Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 20
20 12. september 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Bryndís Gunnlaugsdóttir og Eggert Sólberg Jónsson skrifa um þing ungra framsóknar- manna Nú um helgina, dagana 12.-13. september, fer fram sam- bandsþing Sambands ungra fram- sóknarmanna í Mosfellsbæ. SUF hefur allt frá stofnun verið hreyfi- afl í íslensku samfélagi, uppspretta nýra hugmynda og staður þar sem margir leiðtogar landsins hafa stigið sín fyrstu spor. Eitt af hlutverkum SUF er að efla framgang ungs fólks innan Framsóknarflokksins. Framsókn- armenn hafa alla tíð verið dugleg- ir við að treysta ungu fólki til for- ystustarfa. En líklega aldrei hafa framsóknarmenn treyst ungu fólki jafn vel og í vetur þegar Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður flokksins aðeins 33ja ára að aldri. Birkir Jón Jónsson sem kjörinn var varaformaður var þá aðeins 29 ára. Í dag er þingflokkur framsókn- armanna yngstur allra flokka á þingi. Meðalaldurinn er rúmlega 39 ár. Þingflokkurinn er langyngsti flokkur þingsins, tæplega 10 árum yngri að meðaltali en þeir næstu. Meðalaldur allra annarra þing- flokka er yfir 48 ár. Þannig eru þeir allir eldri að meðaltali en elsti þingmaður Framsóknarflokksins. Það er erfitt að meta árangur ungs fólks innan stjórnmálaflokka eftir fjölda ungra þingmanna. Engu að síður sýnir sú upptalning sem hér hefur farið fram að ungu fólki innan Framsóknarflokks- ins er treyst til ábyrgðarstarfa. Þrátt fyrir að gefið hafi á bátinn og gustað hafi um hann hafa ungir framsóknarmenn ekki gefið eftir þann einbeitta vilja sinn að berjast fyrir hagsmunum ungs fólks. Fram undan eru erfiðir tímar en tækifærin eru einnig mörg. Nú gefst íslensku þjóðinni tækifæri til þess að öðlast nýja sýn á þau gildi og venjur sem eru við lýði í þjóð- félaginu. Nú er tækifæri til þess að byrja upp á nýtt. Hvernig vilj- um við að íslenskt þjóðfélag verði? Hvernig viljum við að íslenskir stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar starfi? Ljóst er að innan allra stjórnmálaflokka hefur það því miður oft á tíðum átt sér stað að flokksskírteini frekar en hæfni hefur ráðið við skipun í embætti og störf, að kunningjaþjóðfélagið hafi stjórnað en ekki hæfileikar. Þetta er eitt af því sem ungt fólk í öllum stjórnmálaflokkum verður að berjast gegn. Flokksskírteini á alls ekki að vera lykill að starfi eða embætti, en að sama skapi má flokksskírteini ekki hefta hæfi- leikaríkt fólk. Hæfni skal ávallt ráða för. Við viljum hvetja alla unga fram- sóknarmenn til að taka þátt á sam- bandsþingi SUF um helgina. Einnig viljum við bjóða öllum áhugasömum til að mæta á opinn fund í hádeg- inu á laugardaginn þar sem fjallað verður um kunningjaþjóðfélagið og kreppuna. Unga fólkið er framtíðin og það er okkar að læra af reynslu fortíðarinnar og tryggja að sömu mistökin gerist ekki aftur. Bryndís er formaður SUF og Eggert er varaformaður. Ungt fólk mótar framtíðina BRYNDÍS GUNN- LAUGSDÓTTIR EGGERT SÓLBERG JÓNSSON UMRÆÐAN Íris Birgis Stefánsdóttir og Magnús F. Ólafsson skrifa um félagsmál Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á mikilvægi þess að á tímum efnahagskreppu sé þörfum barna og fjölskyldna mætt með markvissum og við- urkenndum úrræðum. Fagna ber nýútkominni skýrslu nefndar um sálfélagsleg viðbrögð (NSV) við efnahagskreppunni. Þar er lögð áhersla á að íslensk yfirvöld læri af reynslu Finna eftir efnahags- þrengingar sem riðu yfir þjóðina upp úr 1990 og endurtaki ekki þau mistök að skera niður í geð- heilbrigðisþjónustu og félagsmál- um. Nefndin leggur til að áhersla verði lögð á að nýta ódýr hópúr- ræði, þétta barnaverndarstarf, efla stoðþjónustu skóla, styrkja heilsueflingarstarf og virkja kraft frjálsra félagasamtaka. Í málefn- um barna og fjölskyldna er fjallað um mikilvægi þess að efla þjón- ustu mæðra- og ungbarnaverndar, þjónustu félagsráðgjafa og skóla- hjúkrunarfræðinga í grunn- og framhaldsskólum. Foreldrafærn- inámskeið eru nefnd sem möguleg leið til að styrkja foreldra í upp- eldi barna sinna en þessi þátt- ur hefði þó mátt fá meira vægi í skýrslunni. Á krepputímum er álag á fjölskyldur vegna atvinnu- leysis og fjárhagserfiðleika stað- reynd sem stjórnvöldum ber skylda til að mæta með ábyrg- um hætti. Ef ekki er brugðist við er fyrirséð að líkt og hjá Finn- um verði afleiðingarnar fjölgun barnaverndarmála og aukin tíðni örorku vegna geðrænna vand- kvæða hjá þeim börnum sem nú eru að vaxa upp. Það er skoðun undirritaðra að fyrst og fremst þurfi að efla nærþjónustuna og þau hópúrræði sem þegar eru til staðar. Standa þarf vörð um stoðþjónustu leik- og grunnskóla, þjónustumiðstöðvar og heilsu- gæslustöðvar hverfanna. Foreldranámskeið Rannsóknir hafa sýnt fram á þá tilhneigingu að foreldrafærni minnki og að samskipti foreldra og barna verði neikvæðari á við- varandi álagstímum sem þessum. Því er brýnt að styrkja foreldra- færni, þar með fjölskyldur og börn, því slíkt hefur óumdeilan- legt forvarnargildi. Foreldrafærn- inámskeið geta lagt sitt af mörk- um í því að sporna við hliðstæðri þróun hér og varð í Finnlandi. Hægt er að benda á gagnreynd hópúrræði fyrir foreldra eins og Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, SOS! Hjálp fyrir foreldra og PMT foreldrafærni. Einnig býðst foreldrum að sækja sérhæfðari námskeið um uppeldi barna með ADHD- og COPE-nám- skeið. Þetta eru allt námskeið sem eru byggð á vísindalegum grunni og kenna aðferðir sem samkvæmt rannsóknum hafa sýnt góðan árangur. Tryggja þarf sem best aðgengi og halda kostnaði foreldra í lágmarki. Þjónusta við börn Niðurskurður í menntamálum má ekki bitna á þjónustu við börn með frávik í þroska eða hegðunar- og tilfinningaraskanir. Þau börn sem þegar glíma við þessa erfið- leika eru í meiri áhættu en önnur börn að þróa með sér langvarandi geðræna erfiðleika. Af mannúð- arsjónarmiðum eingöngu ætti að hlífa þeim sérstaklega en því ber að halda til haga að það er einn- ig fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið að sinna vel þörfum þessara barna snemma á lífsleið- inni til að koma í veg fyrir auk- inn kostnað síðar. Því þarf að sjá til þess að börnum bjóðist í sama mæli og áður, ef ekki auknum, faglegur stuðningur við nám, hegðun og líðan í skólakerfinu. Hér er átt við úrræði eins og sér- kennslu, þjónustu stuðningsfull- trúa, PBS-verkefnið sem er gagn- reynd aðferðafræði til að styðja við jákvæða hegðun í skólum og Hugur og heilsa sem er forvarnar- verkefni gegn þunglyndi auk sér- fræðiþjónustu þjónustumiðstöðva og skólaheilsugæslu. Fylgjast þarf skipulega með líðan og hegðun skólabarna, til dæmis með reglu- legum skimunum, og vísa á sér- fræðiþjónustu Þjónustumiðstöðva, Þroska- og hegðunarstöðvar, Barna- og unglingageðdeildar og Greiningar- og Ráðgjafarstöðvar, eftir því sem við á. Þar bjóðast ýmis einstaklings-, fjölskyldu- og hópúrræði sem mikilvægt er að halda áfram að standa vörð um. Hér hefur verið bent á úrræði ætluð börnum og foreldrum sem undirrituðum finnst mikilvægt að nýta vel til að hlúa að þessum hópi á þrengingatímum. Upptalning- unni er ekki ætlað að vera tæm- andi en vert væri þó að stjórn- völd létu gera formlega úttekt á gagnreyndum úrræðum sem bjóð- ast hér á landi. Fylgjast þarf náið með áhrifum efnahagskreppunn- ar á börn og þjónustu við þau og veita stjórnvöldum aðhald í þess- um efnum. Það er samfélagsleg skylda okkar allra að vernda börn- in okkar fyrir þeim skaða sem yfirstandandi efnahagsþrenging- ar geta hugsanlega valdið þeim og standa vörð um hagsmuni þeirra og velferð. Allir geta verið sam- mála um mikilvægi þessa og nú þarf að láta verkin tala. Því skorum við á stjórnvöld að setja fram vel skilgreinda aðgerðaá- ætlun í þessum mikilvæga mála- flokki sem byggir á gagnreynd- um úrræðum eins og þeim sem hér hafa verið nefnd. Höfundar eru sálfræðingar og starfa á Þroska- og hegðunar- stöð heilsugæslunnar. Hvað með börnin? UMRÆÐAN Sigurður Jónsson gerir athugasemd við um- mæli Ég er undrandi að sjá að oddviti Skeiða- og Gnúp- verjahrepps heldur því blá- kalt fram að greiðslur frá Landsvirkjun vegna óbók- aðra funda sveitarstjórn- armanna hafi ekki runnið til einstaklinga. Landsvirkjun greiddi sveitarsjóði meðal annars fyrir óbók- aða fundi sveitarstjórnar sem var svo áfram greitt til kjörinna sveitarstjórn- armanna og fékk hver kjörinn fulltrúi í sveitar- stjórn 200 þúsund krón- ur. Það er því rangt sem oddviti heldur fram að einstaklingar hafi ekki fengið greiðsluna frá Landsvirkjun. Höfundur er fyrrverandi sveit- arstjóri Skeiða- og Gnúpverja- hrepps. Greiðslur runnu til einstaklinga SIGURÐUR JÓNSSON ÍRIS BIRGIS STEFÁNSDÓTTIR MAGNÚS F. ÓLAFSSON VELDU ÞINN STAÐ Fjölbreyttar lóðir í boði í Reykjavík fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Nú bjóðum við ný hagstæð lánakjör, 85% lán til 8 ára á 4% vöxtum. Kynntu þér málin á nýjum lóðavef Reykjavíkurborgar og veldu þinn stað. Umsóknarfrestur á lóðum í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás er til 25. september nk. Nánar á www.reykjavik.is/lodir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.