Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 42
„Leikritið fjallar um lítinn strák
sem heitir Björn og vaknar við
það að vera með horn á hausnum.
Hann reynir ásamt vinkonu sinni,
Jórunni, að komast að því hvern-
ig hann geti losnað við hornin og
á meðan þau glíma við þessa gátu
lenda þau í ýmsum ævintýrum og
leysa ýmsar þrautir.“ Þannig lýsir
Bergur Þór Ingólfsson barnaleik-
ritinu Horn á höfði sem frumsýnt
verður sunnudaginn 13. september
klukkan 14 í Grindavík. Það er
Grindvíska atvinnuleikhúsið,
GRAL, sem stendur að uppsetn-
ingunni.
Bergur Þór leikstýrir verkinu,
sem hann skrifaði ásamt Guðmundi
Brynjólfssyni. „Hugmyndin vakn-
aði út frá merki Grindavíkur en
á því eru tveir hafrar með horn
á hausnum. Landnámsmaður í
Grindavík hét Hafurbjörn en
strákurinn
í leikritinu
heitir Björn
og Hafur-
björn er snúinn aftur í honum,“
útskýrir Bergur.
Þrír leikarar leika í stykkinu;
Víðir Guðmundsson, Sólveig Guð-
mundsdóttir og Sveinn Ólafur
Gunnarsson.
„Svo hefur Villi naglbítur samið
tónlist sem við höfum gefið út á
geisladisk og Eva Vala Guðjóns-
dóttir sér um leikmyndina og bún-
ingana,“ segir Bergur, sem stofn-
aði GRAL-leikhópinn í fyrra.
Upphaf leikhópsins má rekja til
létts gríns milli Bergs Þórs og
Víðis Guðmundssonar. „Við
erum báðir frá Grindavík
og ákváðum að stofna Félag
grindvískra atvinnuleikara
þar sem við vorum einu félag-
arnir. Við bjuggum til
nafnið GRAL og svo
vatt þetta upp á sig og
við enduðum á að búa til
atvinnuleikhús í Grinda-
vík, með stuðningi góðra
vina,“ segir Bergur glað-
lega.
Starfsemin hefur
gengið vonum framar.
Til dæmis var GRAL-
leikhópurinn tilnefndur
í fyrra, á fyrsta starfsári
sínu, til Grímuverðlauna
fyrir leikrit sitt, 21 manns
saknað. Þess má geta
að það verður sýnt í
vetur í Landnámssetrinu í Borgar-
nesi.
Bergur segir leikhópinn hafa
fengið góðan stuðning frá Grinda-
víkurbæ en Horn á höfði er sett
upp í samstarfi við bæjaryfir-
völd, með stuðningi frá Menningar-
sjóði Suðurnesja, menntamála-
ráðuneytinu og listamannalaunum.
Horn á höfði verður sýnt um
hverja helgi. Hægt er að panta miða
á www.midi.is, með því að senda
póst á grindviska.gral@gmail.com
eða hreinlega með því að hringja í
síma 823-5477. solveig@frettabladid.is
Vaknaði með horn á höfði
Grindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL, frumsýnir á morgun nýtt barnaleikrit í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Það fjallar um ungan dreng
sem vaknar með horn á höfði og baráttu hans við að losna við þau. Þetta er annað starfsár GRAL, sem tilnefnt var til Grímuverðlauna í fyrra.
Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og handritshöfundur í Grindvíska atvinnu-
leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Keppnin snýst um að útbúa
tvær kökur sem verða að inni-
halda Kahlua-líkjör og Puratos-
bökunarvörur.
Kahlua á Íslandi mun útvega
keppendum öskju af Kahlua til
að þróa kökuna og Puratos mun
bjóða keppendum valdar vörur á
sérkjörum.
Dómnefnd mun dæma fram-
lag hvers keppanda og er hún
skipuð fimm sérvöldum sæl-
kerum en Hafliði Ragnarsson
„chocolatier“ er yfirdómari.
Gyllti salurinn verður opnaður
almenningi klukkan 15 og gefst
þá færi á að smakka kökurnar
áður en úrslitin eru kynnt. Kakan
sem ber sigur úr býtum mun
hljóta titilinn „Kahlua-kaka ársins
2009“. Glæsileg verðlaun verða
veitt fyrir þrjú efstu sætin; meðal
annars utanlandsferð, gjafabréf
á veitingastaðinn Silfur og gjafa-
körfur.
Skráningu skal skila á netfang-
ið johannes@isam.is í síðasta
lagi 15. september næst-
komandi.
Keppt í kökugerð
ÍSLENSK-AMERÍSKA EFNIR TIL
KÖKUGERÐARKEPPNI SEM HALDIN
VERÐUR Í GYLLTA SAL HÓTEL
BORGAR 26. SEPTEMBER.
Högni Sigþórsson teiknaði
myndir við leiksýninguna.
SKRAPATUNGURÉTT í Austur-Húnavatnssýslu verður haldin
sunnudaginn 20. september. Daginn áður eru hrossin rekin
til byggða og þá um kvöldið verður stóðréttardansleikur. Mikil
upplifun bæði fyrir hestamenn og aðra áhugasama.