Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 74

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 74
42 12. september 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Um helgina Tilnefndar kvikmyndir frá öllum Norðurlöndunum verða sýndar í Háskólabíói um helgina. Einstakt tækifæri til að sjá hvað er að ger- ast best í norrænni kvikmynda- gerð. > Ekki missa af beinni útsendingu frá tón- leikum í Þýskalandi þar sem sinfóníur Beethovens verða fluttar. Kringlubíó kl. 18. Grænlenski kórinn Erinnap Nipaa er kominn til landsins og heldur hér þrenna opna tónleika. Á morgun verður sungið í Seltjarnarneskirkju og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Á mánudag verða tónleikar í Norræna húsinu klukkan 20 og á þriðjudag kemur kórinn fram í Tónlistar- húsinu á Akranesi klukkan 15. Alls staðar er ókeypis inn. Sungnir verða grænlenskir söngvar og klæð- ast kórfélagar sínum litskrúðuga grænlenska þjóðbúningi. Ekki verður þó eingöngu sungið heldur er 73 ára gamall trommudansari með í för sem mun leika listir sínar. Einnap Nipaa er frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi þar sem á fjórða þúsund manns býr. Qaqortoq, sem þýðir hið hvíta, er vinabær Akraness. Heimsókn kórsins til Íslands er liður í að styrkja menningartengsl landanna í kjölfar aukins sjálfstæðis Grænlands. - bþs Grænlenskur kór í Íslandsheimsókn FRÁ QAQORTOQ Merking nafnsins er hið hvíta. Danskt heiti bæjarins er Julianehåb. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HÁKON Verk Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) eru í fyrirrúmi og nánast tilefni sýningarinnar Blik, sem er þýðing á hinu alþjóðlega heiti OP, sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í dag. Þar er varpað ljósi á op–listina og þau áhrif sem hún hefur haft á íslenska listamenn frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Fjölmargir listamenn hafa skírskotað til op- listarinnar í verkum sínum en á sýningunni eru sýnd verk eftir átta íslenska listamenn sem á einn eða annan máta beita sjónhverfingum eða leika sér með upplifun áhorfandans í verkum sínum. Op-listin á rætur að rekja til miðrar síð- ustu aldar, en orðið op er dregið úr optical sem þýðir blik. Í op-listinni er áhersla lögð á sam- band áhorfandans og listaverksins og gerð er tilraun til að breyta skynjun áhorfandans með framsetningu lita, forma og ljóss. Verkið mynd- ar þannig hreyfingu út frá ólíku sjónarhorni áhorfandans. Sýningin hverfist um myndlistarkonuna Eyborgu Guðmundsdóttur, sem lítið hefur borið á í íslensku listalífi en er kunn í þröngum hópum þeirra sem skoðað hafa hvernig alþjóðlegar bylgjur bárust hingað. Eyborg aðhylltist geó- metríska abstraksjón en margir gætu kannast við glerverk hennar í glugga Mokka, sem hefur hangið á sama stað í rúma fjóra áratugi, eða frá því að Eyborg hélt þar sýningu árið 1966. Hún nam myndlist í París og sýndi víða um Evrópu í hópi áhrifamikilla listamanna sem kölluðust Group Mesure. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1965, en síðasta sýning hennar var tíu árum síðar í Norræna húsinu. Hún er ótvírætt sá íslenskur listamaður sem gekk lengst fram í að tileinka sér hugmyndir og tækni op-listarinnar. Þetta er fyrsta sinn sem verk hennar og lífstarf eru sett í innlent samhengi, þótt stök verk hennar hafi ratað í samsýningar. Raunar gegnir furðu að framlag hennar til íslenskrar myndlistar skuli ekki hafa fengið meiri athygli. Auk verka Eyborgar eru sýnd ný og eldri verk Arnars Herbertssonar, verk Jóns Gunnars Árna- sonar, Gravity sem hann sýndi á Feneyjatvíær- ingnum árið 1982, Colour Spectrum og teikning- ar eftir Ólaf Elíasson og ný og eldri verk Helga Þorgils Friðjónssonar. Einnig eru til sýnis verk eftir Hrein Friðfinnsson, Hörð Ágústsson og pop-op verk eftir JBK Ransu. Sýningarstjóri er Helgi Már Kristinsson, en hann verður með leiðsögn um sýninguna sunnu- daginn 13. september kl. 15. Bliksmiðja verður opnuð í norðursal á sama tíma en um er að ræða fjölskylduvæna og fræð- andi listsmiðju. Þar er hægt að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum, sem tengjast blik- list, sjónblekkingum og vísindum. Hópar eru velkomnir en þurfa að bóka tíma hjá safninu. pbb@frettablaðið.is EYBORG OG OP-LIST Á ÍSLANDI MYNDLIST Eyborg Guðmundsdóttir listmálari. Myndin var tekin 1959 af Andrési Kolbeinssyni ljósmyndara. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Þrá og ástríða Í gær fór fram doktorsvörn við íslensku- og menningardeild hugvísindasviðs við Háskóla Íslands í Hátíðarsal. Fern Nev- jinsky varði þá ritgerð sem hún nefnir: Désir et passion dans l’œuvre dramatique de Jóhann Sigurjóns- son, eða Þrá og ástríða í leikverk- um Jóhanns Sigurjóns- sonar. Doktors- ritgerð þessi var lögð fram samtímis við Háskóla Íslands og Université Paris IV- Sorbonne samkvæmt samstarfs- samningi skólanna frá 2003. Hún er rituð á frönsku en henni fylgir ítarlegt ágrip á íslensku. Leiðbeinendur voru prófessor Torfi H. Tulinius og prófessor Marc Auchet. Höfundur var um árabil dós- ent í sálarfræði við háskólann í Rúðuborg, auk þess sem hún starfaði sem sálgreinir um ára- tuga skeið. Á miðjum aldri hóf hún nám í norrænum bókmennt- um við Sorbonne og er ritgerð þessi lokaáfangi á þeirri leið. Hún nýtir sér umtalsverða sér- þekkingu sína á sálgreiningu til að nálgast leikrit Jóhanns Sigurjónssonar á nýstárlegan hátt. Ritgerðin skiptist í átta kafla auk inngangs þar sem greint er frá tilgangi höfundar og aðferð- um hans lýst, og lokakafla þar sem helstu niðurstöður hans eru dregnar saman. Um er að ræða ítarlega greiningu á leik- verkum Jóhanns með aðferðum sálgreiningar. Megintilgáta doktorsefnisins er sú að þrár persóna Jóhanns Sigurjónssonar leiðir þær út í ástríður, sem opna leiðina fyrir andlegu hruni þeirra með alls- herjar afturhvarfi til frumstiga sálarlífsins. Með aðferðum bókmennta- fræðinnar, en einnig með skír- skotun til skrifa Sigmunds Freud, Jacques Lacan og fjölda annarra höfunda úr röðum sálgreinenda, er farið í gegn- um öll leikrit Jóhanns. Athygl- inni er einkum beint að þróun persónanna í leikverkunum. Í lokakafla er kastljósinu beint að frægustu leikpersónu Jóhanns, Galdra-Lofti. Doktors- efnið greinir ofan í kjölinn sam- band Lofts við föður sinn, vin, biskupinn og ástkonurnar tvær, og hvernig þessi tilfinninga- sambönd tengjast þrá hans eftir þekkingu. Fyrir henni er Loft- ur eins konar Don Juan þekk- ingarinnar. Þessi þrá breytist í ástríðu sem ýtir honum fram af ystu nöf og hann dregur veikl- aðar sálir með sér í fallinu. Vörnin fór að mestu leyti fram á íslensku. Doktorsefn- ið sjálft talar íslensku og form varnarinnar miðaðist bæði við hérlendar hefðir og franskar. Andmælendur, auk leiðbein- enda, voru þeir dr. Camille Dumoulié, prófessor við Univer- sité Paris XIII – Nanterre og dr. Sveinn Yngvi Egilsson, prófess- or við Háskóla Íslands. Heiðurs- andmælandi var dr. Sveinn Ein- arsson leikhúsfræðingur. Með ritgerðinni bætist enn við rit sem greina höfundar- verk Jóhanns, ævisögu Helge Thorberg og rannsóknar- verk Jóns Viðars Jónassonar, Kaktusblómið og nóttin. - pbb FERN NEVJINSKY Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn mun taka til starfa í maí árið 2011. Ákvörðun um nafn á húsið verður tekin ekki síðar en í nóvember næstkomandi. Þetta kom fram í erindi sem Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portus Group, hélt á ráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar um mikilvægi fundamarkaðarins, sem nú stendur yfir á Hilton Nordica. Á ráðstefnunni kom fram að með tilkomu þess muni markað- urinn fyrir fundi og ráðstefnur stækka verulega.Hlutur Íslands í alþjóðlega fundamarkaðnum er aðeins 0,3 prósent. - pbb Tónlistarhús- ið opnað 2011 MENNING Það verður mikið um dýrðir á Austurbakkanum í maí 2011. Hver var Frida Kahlo? Litrík og stormasöm ævi Fridu Kahlo sem hneykslaði heiminn með taumlausu líferni sínu og stórbrotinni myndlist. Snilldarlega skrifuð söguleg skáldsaga um áhrifamikinn listamann og einstaka konu. Fáanleg í kilju. „Ég get lesið þessa bók aftur og aftur ...“ Jenný Anna Baldursdóttir / jenfo.blog.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.