Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 62
10 FERÐALÖG Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... U m áramótin býður ferða- skrifstofan Úrval-Útsýn upp á einstaka ferð til Taílands með beinu flugi en það er í fyrsta sinn sem það hefur verið gert. Flogið verð- ur með þægilegri Boeing 757-flug- vél og á leiðinni verður aðeins eitt stutt stopp til að taka eldsneyti. Aðeins fimm stjörnu hótel hafa orðið fyrir valinu og fararstjórn er í höndum Viktors Sveinssonar sem hefur verið búsettur í Asíu árum saman. Ferðin er einstakt tækifæri til að upplifa taílenska menningu og matargerð, til að njóta fjölmargra spa- og jógastaða, glæsilegra golfvalla, auk þess sem færi gefst til að fara í skoðunar- ferðir með íslenskri leiðsögn innan Taílands og utan. Lagt verður af stað 28. desember og snúið aftur til Íslands 10. janúar. Fyrstu þrjá dagana verður dvalið í Bangkok þar sem boðið verður upp á ein- staka kvöldferð um þessa marg- slungnu borg þar sem lítt þekkt hverfi verða könnuð og leyndar- dómar opinberaðir. Einnig verða sígildar ferðir um Kínahverfið, í Konungshöllina og Pho-hofið. Sjarmi strandbæjarins Hua Hin Hinn 1. janúar verður ekið til strandbæjarins Hua Hin suður af Bangkok í rétt um tveggja klukku- stunda akstursfjarlægð. Hua Hin er elsti og fágaðasti strandstaður Taílands og má það hugsanlega þakka því að Bhumibol konung- ur býr þar og hefur konungsfjöl- skyldan lengi bundist þessum kyrrláta en þó ævintýralega bæ sterkum böndum. Margar ástæð- ur eru fyrir því að Hua Hin er frá- brugðinn öðrum strandbæjum Taí- lands. Fyrst mætti nefna að þetta er elsti og grónasti ferðamanna- staður landsins sem byggðist upp á fyrri hluta síðustu aldar af betri borgurum Bangkok sem sóttu í fagra friðsæld og þægilegt loftslag Hua Hin sem á þeim tíma var lítt þekkt þorp fiskimanna og anan- asbænda. Staðurinn var eiginlega uppgötvaður af Naris prins sem byggði sér litla höll sem enn er til og nefnist Saen Samran. Bróðir hans, Vajiravudh (Rama VI) kon- ungur, fylgdi í kjölfarið og fljót- lega hafði hirðin sett niður bunga- ló og hallir meðfram ströndinni og standa mörg þessara húsa enn og eru notuð af fjölmennri konungs- fjölskyldunni. Bhumibol, núver- andi konungur Taílands, býr orðið alfarið í einni af strandhöllunum sem nefnist Klai Kang Won, sem útleggst „Áhyggjurnar óra fjarri“ á íslensku. Þrátt fyrir að ferðafólk sæki mikið til Hua Hin og ferða- þjónusta sé áberandi hefur Hua Hin haldið öllum einkennum þess að vera sannlega taílenskur stað- ur. Þetta er enn ein ástæðan fyrir sérstöðu bæjarins. Þessu má sjálf- sagt þakka að uppbygging ferða- þjónustu og aðlögun samfélags- ins hefur verið jöfn og stígandi í tæpa öld. Enginn kippir sér upp við ferðamenn og alls staðar er fólk velkomið. Bæjarlífið er rólegt og það þarf ekki að fara langt frá Petchakasem-götunni, sem er umferðaræð staðarins, til að rek- ast á búpening á rápi, heyra hana- gal og sjá fólk að veiðum í síkjum, vötnum eða sjónum. Ljúffengur matur og spennandi skoðunarferðir Hua Hin er ljúfur og þægilegur bær sem býður upp á fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Hesta- leigur eru á ströndinni, báta- leigur, skútusiglingar, fjölbreytt úrval veitingastaða og verslana. Smokkfiskurinn þykir ljúffengari í Hua Hin en annars staðar í Taí- landi, hvort heldur grillaður með hvítlauk eða karrílagaður að taí- lenskum sið. Risarækjur í tom- jam súpu, rauðflesk af götugrilli, ferskar ostrur, gufusoðin krabbak- ló eða heilsteiktur flatfiskur. Allt er þetta hvort öðru ljúffengara og sagt er að taílenski maturinn sé betri í Hua Hin en öðrum ferða- mannastöðum vegna fjölda inn- lendra ferðamanna sem koma til Hua Hin. Taílendingar lifa fyrir mat, ræða mat öllum stundum og eru vart búnir að kyngja síðasta munnbita þegar þeir hafa lagt á ráðin með næstu máltíð. Frá Hua Hin verður boðið upp á bæði lang- ar og stuttar skemmti- og skoðun- arferðir meðal annars að Brúnni yfir Kwai, í hina sögufrægu borg Petchaburi, kajakaferð um fenja- svæði Sam Roi Yod og að hinum fljótandi bátamarkaði svo eitthvað sé nefnt. Daglega verður boðið upp á sérstakar ferðir og allar ferðirn- ar eru leiddar af íslenskum far- arstjórum. Lengsta ferðin sem boðið verður upp á er til Angkor í Kambódíu þar sem hinar fornu borgarrústir verða skoðaðar. Frið- rik Erlingsson rithöfundur verður sérstakur leiðangursstjóri þeirrar ferðar en hinn horfni menningar- heimur khmera og mikilfengleiki veldis Angkor hafa lengi verið honum hugleikið rannsóknarefni. LEYNDARDÓMAR TAÍLANDS Úrval-Útsýn bjóða í fyrsta skipti upp á ævintýralega áramótaferð með beinu fl ugi til Bangkok. Heimur út af fyrir sig Hvergi í Asíu má finna eins fjölbreytta og góða afþreyingu eða ævintýri eins og í Taílandi. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er Bangkok með sína mögnuðu vídd í næturlífi, mat, drykk og verslun eða við trópíska strönd Hua Hin yfir grill- uðum humri og undir blaktandi kókospálma. Fílaferð Ferðamönnum gefst meðal annars kostur á að ferðast á hinum vinalega asíska fíl. Musteri Í Taílandi er hægt að skoða mörg forn hof og sögufræga staði. Göngu á Apafjallið Khao Takiap á milli mustera og helgi- reita. Nokkrum kvöldum á nætur- markaðnum í algleymi yfir sjóræningjavörum, handverki og ljúffengum mat. Morgunstund á votmarkaðn- um Chat Chai sem er einsog sædýrasafn í húsdýragarði. Síðdegistei á „The Museum“ á gamla Railway-hótelinu með glansandi stift og stífan kraga. Síðdegisferð og vínsmökkun á vínekrum Hua Hin. Að leggja góðum málstað lið með heimsókn í fílaflóttabúðirnar Hutsadin. Að fleyta kajak í þjóðgarðinum Sam Roi Yot. Að dilla sér langa og heita nótt við taílenska sveitatóna á karaókí bar. Því að læra handtökin við taí- lenska matargerð og taílenskt nudd. Að sveifla kylfu á einhverjum af fjölmörgum golfvöllum Hua Hin. Að kynnast fágaðri bygginga- list Taílands með heimsókn í Mareukatayawan, sumarhöll konungs Síams. Að eiga rólega stund í fiskibæn- um Pak Nam Pran og fylgjast með veiðimönnum og iðju þeirra. Að upplifa fjölbreytileika nátt- unnar og fegurðar við fossinn Pa-La-U. EKKI MISSA AF ÞESSU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.