Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. september 2009 UMRÆÐAN Jón Þór Ólafsson svarar grein Jónínu Michaelsdóttur Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raun- in er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (fai- led states). Ríkið réttlætir sína ein- okun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um van- traust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washing- ton: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsyn- legt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæð- ar sveitir vopnaðra manna (militi- as) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegr- ar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borg- ararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætis- vitund og lög Vesturlanda. Fyrri rík- isstjórnir sváfu á verð- inum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spil- uðu stærstu svikamyllu Íslands- sögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparn- ir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvit- und borgaranna er ítrekað misboð- ið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari. Meðan ríkið sefur JÓN ÞÓR ÓLAFSSON UMRÆÐAN Elvar Örn Arason skrifar um alþjóðamál Á undanförnum áratugum hefur svæðisbundið samstarf ríkja farið ört vaxandi um víða ver- öld. Í flestum tilfellum eru það nágrannaþjóðir með náin menn- ingarleg, söguleg og viðskipta- leg tengsl sem koma á fót svæð- isbundnu samstarfi. Fyrir utan Evrópusambandið eru NAFTA í Norður-Ameríku, ASEAN í Suð- austur-Asíu og Mercosur í Suður- Ameríku þekktustu dæmin um ríkjasamstarf. Ein helsta skýringin er talin vera hnattvæðingin, sem hefur haft í för með sér aukin viðskipta- tengsl og samskipti á milli sam- félaga og hagkerfa heimsins. Oft er talað um að heimurinn sé að minnka, þar sem atburðir í fjar- lægum löndum geta haft víðtæk áhrif hinum megin á hnettinum. Ein frétt sem berst á örskotsstund heiminn á enda getur haft áhrif á ímynd og orðstír Íslands. Önnur skýring á þessari þróun er svo- kölluð dómínóáhrif, sem lýsa sér þannig að þegar nokkur ríki taka sig saman og hefja samstarf með það að leiðarljósi að styrkja efna- hagslega stöðu sína eru önnur ríki knúin til að gera slíkt hið sama. Marghliða viðskiptaviðræður á vettvangi alþjóðlegra stofnanna á borð við Alþjóðaviðskiptastofn- unina (WTO) hafa enn frekar ýtt undir þessa þróun. Enn aðrir telja að hnattvæðingin hafi getið af sér nýtt alþjóðakerfi, þar sem fjöl- margir aðrir gerendur en þjóð- ríkin hafi komið fram á sjónar- sviðið. Því má líta á svæðisbundið samstarf ríkja sem viðbrögð við flóknu samspili sem á sér stað milli þjóðríkja, alþjóðastofnana, félagasamtaka og fjölþjóðafyrir- tækja. ESB hefur gengið lengra í stjórnmálalegri og efnahags- legri samvinnu en áður hefur þekkst. Þessa þróun verður einn- ig að skoða í samhengi við þær breytingar sem átt hafa sér stað á umliðnum árum með auknu flæði hugmynda, fólks, vöru og fjármagns. Afleiðingar hnatt- væðingarinnar eru ekki að öllu leyti jákvæðar. Nýjar ógnir eins og loftlagsbreytingar, smitsóttir og alþjóðleg glæpastarfsemi þekkja engin landamæri og alþjóðleg samvinna er eina leið rík- isstjórna til að vinna bug á þeim. Alþjóð- lega fjármála- kreppan er nýlegt dæmi um hversu berskjölduð ríki eru gagnvart frjálsu flæði fjármagns milli landamæra. Í hnattvæddum heimi eru alþjóðamál heimamál og öfugt. Ríkin þurfa oft á tíðum að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi til að ná árangri innanlands. Með inngöngu í ESB afsala ríkin sér hluta af fullveldi sínu til yfir- þjóðlegra stofnana sambands- ins en á móti fá þau aukna hlut- deild og vægi á alþjóðavettvangi. Í mörgum tilfellum veitir alþjóð- leg samvinna smáríkjum efna- hagslegt og pólitískt skjól fyrir neikvæðum áhrifum hnattvæð- ingarinnar. Og hlutfallslegur ávinningur þeirra af svæðis- bundnu samstarfi er oft meiri en stærri ríkja. Margt bendir til þess að innganga Íslands í ESB og upptaka evru muni tryggja efna- hagslegan stöðugleika og renna stoðum undir efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar til lengri tíma litið. Með því að ganga inn í evru- svæðið mun Ísland njóta hagræð- is af trúverðugleika evrópska seðlabankans. Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi af ýmsu tagi, fyrst á vettvangi Norður- landaráðs og EFTA, og segja má að með EES-samningnum hafi Ísland fengið aukaaðild að ESB. Þróun alþjóðakerfisins tekur hins vegar örum breytingum og því þarf sífellt að endurmeta hags- muni, ógnir og tækifæri. Eftir að Danmörk, Finnland og Sví- þjóð gerðust aðilar að ESB hefur samstarf Norðurlandanna beinst í ríkari mæli að Brussel. Ísland ætti að skipa sér í sveit með þeim og leggja sitt af mörkum við að gæta sameiginlegra hagsmuna smáríkja á norðlægum slóðum. Ísland hefur langtum fleiri tæki- færi til að vinna hagsmunum sínum brautargengi með virkri alþjóðlegri samvinnu. Höfundur er MA í alþjóðafræði. Svæðisbundið samstarf ríkja og hnattvæðingin ELVAR ÖRN ARASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.