til betrunar, þau eru yfirfull og langir biðlistar dæmdra manna liggja fyrir. Meðferðarúrræði eru í boði og nýtast dæmdum mönnum sem leita eftir þeim, en verstir eru biðlistarnir; dæmdir menn verða að bíða og bíða eftir fullnustu dómsins, sumir snúa til betri vegar en eiga dóminn eftir, aðrir bæta bara við brotaskrána meðan þeir eru úti. Á sama tíma eru lögreglumenn að gefast upp á viðamiklum skyldum sínum. Þar hefur stjórnvaldið komið málum svo fyrir að lögreglan er ekki lengur fær um að sinna verkefnum sínum, jafnvel þótt allir þeir lögreglumenn sem sinni skrifstofuvinnu séu munstraðir á vaktir. Svo er komið í dóms- og löggæslumálum lýðveldisins að við höfum ekki lengur efni á lögum og rétti. Þetta ástand er merkilegur áfangi þroska fyrir hinn stóra kristilega borgaraflokk á Íslandi sem hefur lengst allra starfandi stjórnmálaflokka haft lög og rétt í hávegum. Sjá, hér eru afrek okkar. Og ekki síður fyrir alla þá kjósendur sem hafa fylkt sér um Sjálfstæðisflokkinn, sumir hverjir alla sína kjörréttartíð; þetta gátum við – því á endanum bera kjósendur ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra verkum eða verkleysi. Bananalýðveldið Ísland, hrávöruframleiðandinn, er komið að fótum fram réttarfarslega – seinagangur dóms- og réttarkerfisins minnir mest á ríki, liðin og starfandi, sem okkur þykir fjarstæða að líkjast. Er nema von að dauf sé sú von almennings að skipulagt rán fyrir opnum tjöldum á eigum annarra sem hefur fest þjóðina alla í skuldafestar fái nokkurn tíma þá rannsókn og meðferð sem þarf, þannig að brotamenn taki út hegningu sína með lögformlegum hætti? Þeir munu sitja uppi, sekir eða saklausir, alla ævi sína með sök að allra dómi eftir hrakfarir þessara sögulegu tíma. Lög og réttur eru bara lúxus. Grunur, rannsókn, dómur og typt PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Umræður um kostnaðar-greiðslur Landsvirkjun-ar til sveitarfélaga sem liggja að Þjórsá hafa verið sérkennilegar í meira lagi. Þær sýna vel hvernig ómálefna- legar umræður geta leitt menn í blindgötu. Óumdeilt er að sveitarfélög hafa mikinn kostnað af skipulagsvinnu þegar stórfyrirtæki á borð við Landsvirkjun hafa hug á fram- kvæmdum. Spurningin er: Hver á að bera þann kostnað. Vel má vera að gildandi laga- ákvæði séu að einhverju leyti óskýr um þetta efni. Ekki verður þó séð að þau girði fyrir að þeir sem áhuga hafa á stórframkvæmd- um greiði fyrir kostnað sem fellur utan við almenna skipulagsvinnu í viðkomandi sveitarfélögum. Pólitískir and- stæðingar virkj- ana í neðri hluta Þjórsár hafa hins vegar snúið umræðunni á þann veg að látið er í veðri vaka að slíkar kostnaðar- greiðslur jafnist á við mútur. Til- gangurinn er trúlega tvíþættur; annars vegar að grafa undan trausti og hins vegar að búa til tafaleiki í stjórnkerfinu. Hin hliðin á þessum óábyrga málflutningi er sú að almenn- ir útsvarsgreiðendur verða þá að standa undir þeim aukakostnaði sem af slíkum framkvæmdum hljótast. Það er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Engin sanngirni er í öðru en að orkufyrirtækin greiði allan kostn- að sveitarfélaga af þessu tagi. Þó að þessar greiðslur séu ekki hátt hlut- fall af virkjanakostnaði væri óskyn- samlegt að leysa fyrirtækin undan þeirri byrði. Það er í þágu náttúruverndar að allur kostnaður við virkjanir komi fram hjá orkufyrirtækjunum sjálfum. Það er forsenda fyrir því að unnt sé að meta kostnað á móti ávinningi. Í alla staði er eðlilegra að þessi kostnaður lendi á kaupendum raforkunnar en skattgreiðendum. Verndun og nýting náttúru- auðlindanna er mikil jafnvægis- list. Sú umræða þarf að fara fram með gildum rökum á báða bóga. Í þessu tilviki hefur verið þyrlað upp moldryki til að villa mönnum sýn. Það skaðar heilbrigða umræðu. Hver á að borga brúsann? Við myndun núverandi ríkis-stjórnar í febrúar voru skipaðir tveir ráðherrar utan við þingflokka rík- isstjórnarinnar. Þó að utanþings- ráðherrar hafi áður setið í ríkis- stjórnum var þetta nýmæli að því leyti að hvorugur þessara ráðherra virtist hafa virk pólitísk tengsl eða sérstakt bakland í samfélaginu. Hefur þetta gefist vel eða illa? Segja má að reynslan sé ekki slæm. Hitt verður heldur ekki sagt að þessi skipan mála hafi orðið til bóta. Um allar pólitískar ákvarðanir sem einhverju skipta eru þessir ráðherrar háðir ákvörð- unum stjórnarflokkanna. Í reynd sýnast þeir því vera eins konar millistig milli stjórnmálamanna og embættismanna. Skipun utanþingsráðherranna hefur um leið dregið athygli að þeim veruleika að með fjölgun ráð- herra við ríkisstjórnarborðið hefur þeim fækkað sem hafa þar raun- veruleg pólitísk áhrif. Þetta hefur verið að gerast á tveimur áratug- um og einu gildir hvaða flokkar eiga í hlut. Í sumum ríkisstjórnum síð- ustu ára hafa einungis flokksfor- mennirnir verið með raunverulegt áhrifavald ráðherra. Í núverandi stjórn sýnast bæði heilbrigðisráð- herrann og utanríkisráðherrann fylla þennan flokk. Það þýðir að átta ráðherrar standa utan við hann. Af þessari þróun má draga þá ályktun að tími sé kominn á rót- tæka uppstokkun á skipulagi stjórnarráðsins. Vel gæti farið á því að ákveða í stjórnarskrá að ráðherr- ar gætu ekki verið fleiri en átta og ekki færri en fjórir. ÁHRIFAVALD OG ÁHRIFALEYSI Dómsmálaráðherra kall-aði í vikunni eftir þver-pólitísku samstarfi um fjármál ráðuneytisins. Þetta ákall varpar ljósi á þá stað- reynd að ríkisstjórnin hefur enn ekki komið neinu af stærri málum sínum fram án meiri eða minni aðstoðar utan frá. Ástæðan er ekki tæpur meiri- hluti. Miklu fremur innbyrðis veikleikar af ýmsum toga. Við slíkar aðstæður eiga stjórnar- andstöðuflokkar yfirleitt tveggja kosta völ: Annar er sá að láta stjórnarflokkana engjast í klíp- unni. Hinn er sá að nota tækifær- ið til að ná áhrifum og knýja fram breytingar á stjórnarstefnunni. Báðir þessir kostir geta verið fyllilega málefnalegir. Sjálfstæð- isflokkurinn notaði fyrri kostinn í stjórnarskrármálinu með árangri. Hann notaði síðari kostinn í Icesa- ve-málinu og styrkti stöðu sína til muna. Í því máli tapaði Framsókn- arflokkurinn hins vegar frum- kvæðisstöðu fyrir þá sök að hann var ekki tilbúinn að semja þegar árangur lá á borðinu. Hvorn kostinn velja stjórnar- andstöðuflokkarnir þegar þeir svara kalli dómsmálaráðherr- ans? Hér verður engum getum að því leitt. Svari þeir jákvætt hljóta þeir að gera kröfur um aðild að ríkisfjármálastefnunni í heild. Með því gætu þeir komið sér í þá stöðu að gera hvort tveggja í senn að sýna ábyrgð og hafa áhrif. Komi sú staða upp eru aftur á móti allar líkur á að formenn stjórnarflokkanna taki fram fyrir hendurnar á dómsmála- ráðherranum og segi: Hingað og ekki lengra. Niðurstaðan er sú að útspil dómsmálaráðherrans hefur í raun ekkert pólitískt gildi. Það er í besta falli veikburða tilraun til að fá frest á að horfast í augu við raunveruleikann. Það sýnir líka hversu mikilvægt er að ráð- herrar hafi marktækt pólitískt umboð. Hvenær á að semja? ÞORSTEINN PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.