Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 41
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
SÝNINGIN BLIK verður opnuð í dag á Kjarvalsstöðum.
Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður Helgi Már Kristins-
son með sýningarstjóraspjall um hana. Á sýningunni eru
verk í anda op-listastefnunnar. Hún er tengd sjónhverfingum
og upplifun áhorfandans.
Pálmi Matthíasson, sóknarprestur
í Bústaðakirkju, ætlar að leggja
rækt við fjölskylduna og vera við-
staddur brúðkaup frænku sinnar
um helgina. Það verður til þess
að hann getur ekki mætt í tíma
í grafískri hönnun sem hann
leggur stund á í Tölvuskólanum
Þekkingu.
„Það lofar nú ekki góðu að vera
strax farinn að láta sig vanta í
tíma en ég ætla þó að reyna að
nýta mér tæknina og sitja hann í
gegnum fjarfundarbúnað,“ segir
Pálmi. En hvernig kom það til
að hann ákvað að setjast á skóla-
bekk? „Mér hefur lengi fundist
allt sem tengist tölvum forvitni-
legt. Ég kann þó lítið fyrir mér á
þessu sviði og ákvað því að reyna
að fylla upp í tómarúmið í kollin-
um. Þá er talað um að það sé nauð-
synlegt að glíma á þriggja ára
fresti við eitthvað ólíkt því sem
maður gerir daglega dags og hef
ég reynt að fylgja því í gegnum
tíðina. Þannig held ég hausnum
sæmilega gangandi þó að mér
finnist hann nú frekar tregur til
að læra eitthvað nýtt.“
Í náminu lærir Pálmi á mynd-
vinnsluforritið Photoshop og
hönnunarforritin InDesign og
Illustrator svo dæmi séu tekin.
Hann segir það áskorun og að
samnemendurnir og kennarinn,
Björgvin Ólafsson, lofi góðu. „Svo
á eftir að koma í ljós hvort eitt-
hvað komi út úr þessu af viti. Ég
held í það minnsta að það sé gott
að fást við eitthvað allt annað en
maður gerir venjulega og þannig
fæst líka besta hvíldin.“
En áttu ekki eftir að nýta þér
námið í starfi? „Jú, ef vel tekst til
var það nú hugmyndin. Ég er í það
minnsta farinn að sjá margt sem
væri hægt að gera betur. Hvort
sem ég geri það sjálfur eða hef vit
á því að biðja einhvern annan um
það þá opnar námið augun fyrir
möguleikum sem ég vissi ekki
einu sinni að væru fyrir hendi.
Auk þess verður án efa auðveld-
ara að ná til fermingarbarnanna
en ég á stundum erfitt með að
skilja það tölvutungumál sem þau
tala. Þá er ekkert annað að gera
en að ná sér í þekkinguna.“
vera@frettabladid.is
Heldur hausnum gangandi
Pálmi Matthíasson gerir fleira en að sinna prestsstörfum og situr nú á skólabekk og nemur grafíska
hönnun. Vegna brúðkaups í fjölskyldunni þarf hann þó að láta sig vanta í tíma um helgina.
Pálmi reynir á þriggja ára fresti að gera eitthvað nýtt og ólíkt því sem hann gerir daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Tungumál
10 vikna námskeið
20 kennslustundir
Áhersla á talmál
Kennt er í byrjenda -
framhalds –
og talæfi ngafl okkum
ENSKA
ENSKA fyrir útlendinga
DANSKA
NORSKA
SÆNSKA
FRANSKA
ÍTALSKA
SPÆNSKA
ÞÝSKA
Icelandic
for foreigners I-V
Courses start on
14th of Sept.
10 weeks courses
60 class hours
Kurs jezyka
Islandzkiego dla
obcokrajowcow I-V
Zajecia rozpoczynaja sie
14. Wrzesnia
Kurs 10-tygodniowy
60 godzin lekcyjnych
Innritun: http:// kvoldskoli.kopavogur.is
eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla við Furugrund í síma 564 1507- Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans
NÁMSKEIÐ HAUSTÖNN 2009
Verklegar
greinar
Bókband
Frístundamálun
Glerbrennsla
Silfursmíði
Skrautritun
Trésmíði
Útskurður
Förðunar-
námskeið
Förðunarnámskeið
Að farða sig og aðra
Tölvunámskeið
Fingrasetning
Tölvugrunnur
Word
Ritvinnsla
EXCEL
Töfl ureiknir
Saumanámskeið
Að breyta fötum og
endursauma
Crazy quilt
Fatasaumur/
Barnafatasaumur
Skrautsaumur
Baldering
Skattering
Þjóðbúningur -
saumaður
Garðyrkju-
námskeið
Garðurinn allt árið
Trjáklippingar
Prjónanámskeið
Grunnnámskeið í að
prjóna
Peysuprjón
Matreiðslu-
námskeið
Gómsætir bauna – pasta
– og grænmetisréttir
Gómsætir hollir
suðrænir réttir frá
Miðjarðarhafslöndunum
Hráfæði
Ítölsk matargerð
Matarmiklar súpur
og heimabakað brauð
Tómstundahúsið, Nethyl 2,
sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeið
hefst 18. september n.k.
TA I CH I
TA I CH I