Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 76
44 12. september 2009 LAUGARDAGUR Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag kl. 16 kvikmynd Óskars Gíslasonar: Björgunarafrekið við Látrabjarg. Hinn 9. apríl sl. voru liðin 60 ár frá frumsýningu heimildarmyndar Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. desember 1947. Sjaldan hefur verið unnið annað eins björgunarafrek og þarna er lýst og ekki má vanmeta afrek kvikmyndagerðarmannsins sem kom því á filmu. Aðdragandinn að myndgerðinni var sá að einn heima- manna á Vestfjörðum hafði sam- band við Óskar, eftir strand Dhoons við Látrabjarg, og stakk upp á því að björgunarafrekið yrði sett á svið og kvikmyndað. Það var svo ári síðar, í lok nóv- ember, að sviðssetningin fór fram í Kollsvík vestra. Meðan tökur stóðu yfir bárust boð um að raunverulegt strand hefði orðið undir Hafnarmúla í Örlygshöfn. Þar hafði strandað, í aftakaveðri, breski togarinn Sargon. Tóku menn upp tæki sín og hröð- uðu sér til Patreksfjarðar þar sem þeim tókst að bjarga sex mönnum af áhöfn togarans en ellefu fórust. Munu þeir sem létust hafa króknað úr kulda. Þannig bar það til að kvikmynd Óskars varð jafn raunveruleg og raun ber vitni því ekki var um svið- setningar að ræða á þeim atriðum sem sýna sjálfa björgunina. Myndin er nú sýnd í tengslum við sýningu í Hafnarborg sem helguð er hafinu. Með myndinni er sýnt gam- alt viðtal Erlends Sveinssonar við stjórnandann, Óskar Gíslason. Sýn- ingar eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Húsið verður opnað ca hálftíma fyrir sýningu. - pbb Björgunarafrekið við Látrabjarg sýnt KVIKMYNDIR Óskar Gíslason kvik- myndagerðarmaður vann afrek er hann festi strand og björgun á filmu 1949. Í dag verður verður ljós- myndasýningin Óþekkt augnablik opnuð í Þjóð- minjasafni Íslands. Sýning- in er greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu 1900-1960 úr Ljósmynda- safni Íslands í Þjóðminja- safni. Leitað er aðstoðar safngesta við greiningu myndefnis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ljósmynda- safnið leitar til almennings eftir hjálp við greiningu á óþekktum minnum í hinu mikla safni ljósmynda sem þar er geymt. Hafa á fyrri leitarsýningum komið fram mikilvægar upplýsingar um myndefni, menn, staði og tíma sem fest hafa verið á mynd. Í hundrað ár hefur Þjóðminja- safn Íslands safnað ljósmyndum. Söfnunin hefur haldist í hend- ur við þróun ljósmyndunar. Ljós- myndir eru samofnar lífi eigand- ans, eins konar minningabanki sem hann leitar í. Fólk lætur ljós- myndir ekki af hendi fyrr en þær missa gildi sitt. Þannig voru það fyrst brúntóna harðspjaldamynd- ir af uppstilltu fólki í sínu fínasta pússi sem bárust safninu til varð- veislu. Seinna bættust í sarpinn myndir af bæjum til sveita, götum þorpa, af fólki að störfum úti og inni og íslensku landslagi með sínum fossum og fjöllum. Eftir að atvinnumenn hættu að sitja einir að myndatökum og fólk fór sjálft að skapa sér eigin myndasöfn fóru litlar skyndimyndir að ber- ast. Vinafólkið á ferðalagi, nesti snætt í laut, daglegt líf fjölskyld- unnar heima og heiman. Það líður langt frá myndatökunni og þar til mynd verður að safngrip og því er enn lítið af litmyndum í safninu og enn lengra í land þar til símamynd- ir samtímans munu berast ef þær hverfa ekki bara við endurnýjun farsímans. Stærsti hluti myndasafnanna eru samt ekki pappírsmyndir heldur glerplötur og filmur frá atvinnu- og áhugamönnum. Á þessari sýn- ingu er brugðið upp myndum úr sex slíkum filmusöfnum. Þeim er ætlað að sýna þverskurð af viðfangsefn- um ljósmyndaranna og sýna þróun íslensks samfélags á þeirri rúmu hálfu öld sem þær spanna. Jafn- framt eru þær gestaþraut þar sem leitað er í smiðju safngesta um þekkingu á því sem myndirnar sýna. Hvar eru myndirnar teknar? Hvaða fólk er á þeim? Í tengslum við sýninguna verður opnað sérstakt vefsvæði á heima- síðu Þjóðminjasafnsins. Þar verður hægt að skoða myndirnar og geta gestir skráð athugasemdir við þær ef þeir þekkja til fólks eða staða á myndunum. Farið verður síðan yfir upplýsingarnar og þær skráð- ar í gagnagrunn safnsins. Upplýs- ingar sem safnast með þessum hætti eru safninu einkar mikil- vægar því þær setja nafnlausar myndir í nýtt samhengi og segja sögur sem annars hefðu fallið í gleymskunnar dá. - pbb Óþekkt augnablik loks skilin LJÓSMYNDIR Ein þeirra mynda sem menn kunna ekki skil á en almenningur er hvattur til að greina. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 12. september 2009 ➜ Tónleikar 22.00 Bravó bítlarnir verða á Græna Hattinum við Hafnarstræti 96 á Akur- eyri. Gestasöngvarar verða Ari Jónsson og Brynleifur Hallsson. Húsið verður opnað kl. 21. 22.00 Sólstafir og XIII verða með tón- leika á Sódómu Reykjavík við Tryggva- götu. ➜ Opnanir 14.00 Sigurlín M. Grétarsdóttir opnar sýninguna „Tilbrigði/Variations“ í Safnahúsinu á Húsavík við Stóragarð 17. Opið virka dag kl. 10-17. 16.00 Á Kjarvalsstöðum við Flóka- götu, opnar sýningin „Blik“ þar sem sýnd verða verk átta íslenskra lista- manna í anda Op-listastefnunar. Opið alla daga kl.10-17. 18.00 Á 1. hæð í Kringlunni opna Flikkrurnar ljós- myndasýninguna „Kven- leiki og Karlmennska“ þar sem sýndar verða myndir eftir 56 konur. Sýningin verður opin á opnunartíma verslana. ➜ Sirkus 15.00 Sirkus Baldoni verður með sýningu í Íþróttahúsi Sauðárkróks við Skagfirðingabraut. ➜ Sýningar Jón Adolf Steinólfsson hefur opnað sýningu á Gallerý listatorgi við Vitatorg í Sandgerði. Sýningin er opin daglega kl. 13-17. Elsa Björg Magnúsdóttir hefur opnað ljósmyndasýningu í Mokkakaffi við Skólavörðustíg 3a. Opið daglega kl. 9- 18.30. ➜ Síðustu Forvöð Ástralski listamaðurinn Michael Galovic hefur sett upp sýningu á íkonamyndum í Háteigskirkju við Háteigsveg. Sýningin er opin milli kl. 12-18 og henni lýkur á sunnudag. ➜ Kvikmyndir Kvikmyndaklúbburinn Græna ljósið sýnir allar fimm myndirnar sem hafa hlotið tilnefningu til Kvikmyndaverð- launa Norðurlandaráðs í ár. Dagskrá og miðasala á midi.is. Samtök hernaðarandstæðinga og Vantrú efna til sýningar á heimildar- myndinni „Mótmælandi Íslands“ eftir Þóru Fjeldsted og Jón Karl Helgason. Sýningin fer fram í Friðarhúsi við Njáls- götu 87 kl. 15 og aðgangur er ókeypis. ➜ Dansleikir Geirmundur Valtýsson og hljómsveit verða á Kringlukránni, Kringlunni 4-12. Kamui verða á Nasa við Austurvöll. Trukkakvöld Dóra Tjakks fer fram á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind 6 á Kópavogi. Sixties spila fyrir dansi. Hljómsveitin MONO verður á Útlagan- um á Flúðum. Sunnudagur 13. september 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Friðrik Vignir Stefánsson org- anisti heldur tónleika í Hjallakirkju við Álfaheiði í Kópavogi þar sem á efnis- skránni verða verk eftir meðal annars Fanny og Felix Mendelssohn, Bach og Händel. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Baggalútur verður með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. ➜ Sirkus 15.00 Sirkus Baldoni verður með sýn- ingu í KA-húsinu á Akureyri. ➜ Kvikmyndir MÍR (Menningartengsl Íslands og Rúss- lands) sýnir pólsku kvikmyndina „Kanal“ eftir Andrzej Wajda í MÍR-salnum að Hverfisgötu 105 kl. 15. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður að Stang- arhyl 4 kl. 20-23. Danshljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. ➜ Dans Í tilefni af 20 ára afmæli Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður opið hús í nýju kennslu- húsnæði dansskólans í Valsheimilinu að Hlíðarenda milli kl. 15 og 17. ➜ Listamannaspjall 15.00 Valgerður Hauksdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína „Átt- leysur“ í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga kl. 13-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Í Gallerí Crymogæa stendur nú yfir sýning listamannsins Styrm- is Arnar Guðmundssonar á verk- um úr nýútkominni bók hans, Stafrófi glæpamanna. Bókin, sem er lokaverkefni Styrmis Arnar úr Gerrit Rietveld-listaháskólanum í Amsterdam, inniheldur tuttugu og sex teikningar og ljóð. „Fyrirmyndin er barnabók sem kennir stafrófið með mynd- um. Mér fannst hugmyndin að flokka glæpamenn niður eftir stafrófi vera skemmtileg og á sama tíma er ég að fanga hið ljóta sem blundar í mannkyninu en á saklausan og einfaldan hátt,“ segir Styrmir Örn sem sá sjálfur um að fjármagna útgáfu bókar- innar sem kemur út í sjö hundr- uð og fimmtíu eintökum. Mynd- irnar og ljóðin í bókinni fjalla um brennuvarg, eiturlyfjasala og þjóf og eru ljóðin eftir Baldvin Þór Magnússon. Aðspurður segir Styrmir Örn bókaformið vera hentugt form til að miðla myndlist og útilok- ar ekki að hann muni nýta sér þetta tiltekna form aftur í fram- tíðinni. Hann vinnur nú að list sinn í Amsterdam. „Ég hef alltaf mjög gaman af því að koma heim og sýna hér. En sem nýútskrifað- ur myndlistamaður þá finnst mér meira heillandi að vera á megin- landinu þar sem tækifærin eru fleiri en hér.“ Hægt er að nálgast eintak af Stafrófi glæpamanna í Gallerí Crymogæa. - sm Bók um stafróf glæpamanna FÉKK HUGMYNDINA FRÁ BARNABÓK Bókin er lokaverkefni Styrmis frá Gerrit Rietveld-listaháskólanum í Amsterdam. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast. Skraut- og listmunaviðgerðir Geri hluti eins og nýja (úr hvaða efni sem er) Jón Vilhjálmsson Sími 690-8069 Geymið auglýsinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.