Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.09.2009, Qupperneq 4
4 12. september 2009 LAUGARDAGUR NOREGUR, AP Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins í Noregi, gæti komist í lykilstöðu við stjórnar- myndun að loknum þingkosning- um á mánudag. Samkvæmt skoðanakönnunum stendur hin rauðgræna ríkisstjórn Jens Stoltenbergs afar tæpt, en fátt bendir til að hægri flokkarn- ir nái meirihluta nema hafa Fram- faraflokkinn með í stjórn. Framfaraflokkurinn er hins vegar afar umdeildur bæði vegna róttækrar frjálshyggju og harka- legrar útlendingastefnu. Þótt Erna Solberg, leiðtogi Hægri flokks- ins, hafi sagst geta hugsað sér að mynda stjórn með Jensen, þá hafa hinir flokkarnir á hægri vængn- um, Kristilegi þjóðarflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn Venstre, sagt að það komi ekki til greina. Jensen, sem virðist gera sér vonir um að verða eins konar Margaret Thatcher Noregs, segir af og frá að hún muni styðja nokkra ríkisstjórn, nema Fram- faraflokkurinn sé innanborðs, sem þýðir að möguleikar á mynd- un minnihlutastjórnar verða afar takmarkaðir. Dagblaðið Verdens Gang birti í gær skoðanakönnun þar sem spurt er hvaða forsætisráðherra- efni flokkanna yrði skaðlegast Noregi. Nærri 59 prósent segja að Siv Jensen yrði Noregi verst, en tæp 22 prósent nefna Jens Stolten- berg og rúm fimm prósent Ernu Solberg. - gb Siv Jensen gæti komist í lykilstöðu við stjórnarmyndun í Noregi: Vill verða járnfrú Noregs ERNA SOLBERG OG SIV JENSEN Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, Hægriflokksins og Framfaraflokksins, bera saman bækur sínar. NORDICPHOTOS/AFP Næsta námskeið hefst mánudaginn 19. janúar n.k. Kennsludagar: Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:30 auk eftirfylgdartíma, alls 14 klst. Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir, sérfræðingar í klínískri sálfræði. Kynningarverð: 42 000. Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s . Vellíðan án lyfja með verkfærum sálfræðinnar Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar- stöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. j g rra vikna árangursmælt námskeið Kví ameðferðarstöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar atferlismeðferðar til að skoða og breyta hugsunum og viðbrögðum sem og hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar. i urgrei sla guleg hjá sjúkrasj u stéttarfélaga. Vegna skrifa í blaðinu í gær skal tekið fram að með orðum sínum í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag átti Gunnar Andersen, forstjóri Fjármála eftirlitsins, við að nauðsyn- legt væri að Alþingi breytti lögum um fjármálafyrirtæki til að gera þau skýrari en nú væri. Óheppilegt sé að þagnarskylduákvæði þeirra sé túlkað á mismunandi vegu. ATHUGASEMD SAMGÖNGUMÁL Fyrsta samgöngu- stefnan fyrir starfsemi Reykja- víkurborgar var samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Stefn- unni er ætlað að gera samgöng- ur á vegum borgarinnar vist- vænar, draga úr ferðaþörf og stuðla að bættu borgarumhverfi. Stefnunni verður framfylgt með því að bjóða starfsmönn- um samgöngusamninga í stað aksturssamninga og fækka gjaldfrjálsum bílastæðum við vinnustaði borgarinnar. Reið- hjól og vistvænar bifreiðar munu standa starfsmönnum til boða vegna vinnuferða. Árlega verður hlutfall vistvænna ferða aukið, vistvænum farartækjum gert hærra undir höfði og dregið úr bílaumferð á vegum borgarinnar. - shá Reykjavík gerð vistvænni: Borgin gerir samgönguátak REIÐHJÓL Ferðamáti borgarstarfsmanna framtíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Doktor Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur Bændasamtak- anna á sviði líf- ræns búskapar og landnýting- ar, var nýverið kjörinn í stjórn Búfjárræktar- sambands Evr- ópu. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur er kjörinn í stjórn samtakanna. Samtökin heiðruðu Ólaf á síðasta ári fyrir fræðistörf og langvarandi þjónustu. Frá þessu er greint í Bænda- blaðinu. - bþs Ólafur R. Dýrmundsson: Kjörinn í stjórn Evrópusamtaka ÓLAFUR R. DÝRMUNDSSON REYKJAVÍK Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri segir ekki hægt að ljúka umræðum um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrr en tillögur ríkisstjórnarinn- ar um niðurskurð liggja fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyr- irspurn borg- arráðs fulltrúa Samfylkingar- innar. Þar segir Hanna Birna að ekki liggi fyrir hvernig boðaður 50 til 60 milljarða niðurskurður á útgjöldum ríkisins muni snerta sveitarfélögin. Miðað sé við að fjárhagsrammar einstakra stofnana liggi fyrir 17. september og umræðum um fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 verði lokið fyrir 1. desember. - kóp Fjárhagsáætlun í Reykjavík: Tillagna ríkis- stjórnar beðið HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR LANDBÚNAÐUR „Lambið hefur áreið- anlega verið lifandi þar til búið var að éta helminginn af lærinu,“ segir Hreinn Ólafsson, fjárbóndi í Helgadal ofan við Mosfellsdal. Tvö lömb fundust dauð á þriðju- dag við ána Köldukvísl, um fimm hundruð metra fyrir ofan Gljúfra- stein. Talið er öruggt að þau hafi verið drepin af hundi. Að sögn Hreins er aðeins einn og hálfur mánuður frá því sex ær fundust drepnar af hundum í Seljadal ofan við Helgadal. „Það eru þrír litlir fjárbænd- ur hérna í dalnum og við erum búnir að missa sextíu til sjötíu fjár á sex eða sjö árum í hunda. Þetta er náttúr- lega heimsmet,“ segir Hreinn. Á bæjarskrif- stofunni í Mos- fellsbæ fékkst staðfest að sá fjöldi kinda sem Hreinn nefnir hefði verið drep- inn af hundum í Mosfellsdal á undanförnum árum. Enginn vafi leiki á því að um hunda hafi verið að ræða. Eins og áður kemur fram telur Hreinn lömbin tvo ofan við Gljúfrastein hafa verið lifandi meðan hundurinn át sig inn í þau. „Það er ekki skemmtilegur dauð- dagi að láta hund drepa sig,“ bend- ir fjárbóndinn á. Hreinn kveðst hafa grun um hvaða hundur hafi verið að verki nú síðast. „En það er ekkert staðfest,“ ítrekar hann. Að sögn Hreins hefur megnið af áðurnefndum sextíu til sjötíu til- vikum þar sem hundar hafa drepið fé í sveitinni verið upplýst. Eigend- ur hundanna eða tryggingar þeirra hafi þá greitt bætur fyrir kindurn- ar og hundarnir verið felldir. Síð- ast hafi tveir hundar verið drepn- ir fyrir þremur árum. „Þeir hafa verið skotnir hérna á túnunum á færi,“ upplýsir hann. Hreinn segir mikinn fjölda hunda vera í sveitinni. „Ég gæti trúað að um þriðjungur þeirra sé látinn ganga laus og það er gallinn. Fólk verður að passa þetta betur. Lögreglan hefur engan tíma enda er hún á harðahlaupum á eftir sófasettum um allar jarðir,“ svarar Hreinn spurður hvað sé til ráða. Lömb ánna sex sem drepnar voru í Seljadal fyrr í sumar eru enn ófundin að sögn Hreins. „Við finn- um ekki lömbin og þangað til annað kemur í ljós höldum við að þeim hafi verið stolið,“ segir fjárbóndinn í Helgadal. gar@frettabladid.is Segir hund hafa étið læri af lifandi lambi Fjárbóndi í Helgadal segir hunda hafa drepið hátt í sjötíu kindur í sveitinni á aðeins sjö árum. Tvö lömb voru drepin í vikunni. Bóndinn telur annað lambið hafa verið lifandi á meðan hundur át af því lærið. Óvíst er hver hundurinn er. LAMB SEM HUNDUR DRAP Ömurleg aðkoma var að lambinu sem hundur drap ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal. HREINN ÓLAFSSON MOSKVA, AP Að skipun Dmitrí Med- vedev, forseta Rússlands, verður brátt gert ólöglegt að selja bjór í flöskum eða dósum sem eru stærri en 33 centilítrar í landinu. Er þetta talið fyrsta merkið um að forset- inn hyggist leggja mikla áherslu á að berjast gegn mikilli áfengis- neyslu meðal þegna þjóðarinnar. Medvedev hefur lýst áhyggjum sínum yfir áfengisneyslu og áhrif- um hennar á heilsu þjóðarinnar. Rannsókn sem birtist í lækna- tímaritinu Lancet í júní sýndi fram á að dauða rúmlega helm- ings Rússa á aldrinum 15 til 54 ára megi rekja til áfengisneyslu. - kg Forseti Rússlands: Bannar bjór í stórum dósum VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 28° 20° 21° 22° 18° 22° 20° 19° 19° 19° 23° 22° 21° 31° 17° 21° 28° 18° 10 5 4 8 4 5 8 13 10 8 5 10 12 16 14 20 16 1614 13 13 13 Á MORGUN 8-13 m/s vestan til, annars hægari. MÁNUDAGUR 5-13 m/s hvassast norð- vestan til 21 2013 13 13 16 1612 13 13 SÓL OG 20 STIG Hreint frábærar veðurhorfur verða á norðaustan og austan- verðu landinu um helgina. Hægur vindur og bjartviðri með hita á bilinu 15-20 stig. Sunnanlands og vest- an verður skýjað með köfl um og súld með ströndinni sem færist í aukana síðdegis. Þá verður sumstaðar strekkingur á annesj- um vestan til. Svipað veður á morgun. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur GENGIÐ 11.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,6504 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,62 124,22 206,44 207,44 180,51 181,53 24,247 24,389 20,834 20,956 17,673 17,777 1,3592 1,3672 195,73 196,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.