Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 88
56 12. september 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Um helgina fara fram undanúrslitin í VISA-bikarkeppni karla. Í dag mætast lið Fram og KR og á morgun Keflavík og Breiðablik. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli og hefjast klukkan 16.00. Þessi fjögur lið eiga það sameig- inlegt að bikarkeppnin er þeirra besti möguleiki til að vinna titil í sumar enda er FH búið að hafa mikla yfirburði í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Reyndar á KR eitt þessara liða enn möguleika á að hrifsa þann titil af FH þó ef til vill séu þeir ekki margir sem reikna með því að það takist enda lítið eftir af mótinu. „Þó svo að nú muni fimm stig- um á FH og KR erum við ekki að hugsa um neitt annað en að klára okkar leiki. Við getum ekki verið að velta okkur upp úr því hvort FH- ingar misstígi sig í lokaleikjunum,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðar- son, fyrirliði KR. „Sumarið hefur verið nokkuð gott hjá okkur en það gæti fljótt breyst ef við klúðrum þessum lokaleikjum okkar. Sum- arið gæti að sama skapi orðið frá- bært og vonum við það besta í þeim efnum.“ Löng bið eftir titli KR og Fram áttust nýverið við í deildinni og þá vann KR 3-1 sigur eftir að hafa verið 1-0 undir í hálf- leik. Síðast þegar þessi lið mættust á Laugardalsvellinum vann Fram hins vegar glæstan 3-0 sigur. „Það var einn okkar besti leik- ur í sumar og vonandi náum við að fylgja honum eftir,“ segir Kristján Hauksson, leikmaður Fram. „Ann- ars á ég von á góðum leik enda hafa bæði lið verið á góðu skriði. Það er þó langt síðan Fram vann titil og sú bið er vonandi bráðum á enda,“ bætir Kristján við en Fram varð síðast bikarmeistari árið 1989 og Íslandsmeistari ári síðar. Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson neitar því ekki að gengi hans manna í deildinni í sumar hafi valdið leikmönnum vonbrigð- um. „Við vildum fá meira úr deild- inni en vonandi náum við að enda sumarið á jákvæðum nótum – að vinna síðustu leiki okkar í deild- inni og vonandi bikarinn líka,“ segir Hólmar. Keflavík á aðeins möguleika á að ná fjórða sæti deildarinnar og dugar það alla jafna ekki til að komast í Evrópukeppnina. „Það er því enn meiri hvatning fyrir okkur að vinna í bikarnum. Við teljum okkur tilbúna í þennan slag gegn Blikum enda búnir að æfa vel síðan við spiluðum við Fjölni. Það er ekk- ert volæði í leikmannahópnum þó að gengið hafi verið misjafnt og það er engin spurning að við ætlum að leggja allt í þennan leik.“ Pissum ekki á nútíðina Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, á von á fjörugum leik enda hafa leik- ir liðanna í deildinni í sumar verið markaleikir. Þeim fyrri lauk með 4- 4 jafntefli í Kópavoginum og síðar unnu Blikar glæsilegan 3-0 sigur í Keflavík. „Þetta eru tvö lið sem sækja allt- af til sigurs og leikir þeirra eru því yfirleitt mjög skemmtilegir,“ segir Ólafur. Breiðablik hefur aldrei orðið bik- armeistari karla en einu sinni kom- ist í úrslitaleikinn. Það var árið 1971 en þá tapaði liðið fyrir Víkingi sem þá lék í gömlu 2. deildinni. Ólafur segir sína leikmenn lítið velta sögunni fyrir sér. „Flestir voru ekki fæddir fyrr en um tuttugu árum síðar. En auðvitað vilja allir ná í titil hvort sem það er sögunn- ar vegna eða ekki. Keflvíkingar eru með sterka bikarhefð og urðu síðast meistarar fyrir þremur árum. Sagan er því líklega á þeirra bandi.“ Ólafur segist reyna að kenna sínum mönnum að hugsa bara um næsta leik. „Það stendur einhvers staðar að ef þú sért með aðra löppina í fortíðinni og hina í framtíðinni þá pissir þú á nútíðina. Við einbeitum okkur því að núinu.“ eirikur@frettabladid.is Bjarga sumrinu í bikarkeppninni Öll þau fjögur lið sem eru komin í undanúrslit VISA-bikarkeppni karla og mætast nú um helgina eiga það sameiginlegt að vilja gera það besta sem hægt er úr sumrinu með því að vinna bikarinn eftirsótta. VERÐA Í ELDLÍNUNNI Frá vinstri eru Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson, Blikinn Kári Ársælsson, KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kristján Hauksson, leikmaður Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Mikil barátta verður um gullskóinn í Pepsi-deild kvenna í síðustu tveimur umferðunum. Eftir leiki 16. umferðar eru Vals- arinn Kristín Ýr Bjarnadóttir og Þórsarinn Rakel Hönnudóttir efstar og jafnar með 20 mörk. Mateja Zver úr Þór/KA kemur síðan næst með aðeins einu marki minna. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur einokað gullskóinn undan- farin fimm sumur en hún varð markadrottning deildarinn- ar frá 2004 til 2008. Nú er hins vegar komið að einhverri ann- arri og má búast við að Valur og Þór/KA spili upp á þær Kristínu, Rakel og Mateju í næstu tveimur leikjum. Það var líklega þannig í síðasta leik norðanstúlkna. Mateja og Rakel skoruðu nefnilega saman öll níu mörk Þór/KA í 9-0 stór- sigri á Keflavík. Mateja skoraði fyrstu fimm mörkin og Rakel skoraði síðan hin fjögur mörkin. Kristín Ýr Bjarnadóttir og Valskonur þurfa aðeins tvö stig til að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn fjórða árið í röð en liðið á eftir að mæta Keflavík á heimavelli og Aftureldingu/ Fjölni á útivelli. Kristín Ýr hefur aldrei skorað fleiri mörk á einu tímabili en hún hafði áður skorað mest tólf mörk sumarið 2004. Þór/KA er í baráttunni um annað sætið og á enn tölfræði- lega möguleika á Íslandsmeist- aratitlinum. Liðið á eftir að spila við Aftureldingu/Fjölni á heima- velli og KR á útivelli. Rakel jafnaði sinn besta árang- ur með því að skora sitt 20. mark í síðasta leik en hún fékk silfur- skóinn í fyrra þegar hún skoraði 20 mörk í 17 leikjum. Næsta umferð í deildinni fer fram á mánudaginn en baráttan um gullskóinn endar þó örugg- lega ekki fyrr en í lokaumferð- inni, sem fer ekki fram fyrr en 27. september. - óój Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Hönnudóttir eru markahæstar í Pepsi-deild kvenna: Mikil barátta um gullskóinn JAFNAR Rakel (til vinstri) og Kristín Ýr. HANDBOLTI Fram stendur vel að vígi fyrir seinni leik sinn gegn hollenska liðinu Fiqas Aalsmeer í 1. umferð EHF-keppninnar sem fram fer í dag kl. 14 í Framhús- inu. Fram vann 30-23 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn í dag er liður í „stóra“ Framdeginum og því er aðgangur á leikinn ókeypis og fólk sérstaklega hvatt til þess að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum. - óþ 1. umferð EHF-keppninnar: Fram mætir Fiqas Aalsmeer BARÁTTA Framarar standa vel að vígi fyrir seinni leik sinn í 1. umferð EHF- keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Eskfirðingurinn Valur Fannar Gíslason hefur framlengt samning sinn við Fylki um tvö ár eða til loka árs árið 2011. Hinn 32 ára gamli Valur Fannar er fyr- irliði Fylkis en liðið hefur komið skemmtilega á óvart í sumar eftir miklar hræringar í leikmanna- hópi liðsins fyrir tímabilið. Valur Fannar hefur leikið frábærlega með liðinu og verið stoð og stytta í varnarleiknum auk þess að vera iðinn við markaskorun en hann er nú þegar kominn með sex mörk í Pepsi-deildinni. - óþ Valur Fannar Gíslason: Hefur fram- lengt við Fylki VALUR FANNAR Hefur framlengt samn- ing sinn við Fylki út árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Stöð 2 Sport mun sýna frá leikjum Eiðs Smára og félaga í AS Monaco í vetur. Fyrsti leik- urinn verður á dagskrá á sunnu- dag þegar Paris St. Germain kemur í heimsókn en leikurinn hefst kl. 19. - óþ Franski boltinn á Stöð 2 Sport: Eiður Smári í beinni í vetur FÓTBOLTI Boltinn byrjar að rúlla á ný í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir landsleikjahlé og að vanda er boðið upp á marga áhuga- verða leiki. Chelsea, Tot- tenham og Manchester City hafa unnið alla leiki sína til þessa í deildinni en City hefur aðeins leikið þrjá leiki á meðan Lundúnafélögin hafa leikið fjóra leiki. Chelsea á fyrir fram ályktað þægilegasta leikinn af þessum þrem- ur félögum þegar það heimsækir Stoke, á meðan Tottenham fær Manchester United í heimsókn og City tekur á móti Arsenal. Englands- meistararnir í United gætu endurheimt Rio Ferdinand úr meiðslum fyrir leikinn en Tottenham vonast að sama skapi til þess að Heurelho Gomes, Sebasti- en Bassong og Jermaine Jenas séu leikfærir að nýju. Ledley King er aftur á móti tæpur fyrir leikinn. Það kemur ef til vill ekki mjög á óvart að tölfræðin er á bandi United fyrir leikinn en Tottenham hefur ekki unnið United í deildar- leik síðan árið 2001, fyrir sextán leikjum. „Tottenham hefur byrjað tíma- bilið frábærlega þannig að við eigum von á mjög erfiðum leik. Sigur okkar gegn Arsenal hjálpaði okkur hins vegar mikið,“ sagði Sir Alex Ferguson hjá United. Manchester City fær sitt fyrsta alvöru próf á þessu tímabili þegar Arsenal kemur í heimsókn en leik- urinn markar einnig fyrsta skipt- ið sem Emmanuel Adebayor og Kolo Toure mæta sínum gömlu liðs- félögum eftir samanlagt 41. milljón punda félagaskipti sín frá Arsenal í sumar. Adebayor hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skor- að þrjú mörk í leikjunum þremur. Þá fær Liverpool í dag heimsókn frá Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Burnley sem eru sýnd veiði en ekki gefin. Manchester United og Everton geta vottað um það. - óþ Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en sex efstu lið deildarinnar mætast þá innbyrðis: Fyrsta alvöruprófið fyrir City-liðið ADEBAYOR Mætir sínum gömlu liðs- félögum í Arsenal í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY á amerískum dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.