Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 34
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Strönd á eyju við Panama Pennar Þorfi nnur Ómarsson, Hólmfríður H Sigrðardóttir Ljósmyndir Fréttablaðið,Þorfi nnur Ómarsson Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@365.is FERÐIN TIL PANAMA P anama er að mörgu leyti skemmti-leg blanda af Rómönsku-Amer-íku og ýmsum einkennum sem við þekkjum frá Bandaríkjun- um. Þjóðtungan er spænska, þó með sér- staklega sterkri mállýsku sem er fullkom- lega óskiljanleg við fyrstu kynni. Íbúar eru þó vanir erlendum hreim og ættu að skilja hefðbundna spænsku. Annars er enska mjög almennt tungumál, mun útbreiddari en í öðrum Mið-Ameríkuríkjum. Reyndar virðast Panamabúar hafa lært ýmsan ósiðinn af Bandaríkjamönnum og minnir margt af því á amerísk áhrif á Íslandi. Þannig ekur efnað fólk um á allt of stórum bílum, aðallega stórum glæsijeppum sem það hefur enga þörf fyrir, ekki frekar en Jón og Gunna í Garðabænum. Þetta verð- ur til þess að þrengja að gangandi vegfar- endum, en lítið tillit er tekið til þeirra sem eru fótgangandi. Auk þess eru Panamabúar tillitslausir í umferðinni og því skal fara með gát, bæði á fæti og í akstri á vegum úti. Veðurblíða og fullkominn sjór Panama nýtur einstakrar veðursældar allt árið um kring. Meðalhitinn rokkar frá 33 upp í 36 stig, þannig að breytingin er nán- ast engin. Lega landsins rétt norðan við mið- baug veldur því að sólargangur er svipaður allt árið og árstíðirnar fjórar þekkjast ekki nema af afspurn. Hins vegar skipta Panamabúar sínum veðrakerfum í tvennt; ýmist er rigningar- tímabil eða ekki. Hið svokallaða rigning- artímabil er frá maí og allt fram í október eða jafnvel nóvember, en þá tekur við tíma- Fjölmiðlamaðurinn góð- kunni Þorfi nnur Ómarsson lagði land undir fót í sumar og hélt ásamt unnustu sinni, Ástrós Gunnarsdóttur, til Panama, þar sem þau dvöldu í nokkra mánuði. Hér segir Þorfi nnur frá landinu fjar- læga sem við Íslendingar þekkjum svo lítið. FRAMHALD Á BLS. 8 Beint flug til Taílands Ævintýrin færast nær Íslendingum 10 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] SEPTEMBER 2009 ferðalög Borgarferðir í haust Spennandi kostir í boði BLS 4 Fyrir þá sem langar að skreppa í rómantíska nótt út fyrir bæinn er Hótel Rangá dásamlegur kostur. Það er við Rangárbakkana þar sem útsýni er fagurt og stjörnur og norðurljós lýsa upp himininn á haust- kvöldum. Hótelið er rómað fyrir frábæra matseld en þar er lögð áhersla á villibráð og íslenskt hráefni með ívafi af skandinavískri matargerð. Herbergin eru öll einkar notaleg og fyrir þá sem vilja eitthvað verulega sérstakt voru búnar til nýjar svítur í vor sem kallast World Pavilion og eru allar innréttaðar á mismunandi hátt til að minna á hinar mismunandi heimsálfur. Í þeim er meðal annars risastór nudd- pottur innan í miðri stofunni til að fullkomna róm- antíkina en hver myndi ekki vilja dreypa á kampa- vínsglasi í notalegu freyðibaði? Heitir pottar eru annars á veröndinni þar sem hægt er að horfa upp í stjörnubjartann himininn. Ekki spillir fyrir að í grennd við Hótel Rangá er hægt að skella sér á hest- bak, spila golf, skella sér í veiði og fara upp á jökul. Sjá nánnar á www.hotelranga.is. - amb RÓMANTÍSKAR HAUSTNÆTUR Hótel Rangá býður upp á glæsilegar nýjar svítur, heita potta á veröndinni og ljúffengar veitingar. Hótel Rangá 2 FERÐALÖG Þ egar Benihana opnaði fyrst í New York á sjöunda áratugnum var japönsk matseld næstum því óþekkt í hinum vestræna heimi. Eins þótti afskaplega merkilegt að upplifa „teppanyaki“-matseldina á staðnum en þá eldar japanskur kokkur matinn á borðinu beint fyrir framan þig. Slíkt kallast „hibachi“-grill en þá er framreitt alls kyns kjötmeti, grænmeti og fiskur sem er marinerað í japönskum sósum og kryddum. Sérstaklega þjálfað- ur kokkur leikur listir sínar fyrir fram- an gesti, sker hráefnið á undursamlegum hraða, skellir því á grillið og svo beint á diskinn, allt með tilheyrandi japönsk- um hrópum og köllum. Benihana opnaði í London á tíunda áratugnum og hefur notið stöðugra vinsælda allar götur síðan. Í London er að finna tvö útibú, í Chelsea- og Piccadilly-hverfinu auk Swiss Cottage en allir staðirnir skarta klassískri jap- anskri hönnun svo að manni líður alveg eins og maður sé staddur í Tókýó. Þess má einnig geta að Benihana hefur verið valinn besti veitingastaður fyrir alla fjöl- skylduna í tvö ár af tímaritinu Time Out í London. Best er að panta borð svo öruggt sé að maður komist að. Nánari upplýsingar er að finna á www.benihana.co.uk. - amb FRÆGASTI JAPANSKI VEITINGASTAÐUR HEIMS? Eldað fyrir framan þig Japanskur kokkur steikir kobe-nautakjöt á grillinu á Benihana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Benihana nýtur gífurlegra vinsælda í London en þar er boðið upp á mat sem er eldaður beint fyrir framan gestina á eldheitu grilli. flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Í Ferðalögum í dag skrifar Þorfinnur Ómars- son stórskemmtilega grein um Panama í Suður- Ameríku en hann og sambýliskona hans, Ástrós Gunnarsdóttir dansari, lögðu land undir fót í vor og hyggjast dvelja í Suður-Ameríku í vetur. Ég dáist afskaplega mikið að því þegar Íslendingar, sem oft eru værukærir og hræddir við að breyta út frá norminu, taka svona snilldarákvarðanir og halda á vit ævintýranna. Vísan hefur margoft verið kveðin um að fylgja ástríðum sínum vegna þess að annars eigi maður alltaf eftir að sjá eftir því. Auðvitað er líka ekki skrýtið að á þessum erfiðu tímum séu margir samlandar mínir sem nenna ekki eða geta ekki verið lengur á Íslandi og sjá betri tækifæri og fleiri ævin- týri handan hafsins. En kreppan hefur ekki stöðvað ferðalöngun Íslendinga. Það kom okkur á Fréttablað- inu á óvart síðustu helgi að birta frétt um að fullbók- að væri í margar ferðir til útlanda og að Íslendingar flykkist í stríðum straumum til útlanda, hvort sem það er í borgarferðir eða langferðir til annarra heims- álfa. Það er greinilega sterkara í okkur að reyna að lyfta okkur upp og breyta um umhverfi en að stynja yfir prísunum. Oft er líka sagt að ógöngur eins og við Íslendingar höfum gengið í gegnum kalli á breytt lífs- viðhorf þar sem fólk endurskoðar gildi sín og tekur jafnvel ákvarðanir sem breyta lífi þess. Sumir skipta um vinnu, aðrir skilja eða eignast börn, og sumir ákveða jafnvel að flytja sig um set, flytja úr landi eða fara í heimsreisu til fjarlægra landa, á staðinn sem þá langaði kannski alltaf að fara á en áttu alltaf eftir. Það er ekkert eins heilnæmt og breytingar, við mann- skepnurnar erum sem betur fer gerðar þannig að við eigum nokkuð auðvelt með að kljást við breytingar, nýtt fólk og nýtt umhverfi. Ég hvet því sem flesta til að hrista aðeins upp í hversdagsleikanum og kíkja á alla þá spennandi kosti sem ferðaskrifstofur og flug- félög eru að veita okkur í haust og vetur. Og fyrir þá sem hafa sem minnst milli handanna er líka alveg dásamlegt að breyta til og skreppa út fyrir borgar- mörkin til að njóta lífsins í faðmi ástvina. Anna Margrét Björnsson skrifar AÐ HALDA Á VIT ÆVINTÝRANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.