Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 32
32 12. september 2009 LAUGARDAGUR Ú tlönd þýða framandi umhverfi og nýjar upplifanir. Eitthvað nýtt og ferskt. En það þarf ekki að leita langt yfir skammt því „erlenda“ upplifun má fá víða á Íslandi, til dæmis í Drafnarfellinu í Efra-Breiðholti. Þar er pólska búðin Mini-market, stærsta búð sinnar tegundar á Íslandi. Í kringum mann heyrast framandi tungumál og vör- urnar í hillunum eru öðruvísi en maður er vanur, enda fluttar beint inn frá Póllandi. Hinn brosmildi Piotr „Pétur“ Jakubek er annar eigandi búðarinnar. „Þegar ég fékk lamb í fyrsta skipti á Íslandi voru bornar fram sykraðar kartöflur með. Ég hafði aldrei séð annað eins og hugsaði: Hvers konar vitleysingaþjóðfélag er ég nú kominn í? Síðan komst ég á bragðið og elska sykraðar kartöflur í dag,“ segir hann og vill meina að margir komist á svipaðan hátt á bragðið hvað pólska matinn varðar. Mini-market hóf starfsemi sína árið 2005 en flutti í núverandi húsnæði 2007. Piotr fer með mig um búðina og sýnir mér hvað er til. Hér fást um 300 vörutegundir sem hann flytur inn frá Póllandi. „Þetta er eina búðin hér um slóð- ir svo fólkið í Æsufellinu er farið að færa sig upp á skaftið og borðar pólskan mat,“ segir hann, en bætir við að „venjulegur“ matur sé einnig til í bland. „Við erum með tólf tegundir af sinnepi, súrar gúrkur, ýmsar tegundir af síld og alls konar niðursuðumat,“ segir Piotr. „Og Prins-Póló, auðvitað. Meira að segja grænt!“ Hann bendir mér á upplýsingavegg þar sem hanga handskrifaðar tilkynningar og auglýsingar á pólsku. „Eins og þú sérð er búðin einnig eins konar félagsmiðstöð fyrir Pólverja og aðra Austur-Evrópu- búa. En hingað eru allir velkomnir. Að sjálfsögðu.“ New York í Kópavogi Eftir að rúllustigum fjölgaði á landinu varð fátt meira „erlendis“ en háhýsi. Í góðærinu girtu menn sig í brók á þessu sviði og upp risu tveir þokkalegir skýjakljúf- ar, Höfðatorgsturninn sem er 70 metrar á hæð og Deloitte-turninn á Smáratorgi, sem er sjö metrum hærri. Alls konar starfssemi er í turninum og hann er vissulega tilkomumikill að sjá í bæjarmynd Kópa- vogs. Að hugsa sér að þarna var ekkert nema mói og urð fyrir örfáum árum! Íslensku turnarnir eru náttúrulega algjörir tittir í samanburði við alvöru háhýsi og væru líklega notaðir sem bílskúrar á Manhattan. Fimm og hálfan Deloitte- turn þyrfti til að ná upp í Empire State, hæsta turn New York (381 m). Wikipedia nefnir ekki nema 82 hæstu háhýsin á Manhattan og skýjakljúfurinn sem er í 82. sæti er 183 metra hár! Kannski spýta Íslend- ingar í lófana á þessu sviði í næsta góðæri, hvenær svo sem það nú verður. Nútíminn í Garðabæ Vinsælt er að fara í sunnudagsbíltúr um ný hverfi, enda gaman að sjá borgina vaxa og verða til. Síðustu árin hljóp ofvöxtur í byggingariðnaðinn svo sums staðar er hreinlega sorglegt að rúnta um auð stræti brostinna drauma. Sjálandshverfi í Garðabæ rétt slapp við kreppuna, eða það sýnist manni allavega. Göturnar heita framandi nöfnum eins og Langalína og Strikið og hverfið lítur eiginlega nákvæmlega eins út í alvöru og á teikningunum frá arkitektastofunni, litlu stílhreinu trén eru á sínum stað. Þetta er flott, nútímalegt og „lífsstílslegt“ hverfi og einhvern veg- inn „erlendis“. Þó stutt sé í náttúruna vantar kannski bara helst einhverja starfsemi í hverfið til að fylla það lífi. Asía á Hlemmi Hlemmur er eitt „íslenskasta“ fyrirbæri landsins. Það er eins og þar sé alltaf árið 1986; fólk að norpa eftir strætó í endalaust hryssingslegu veðri. Hinum megin við Laugaveginn leynist matvöru- og gjafa- vöruverslunin Mai-Thai, sem aftur á móti er gríðar- lega „erlendis“. Afgreiðslustúlkurnar Linda og Kris- ana eru hressar og leiðbeina viðskiptavinum. Það þarf þó varla því kúnnarnir – asískir innflytjendur í meirihluta – virðast á heimavelli. Hér eru hillur sli- gaðar af undarlegum, framandi og óvæntum matvör- um; allt frá fiski og grænmeti yfir í gos, nammi og snakk. Maður verður bara að prófa sig áfram. Það er ekkert víst að allir kunni að meta engiferkaramell- ur og kryddað þarasnakk. Svo til að gera búðina enn þá skrítnari fást hér líka þungarokksbolir, taílensk teiknimyndablöð og ferðasauna. Þegar ég horfi eftir rekkunum, anda að mér krydd- ilminum og hlusta á kúnnana ræða málin á framandi tungumálum, á ég auðvelt með að ímynda mér að ég sé kominn í hverfisbúð í Bangkok. Það skemmir þó aðeins fyrir að Flosi Ólafsson er að syngja „Það er svo geggjað að geta hneggjað“ í útvarpinu! Erlendis í Reykjavík Á sumum stöðum á höfuðborgarsvæðinu er auðvelt að láta sér líða eins og maður sé í útlöndum. Þar býðst framandi upplifun og sitthvað sem maður er ekki alveg vanur úr íslenska hversdagsleikanum. Dr. Gunni kannaði málið í fylgd Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara. TÓLF TEGUNDUR AF SINNEPI Viðskiptavinur Mini-market í þungum þönkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MEÐ PULSUR FRÁ KJÖTPÓL Piotr Jakubek í Mini-market er léttur á því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALVÖRU TURN Kópavogur er ekkert sveitó lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SLAPP VIÐ HRUNIÐ Sjálandshverfið er smart. NÚÐLUSÚPA FYRIR ALLAN PENINGINN Krisana í Mai-Thai stillir sér upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.