Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 23

Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 23
LAUGARDAGUR 12. september 2009 UMRÆÐAN Jón Þór Ólafsson svarar grein Jónínu Michaelsdóttur Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raun- in er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (fai- led states). Ríkið réttlætir sína ein- okun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um van- traust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washing- ton: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsyn- legt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæð- ar sveitir vopnaðra manna (militi- as) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegr- ar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borg- ararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætis- vitund og lög Vesturlanda. Fyrri rík- isstjórnir sváfu á verð- inum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spil- uðu stærstu svikamyllu Íslands- sögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparn- ir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvit- und borgaranna er ítrekað misboð- ið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari. Meðan ríkið sefur JÓN ÞÓR ÓLAFSSON UMRÆÐAN Elvar Örn Arason skrifar um alþjóðamál Á undanförnum áratugum hefur svæðisbundið samstarf ríkja farið ört vaxandi um víða ver- öld. Í flestum tilfellum eru það nágrannaþjóðir með náin menn- ingarleg, söguleg og viðskipta- leg tengsl sem koma á fót svæð- isbundnu samstarfi. Fyrir utan Evrópusambandið eru NAFTA í Norður-Ameríku, ASEAN í Suð- austur-Asíu og Mercosur í Suður- Ameríku þekktustu dæmin um ríkjasamstarf. Ein helsta skýringin er talin vera hnattvæðingin, sem hefur haft í för með sér aukin viðskipta- tengsl og samskipti á milli sam- félaga og hagkerfa heimsins. Oft er talað um að heimurinn sé að minnka, þar sem atburðir í fjar- lægum löndum geta haft víðtæk áhrif hinum megin á hnettinum. Ein frétt sem berst á örskotsstund heiminn á enda getur haft áhrif á ímynd og orðstír Íslands. Önnur skýring á þessari þróun er svo- kölluð dómínóáhrif, sem lýsa sér þannig að þegar nokkur ríki taka sig saman og hefja samstarf með það að leiðarljósi að styrkja efna- hagslega stöðu sína eru önnur ríki knúin til að gera slíkt hið sama. Marghliða viðskiptaviðræður á vettvangi alþjóðlegra stofnanna á borð við Alþjóðaviðskiptastofn- unina (WTO) hafa enn frekar ýtt undir þessa þróun. Enn aðrir telja að hnattvæðingin hafi getið af sér nýtt alþjóðakerfi, þar sem fjöl- margir aðrir gerendur en þjóð- ríkin hafi komið fram á sjónar- sviðið. Því má líta á svæðisbundið samstarf ríkja sem viðbrögð við flóknu samspili sem á sér stað milli þjóðríkja, alþjóðastofnana, félagasamtaka og fjölþjóðafyrir- tækja. ESB hefur gengið lengra í stjórnmálalegri og efnahags- legri samvinnu en áður hefur þekkst. Þessa þróun verður einn- ig að skoða í samhengi við þær breytingar sem átt hafa sér stað á umliðnum árum með auknu flæði hugmynda, fólks, vöru og fjármagns. Afleiðingar hnatt- væðingarinnar eru ekki að öllu leyti jákvæðar. Nýjar ógnir eins og loftlagsbreytingar, smitsóttir og alþjóðleg glæpastarfsemi þekkja engin landamæri og alþjóðleg samvinna er eina leið rík- isstjórna til að vinna bug á þeim. Alþjóð- lega fjármála- kreppan er nýlegt dæmi um hversu berskjölduð ríki eru gagnvart frjálsu flæði fjármagns milli landamæra. Í hnattvæddum heimi eru alþjóðamál heimamál og öfugt. Ríkin þurfa oft á tíðum að taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi til að ná árangri innanlands. Með inngöngu í ESB afsala ríkin sér hluta af fullveldi sínu til yfir- þjóðlegra stofnana sambands- ins en á móti fá þau aukna hlut- deild og vægi á alþjóðavettvangi. Í mörgum tilfellum veitir alþjóð- leg samvinna smáríkjum efna- hagslegt og pólitískt skjól fyrir neikvæðum áhrifum hnattvæð- ingarinnar. Og hlutfallslegur ávinningur þeirra af svæðis- bundnu samstarfi er oft meiri en stærri ríkja. Margt bendir til þess að innganga Íslands í ESB og upptaka evru muni tryggja efna- hagslegan stöðugleika og renna stoðum undir efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar til lengri tíma litið. Með því að ganga inn í evru- svæðið mun Ísland njóta hagræð- is af trúverðugleika evrópska seðlabankans. Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi af ýmsu tagi, fyrst á vettvangi Norður- landaráðs og EFTA, og segja má að með EES-samningnum hafi Ísland fengið aukaaðild að ESB. Þróun alþjóðakerfisins tekur hins vegar örum breytingum og því þarf sífellt að endurmeta hags- muni, ógnir og tækifæri. Eftir að Danmörk, Finnland og Sví- þjóð gerðust aðilar að ESB hefur samstarf Norðurlandanna beinst í ríkari mæli að Brussel. Ísland ætti að skipa sér í sveit með þeim og leggja sitt af mörkum við að gæta sameiginlegra hagsmuna smáríkja á norðlægum slóðum. Ísland hefur langtum fleiri tæki- færi til að vinna hagsmunum sínum brautargengi með virkri alþjóðlegri samvinnu. Höfundur er MA í alþjóðafræði. Svæðisbundið samstarf ríkja og hnattvæðingin ELVAR ÖRN ARASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.