Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 86
54 12. september 2009 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI FH-ingurinn Matthías
Vilhjálmsson hefur gefið flestar
stoðsendingar í fyrstu 19 umferð-
um Pepsi-deildar karla. Matthí-
as hefur gefið 9 stoðsendingar
á félaga sína í FH-liðinu, sem er
einni stoðsendingu meira en þeir
Atli Guðnason hjá FH, Gunnar
Örn Jónsson hjá KR og Halldór
Orri Björnsson hjá Stjörnunni.
Matthías hefur auk þess skorað
9 mörk sjálfur og hefur því komið
með beinum hætti að
18 mörkum FH-inga
í deildinni.
Atli Guðnason
var um tíma
með forystuna
en hann hefur ekki náð að leggja
upp mark í síðustu fimm leikjum
FH. Hann missti af tveimur þeirra
leikja vegna meiðsla.
Framan af tímabilinu var það þó
Stjörnumaðurinn
Steinþór Freyr
Þorsteinsson sem
var með yfir-
burðaforystu en
Steinþór gaf allar
sjö stoðsending-
ar sínar í fyrstu sjö
leikjum. Hann hefur
hins vegar nánast ekk-
ert getað spilað í
seinni umferðinni
vegna meiðsla.
Tryggvi Guð-
mundsson setti
met með því að
gefa 13 stoðsend-
ingar í fyrrasum-
ar en hann hefur
ekki fengið að spila eins mikið
í sumar og hann gerði í fyrra.
Tryggvi hefur auk þess glímt við
meiðsli sem hafa haldið honum frá
síðustu leikjum. Hann kemst þó á
listann með 6 stoðsendingar. - óój
FLESTAR STOÐSENDINGAR
Í PEPSI-DEILD KARLA:
Matthías Vilhjálmsson, FH 9
Atli Guðnason, FH 8
Gunnar Örn Jónsson, KR 8
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 8
Guðmundur Benediktsson, KR 7
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 7
Símun Samuelsen, Keflavík 7
Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjörn. 7
Gilles Mbang Ondo, Grindavík 6
Magnús Már Lúðvíksson, Þrótti 6
Sam Tillen, Fram 6
Scott Ramsay, Grindavík 6
Tryggvi Guðmundsson, FH 6
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að sum-
arið verði gott hjá ÍBV – að minnsta
kosti betra en útlit var fyrir í vor.
Liðið skoraði ekki mark í fyrstu
fjórum leikjunum sínum og var
aðeins með sex stig eftir fyrstu
tíu umferðirnar. Heimi Hallgríms-
syni, þjálfara liðsins, var tíðrætt
um að liðið þyrfti tíma til að ná
saman enda margir nýir leikmenn
sem þyrftu að kynnast.
Það var raunin. Eftir slæmt tap
fyrir Fylki 1. júlí síðastliðinn hefur
allt annað verið að sjá til Eyja-
manna. Liðið hefur safnað alls 22
stigum og aðeins tapað einum leik
af síðustu níu. Eyjamenn eru nán-
ast hólpnir og þurfa eitt stig í við-
bótar til að gulltryggja veru sína í
efstu deild.
ÍBV fékk tvo unga drengi frá
enska D-deildarliðinu Crewe, sem
Guðjón Þórðarson þjálfar, að láni
í sumar. Christopher Clements er
öflugur miðvallarleikmaður og
Ajay Leitch-Smith lunkinn sókn-
armaður sem skoraði alls fimm
mörk í sumar. Hann er sem stend-
ur markahæsti leikmaður liðsins.
„Ég hefði gjarnan viljað fá að
vera lengur og klára tímabil-
ið,“ sagði Clements í samtali við
Fréttablaðið, skömmu áður en
hann hélt af landi brott. Guðjón
Þórðarson ákvað að kalla á þá til
baka til Crewe áður en félaga-
skiptaglugganum var lokað um síð-
ustu mánaðamót vegna meiðsla í
leikmannahópi félagsins.
„Ég vona að ég nái í staðinn að
sýna að ég hafi nýtt tímann vel
á Íslandi og bætt mig sem knatt-
spyrnumaður. Þetta hefur verið
góð reynsla fyrir mig og ég hef
notið mín vel í Vestmannaeyjum.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór
frá Englandi í svo langan tíma og
í fyrsta sinn sem ég bjó einn. Það
var erfitt í byrjun en vandist þó
nokkuð fljótt,“ sagði Clements.
Hann sagði að íslenski fótbolt-
inn hefði komið sér á óvart. „Ég
þekkti ekki til knattspyrnunnar
hér en hún var þó betri en ég átti
von á. Liðin eru góð að láta bolt-
ann ganga og boltinn í raun allt
öðruvísi en ég bjóst við. Þetta
byrjaði nokkuð hægt hjá okkur í
ÍBV en eftir að liðið náði að berja
sig saman og vinna nokkra leiki í
röð. Liðsandinn var orðinn virki-
lega góður og það hafði mikið að
segja.“
Clements spilaði með varaliði
Crewe á síðustu leiktíð og sagði
hann Guðjón hafa verið duglegan
að fylgjast með leikjum þess eftir
að hann tók við um áramótin.
„Við ræddum um mína frammi-
stöðu og hvað ég gæti gert til að
bæta mig. Mér finnst hann góður
knattspyrnustjóri sem reynir allt
sem hann getur til að ná því besta
úr sínum leikmönnum. Hann hefur
einstakan stíl og ég tel góðar líkur
á því að hann sé rétti maðurinn til
að koma liðinu aftur upp um deild.
Útlitið er gott.“
Hann segir markmið sitt einfalt
fyrir veturinn. „Ég vil koma mér í
aðalliðið. Ég hef bætt mig mikið í
sumar og vil halda áfram á þeirri
braut. Ég vona að Guðjón komi
auga á það.“ eirikur@frettabladid.is
CHRISTOPHER CLEMENTS Skýtur hér að marki í leik KR og ÍBV í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fótboltinn betri en ég hélt
Christopher Clements og Ajay Leitch-Smith hafa átt ríkan þátt í góðu gengi ÍBV
að undanförnu. Þeir voru í láni frá Crewe og héldu til Englands í síðustu viku.
Clements ræddi við Fréttablaðið um íslenska boltann og Guðjón Þórðarson.
UPPRISA ÍBV
Gengi fyrir 2. júlí 6 stig
Leikir 10
Sigrar 2
Jafntefli 0
Töp 8
Markatala 7-19
Gengi eftir 2. júlí 16 stig
Leikir 9
Sigrar 4
Jafntefli 4
Töp 1
Markatala 14-2
Í dag fer fram næstsíðasta umferðin í 1. deild karla en allir sex
leikir dagsins hefjast klukkan 14. Nú þegar hafa Selfyssingar tryggt
sér sæti í efstu deild og einnig er ljóst að það verður hlutskipti
Aftureldingar og Víkings frá Ólafsvík að falla í 2. deildina.
Selfyssingar geta tryggt sér sigur í deildinni í dag ef þeir
fá stig gegn Haukum á heimavelli. Það gæti þó reynst
erfitt verkefni þar sem Haukar eiga í mikilli baráttu við
HK um að fylgja Selfyssingum upp um deild.
Þessi lið, Haukar og HK, mættust í síðustu umferð
og þá báru Haukar 2-0 sigur úr býtum. Fyrir vikið eru
Hafnfirðingar nú í kjörstöðu og með þriggja stiga for-
ystu á HK þegar sex stig eru eftir í pottinum.
Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, á þó ekki von á
því að það ráðist í dag hvaða lið fylgir Selfossi upp.
„Það er ekkert unnið enn,“ sagði Andri. „Þetta er í okkar
höndum og þýðir ekkert að leggja árar í bát nú. Við
ætlum ekki að treysta á aðra, heldur klára þetta sjálfir.
Það væri hrikalegt að hafa lagt á sig alla þessa vinnu
en klúðra þessu svo á lokasprettinum,“ bætti hann
við. „Ég er þó handviss um að þetta mót klárist ekki fyrr en
í lokaumferðinni og menn þurfa að gera sér grein fyrir því
að það eru tveir leikir eftir – ekki bara einn.“
HK á einnig erfiðan leik fyrir höndum – gegn ÍA á Skipa-
skaga. Þessi lið féllu úr efstu deild í fyrra og er óhætt að
segja að hið sögufræga lið Skagamanna hafi valdið
vonbrigðum í sumar.
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK, á þrátt fyrir
það von á mjög erfiðum leik í dag. „Við berum
mikla virðingu fyrir ÍA enda hefur liðið verið á
uppleið í síðustu leikjum og náð að halda hreinu
í nokkrum leikjum í röð. Við vitum líka að ef við
vinnum ekki þennan leik getum við gleymt því að
komast upp. Það verður því allt kapp lagt á að fá þrjú
stig.“
Gunnleifur segir að tapið fyrir Haukum hafi haft sitt
að segja. „Það voru mikil vonbrigði. En það eina sem
við getum gert nú er að klára okkar leiki og sjá svo hvar
við stöndum.“
LEIKIÐ Í 1. DEILDINNI Í DAG: HAUKAR OG HK BERJAST UM AÐ FYLGJA SELFYSSINGUM UPP
Haukar geta tryggt sér sæti í efstu deild í dag
> Logi til Frakklands
Logi Gunnarsson gekk í gær frá
samningi við franska C-deildarliðið
St. Etienne en hann gildir til eins
árs. Logi lék með Njarðvík á síðustu
leiktíð en hann hefur á sínum
ferli spilað með fimm félögum
í þremur löndum. St. Etienne
verður því sjötta atvinnumanna-
félagið sem Logi leikur með.
Liðið lék í frönsku B-deildinni á
síðustu leiktíð en var dæmt niður
um deild vegna hneykslismáls
sem varðaði framkvæmdastjóra
félagsins. Sá er reyndar hættur hjá
félaginu nú.
FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson mun
ekki þjálfa Valsmenn
áfram á næstu leik-
tíð. Þetta staðfesti
Börkur Edvardsson,
formaður knattspyrnu-
deildar Vals, í samtali
við Fréttablaðið í gær.
„Það lá alltaf fyrir að
hans samningur rynni út
15. október næstkomandi,“
sagði Börkur. „Við erum nú
að vinna í okkar þjálfara-
málum og ótímabært að segja
hvenær við ráðum nýjan mann.
Það verður bara að koma í ljós,“
bætti hann við.
Hann vildi ekkert tjá sig um
þann orðróm að Sigurður
Jónsson myndi taka við
þjálfun liðsins en fleiri
hafa verið orðaðir við starf-
ið, svo sem Guðmundur Bene-
diktsson, leikmaður KR.
Guðmundur var sterklega
orðaður við Val í sumar
eftir að Willum Þórssyni
var sagt upp sem þjálfara
Vals í lok júní. KR vildi þó ekki
sleppa Guðmundi og því varð
ekkert af því að hann tæki við
þjálfun Vals.
Liðinu hefur ekki gengið vel
undir stjórn Atla og hefur aðeins
unnið tvo leiki af níu í deildinni.
Alls hafa fimm tapast.
„Atli klárar tímabilið, það
er alveg klárt,“ sagði Börkur.
„Hann hefur hjálpað okkur mikið
að endurskipuleggja afreksstefnu
fótboltans upp á nýtt og við höfum
notað helling af því sem hann
hefur komið með í félagið. Við
munum byggja á því til framtíð-
ar og félagið mun skilja við Atla
í góðu.“
Atli sagði í samtali við vef-
miðilinn fótbolti.net í gær að
hann stefndi að því að koma
sér að hjá félagi erlendis í
haust. Ef það gengi ekki
eftir kæmi hann aftur til
Íslands. - esá
Valsmenn leita að eftirmanni Atla Eðvaldssonar:
Atli verður ekki áfram
ATLI EÐVALDS-
SON Hefur átt
erfitt sumar með
Valsmönnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tólf leikmenn Pepsi-deildar karla hafa gefið 6 stoðsendingar eða fleiri í sumar:
Matthías hefur gefið flestar
9 STOÐSEND-
INGAR Matthí-
as Vilhjálmsson
hefur spilað félaga sína
uppi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHÖFÐABAKKA 9 · 110 REYKJAVÍK · WWW.VERBUD.IS
Opið hús í dag
laugardag kl. 11 - 17
Verbúð – Skrifstofuathvarf býður uppá heildarlausnir fyrir minni fyrirtæki.
Vönduð skrifstofuaðstaða búin allri nútímatækni á besta stað í Reykjavík.
Hvort sem þú ert með nýstofnað fyrirtæki, þarft að stækka eða minnka skrifstofuna,
ert að vinna að verkefni eða vantar tímabundna aðstöðu fyrir erlenda samstarfsaðila.
Við höfum lausnina fyrir þig. Fullbúin fundarherbergi með skjávarpa og fjarfunda-
búnaði. Móttaka, póstþjónusta, símsvörun og fullkomið IP símkerfi.
Skrifstofuaðstaða frá 14.900 kr. á mánuði.
Kynntu þér málið á www.verbud.is
Ertu á vergangi?