Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 14

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 14
14 12. september 2009 LAUGARDAGUR E ftir að hópi hryðjuverka- manna hafði tekist að gera stórfelldar árásir á nokkrar helstu byggingar Bandaríkjanna hinn 11. september 2001 sögðu ráðamenn Bandaríkj- anna hvað eftir annað að heimur- inn yrði aldrei samur. Árásirnar kostuðu alls nærri þrjú þúsund manns lífið. Að morgni 11. september það ár rændu hryðjuverkamennirnir fjórum farþegaflugvélum. Tveim- ur þeirra var flogið á Tvíburaturn- ana í New York og einni á bygg- ingu varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, en sú fjórða hrapaði niður skammt frá bænum Shanks- ville í Pennsylvaníu. Innan fárra vikna réðust Banda- ríkin inn í Afganistan og felldu talibanastjórnina, sem hafði veitt hryðjuverkasamtökum Osama bin Laden aðstöðu til að undirbúa árásir af þessu tagi. Þótt átta ár séu liðin hefur höfuðpaurinn Osama bin Laden þó enn ekki fundist. Ekki er einu sinni vitað hvort hann er lífs eða liðinn, en sé hann á lífi er talið líkleg- ast að hann sé í felum í Pakistan, skammt frá landamærum Afgan- istans, hugsanlega fársjúkur. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagði í gær að Bandaríkja- menn myndu ekki unna sér hvíld- ar fyrr en þeir hryðjuverkamenn sem ábyrgðina bæru hefðu verið handteknir: „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera Bandaríkin örugg.“ Obama tók í fyrsta sinn í gær sem forseti þátt í hinum árlegu minningarathöfnum sem Banda- ríkjamenn efna til á þessum degi. Í kosningabaráttunni hafði Obama lagt mikla áherslu á þau mistök sem fyrri stjórn hefði gert í beinu framhaldi af hryðjuverk- unum haustið 2001. Hann tók oftar en ekki undir gagnrýni víðs vegar að um að viðbrögðin hefðu getið af sér pyntingar, leynifangelsi, van- hugsað stríð í Írak og svo harðar öryggisráðstafanir heima fyrir að almenn mannréttindi væru í hættu. Í ávarpi sínu í gær minntist Obama hins vegar ekki mikið á slíkt, heldur lagði áherslu á sorgina og samstöðu þjóðarinnar. Þó sagði hann að Bandaríkjamenn ættu að nota tilefnið til að endurnýja hinn sanna anda þessa dags: „Ekki getu mannsins til illra verka, heldur til góðverka. Ekki viljann til að eyði- leggja, heldur hvötina til að bjarga, þjóna og byggja upp.“ Í New York hefur engin bygg- ing enn risið á staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Deilur af ýmsu tagi hafa tafið verkið, en áformað er að reisa þar svokallað- an Frelsisturn sem á að verða eins konar minnismerki um atburðina. Dálítið uppnám varð í Washing- ton í gær þegar sjónvarpsfrétt- ir bárust af því að skotum hefði verið hleypt af þegar bátur á ánni Potomac sigldi inn á bannsvæði. Síðar kom þó í ljós að þarna var um æfingu á vegum strandgæslu Bandaríkjanna að ræða. gudsteinn@frettabladid.is Átta ár frá falli turnanna tveggja Bandaríkjamenn minntust í gær hryðjuverkanna haustið 2001 á vettvangi árásanna bæði í New York og Washington með einnar mín- útu þögn. Þúsundir manna komu saman í New York, en við Pentagon í Washington hitti Barack Obama aðstandendur fórnarlamba hryðjuverkanna. Hann sagði Bandaríkjamenn ekki unna sér hvíldar fyrr en höfuðpaurar árásanna hefðu verið handteknir. EYÐILEGGING Fáeinum klukkustundum eftir hrun Tvíburaturnanna í New York stóð þessi maður við rústirnar og hrópaði hvort einhver þyrfti á aðstoð að halda. NORDICPHOTOS/AFP ÞAKIN ÖSKU OG RYKI Marcy Borders var þakin ösku og ryki þegar hún leitaði skjóls í skrifstofubyggingu stuttu eftir að annar Tvíburaturnanna hrundi. NORDICPHOTOS/AFP FRELSISTURNINN VÆNTANLEGI Í staðinn fyrir Tvíburaturnana, þar sem Heimsvið- skiptamiðstöð var til húsa, er verið að reisa Frelsisturn sem hér má sjá líkan af. NORDICPHOTOS/AFP ÁTTA ÁRUM SÍÐAR Þessi mynd var tekin í gær þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Framkvæmdir við Frelsisturninn vænt- anlega eru ekki mjög langt á veg komnar. NORDICPHOTOS/AFP MINNINGARATHÖFN Í HELLIRIGNINGU Barack Obama strýkur regnið framan úr sér við Pentagon, byggingu varnar- málaráðuneytisins, þegar hann heilsar aðstandendum fórnarlamba árásanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.