Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 68
36 12. september 2009 LAUGARDAGUR ■ Á uppleið Menning. Nú hefjast frumsýningar leikhúsanna, tónlistarhátíðin Réttir er á næsta leiti og líka kvikmyndahátíðir. Af nógu að taka fyrir menningarþyrsta borgara. Svart, hvítt og rautt. Hin heilaga litaþrenning rokksins er ávallt töff og skýtur glamúr inn í haustið. Mexíkóska lúkkið. Með Fridu Kahlo og eyðimerkurrokki koma mexíkósk mynstur á kápur og skyrtur. Afar svalt. DJ Musician. Skýtur Gusgus ref fyrir rass með flottustu og hressustu teknóplötu ársins, „Sehr gut cocktail“. Bravó! ■ Á niðurleið Mojito kokkteilar. Þessi samsetn- ing er alveg skelfilega tvöþúsundogsjö. Flatbotna skór. Sorrý stelpur, háir hælar eru alveg málið aftur í haust! Birtan. Úpps, hvert fór allt ljósið? Rign- ing og grámóða hafa hvolfst yfir okkur síðustu daga. Skyndikynni. Æ, þetta er eitthvað voðalega sorglegt og þreytt. Náin kynni eru mun skemmtilegri og meira spennandi þegar fólk þekkist vel. Og ekkert samviskubit í morgunsárið. MÆLISTIKAN Hvað tekur þú mörg kíló í bekk- pressu? Ég er alltaf einn í ræktinni þannig að ég veit ekki hvað ég tek mest. Hef hingað til ekki tekið séns- inn á að verða mér til skammar. Hvað gerir þú alltaf með glöðu geði? Stangveiði. Ég er alltaf glað- ur þegar ég fer að veiða. Hvaða frasa ofnotar þú? Ég hef sennilega ofnotað „að vera steikt/ steiktur“. Þetta var svona þriðja hvert orð hjá manni í áttunda bekk. Ég stend mig enn að því að segja: „Hann er alveg steiktur, virkilega El Grillo.“ Besti maturinn? Ég finn guð í steiktum fiski í raspi með pönnu- steiktum lauk, kartöflum og remm- ara. En ógeðslegasti maturinn? Ég hef andstyggð á minestrone-súpu. Fallegasti staður í heimi? Breið- an í Norðurá í Borgarfirði er falleg. Svo eru Þingvellir og Ásbyrgi ekk- ert slor. Ég er alltaf svolítið hrifinn af tæru vatni þar sem sést vel niður á botninn, en það má einmitt finna á öllum þessum stöðum. Hvernig væri draumahelgin? Eftir að hafa unnið Popppunkt 2009 myndi ég, kærastan mín og stórvinahópurinn fara í veiðiferð á alla bestu veiðistaði Borgarfjarð- ar og borða saman steiktan fisk í raspi. Hvar ætlar þú að eyða elliárun- um? Ég væri til í að njóta elliáranna í golfi á Flórída. Ég væri alveg til í að ferðast bara um allt á golfbíl. Hvernig myndir þú lita á þér hárið ef þú værir neyddur til? Ég held ég svari þessu með annarri spurningu. Hver myndi neyða mig til að lita á mér hárið en hafa enga skoðun á lit? Hvað veitir þér innblástur? Frá- bær tónlist og tónlistarmenn, hvers- dagshetjur og ofurhetjur, vinir og vandamenn. Hver er besta hljómsveit allra tíma? Jeff Who? (við hljótum að gera einhverja snilld í framtíðinni). Hver fær þig til að veltast um af hlátri? Sá sem er nægilega fynd- inn. Hvenær gréstu síðast? Ég held það hafi verið um jólin í hittifyrra. Þá hafði ég keypt mér Matador- spil á Þorláksmessu, því ég hélt að enginn myndi gefa mér það. Á aðfangadag kom Fróði, vinur minn, með pakka til mín og blasti þá við honum splunkunýtt Matadorspil- ið á borðinu. Hans pakki var alveg eins í laginu og Matadorspilið mitt. Honum tókst að leyna vonbrigðun- um framan af en þegar á leið var þetta orðið nokkuð augljóst. Þegar ég áttaði mig á af hverju hann var svona skúffaður fór ég að hlæja, svo fór hann að hlæja og þá grét ég úr hlátri. Endir. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Uss, ég vil ekki segja það. Hvað heldur fyrir þér vöku? Það er fátítt að eitthvað haldi fyrir mér vöku. Kannski helst ef ég er virki- lega spenntur fyrir einhverju eða hef drukkið of mikið kaffi að kveldi til. Hverju í fortíð þinni myndir þú breyta ef þú gætir? Ef þetta er svona mórölsk spurning, þá held ég að ég myndi ekki breyta neinu. Ef þetta er svona tæknilegs eðlis, myndi ég bíða þar til ég væri orð- inn eldgamall og breyta svo öllu í minni fortíð. Eftirlætis sjónvarpsefnið? Það eru hið breska Office og hið danska Klovn. Besta kvikmyndin? Anvil: The story of Anvil og The Big Lebowksi – oooooog Point Break að sjálf- sögðu. Að hverju viltu spyrja andann í glasinu? Getur þú veitt einhverjar óskir? Hvað er næst á döfinni? Jeff Who? er að keppa til úrslita í Popp- punkti 2009, þann 18. september, í beinni útsendingu. Það verður strembið en spennó. Svo erum við að spila á styrktartónleikum fyrir Alexöndru Líf á mánudaginn. Í lok mánaðarins spilum við svo í sjón- varpsstyrktarsöfnun „Á rás fyrir Grensás“. Það er annars ekkert á döfinni hjá mér persónulega, nema kannski að kaupa Pop Tarts á amer- ískum dögum í Hagkaup. Finnur guð í steiktum fiski Botnlaus popp- og rokkþekking bassaleikarans Elísar Péturssonar kom hljómsveit hans, Jeff Who, í úrslitaþáttinn í Popppunkti. Í undanúrslitaþættinum sýndi hann líka óvænt kraftajötnatilþrif þegar hann lyfti 149 kílóum á poppvigtinni. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir vildi komast að fleiri leyndarmálum um poppheilann geðþekka og fékk hann í þriðju gráðu yfirheyrslu. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Elís Pétursson FÆÐINGARÁR OG STJÖRNU- MERKI: 1980, hrútur. LÍFSFERILLINN Í HNOTSKURN: Þetta svona byrjaði frekar hægt, en held að það sé eitt- hvað að fara að gerast bráðum. Annars bara nokkuð fínn. ELLI Í JEFF WHO Ella þykir gaman að veiða fisk og finnst fátt betra en að steikja hann með lauk, kartöflum og remmara. Hann vill samt alls ekki fá minestrone-súpu í forrétt. Hann hefur andstyggð á þeim mat. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA áð- Í tilefni af Vísindavöku 2009 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Vísindin í daglegu lífi “ Myndum skal skilað fyrir 16. september til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 25. september 2009. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Vísindavaka 2009 Skilafrestur er til 16. sept. 2009 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.