Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 36
Malmö – borg garðanna
Malmö liggur á mörkum Dan-
merkur og Svíþjóðar og má segja
að hún bjóði upp á það besta úr
báðum löndum. Úrval-Útsýn er með
þriggja daga pakkaferðir til Malmö
í haust. Flogið er til Kaupmanna-
hafnar á fimmtudegi og aftur heim
á sunnudegi.
Það er auðvelt að finna sér eitt-
hvað til viðurværis í Malmö, sem
er mikil menningar- og mennta-
borg. Sjarmerandi torg, steinlagðar
götur og fjöldinn allur af söfnum og
smáum almenningsgörðum gera það
að verkum að auðvelt er að gleyma
því hvað tímanum líður. Þar er líka
að finna hæstu byggingu Svíþjóð-
ar, Turning Torso, sem arkitektinn
Santiago Calatrava hannaði.
Hallir og herrasetur í Wiesbaden
Hallir og herrasetur eru á meðal
þess sem dást má að á vappi um
götur Wiesbaden. Þangað er Ice-
landair með ferðir í haust en
flogið er til Frankfurt og kemur
fólk sér sjálft með lest eða bíl til
Wiesbaden.
Borgin stendur við Rínarfljót,
skammt vestur af Frankfurt. Þar
eru margir skrúðgarðar og önnur
græn svæði þar sem gaman er að
setjast niður á bekk og fylgjast með
mannlífinu. Þar er líka auðvelt að
seðja hungrið og slökkva þorstann
en í borginni eru fjölmargir fyrsta
flokks veitingastaðir, vínstofur, krár
og gömul kaffihús.
Þröngar götur Sevilla
Fólk í ferðahug ætti að skoða fjög-
urra nátta helgarferðir Heimsferða
til Sevilla, höfuðborgar Andalúsíu-
héraðs.
Sevilla er fögur borg, rík af sögu
og stórfenglegum byggingum, svo
sem Dómkirkjunni með Giralda-
turninn, þriðju stærstu kirkju í
heimi. Í miðborginni og hinum
eldri hlutum borgarinnar er einstök
stemning, þröngar götur, veitinga-
og kaffihús og heillandi torg. Auk
þess er óendanlegt úrval verslana
í borginni.
Gríptu þetta einstaka tækifæri og
smelltu þér í einstaka helgarferð þar
sem tíminn nýtist einstaklega vel, en
flogið er út að morgni fimmtudags
og komið heim að kvöldi mánudags.
Verð á ferðinni er 94.400 krónur á
mann, miðað við gistingu í tvíbýli í
fjórar nætur með morgunverði.
Vodka eða bjór í Varsjá
Hvort sem maður sækist eftir því
að skoða gamlar og fallegar bygg-
ingar eða fara út að drekka vodka
og skemmta sér er gaman að koma
til Varsjár. Tilvalið er að skella sér
þangað í helgarferð á eigin vegum
en Iceland Express flýgur til Var-
sjár á hverjum föstudegi. Í borg-
inni er iðandi mannlíf enda er hún
stærsta borg Póllands en þar búa
um tvær milljónir manna. Vest-
ræn og austræn áhrif blandast í
borginni á skemmtilegan hátt.
Hjarta borgarinnar er að finna
við gamla markaðstorgið. Þar er
gott að tylla sér niður á kaffihúsi og
fylgjast með mannlífinu umkringd-
ur miðaldaarkitektúr á alla kanta.
FJÓRAR GÓÐAR
HAUSTFERÐIR
Þegar sólin tekur að lækka á lofti má treysta því hvar sem er í Evrópu að menn-
ingarlífi ð lifni við. Hér eru fjórar borgir sem tilvalið er að heimsækja.
Forn fegurð Það er gaman að vera í Wiesbaden, hvort sem er fyrir börn eða fullorðna.
Sevilla Iðandi mannlíf er meðal þess sem dregur ferðalanga að borginni. MYND/AFP
Spennandi borg Það er nóg um að vera í Varsjá, bæði að degi til og eftir að kvölda tekur. MYND/AFP
ıwww.itr.is sími 411 5000
Góð
hreyfing
er lykillinn að góðri heilsu