Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 42
„Leikritið fjallar um lítinn strák sem heitir Björn og vaknar við það að vera með horn á hausnum. Hann reynir ásamt vinkonu sinni, Jórunni, að komast að því hvern- ig hann geti losnað við hornin og á meðan þau glíma við þessa gátu lenda þau í ýmsum ævintýrum og leysa ýmsar þrautir.“ Þannig lýsir Bergur Þór Ingólfsson barnaleik- ritinu Horn á höfði sem frumsýnt verður sunnudaginn 13. september klukkan 14 í Grindavík. Það er Grindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL, sem stendur að uppsetn- ingunni. Bergur Þór leikstýrir verkinu, sem hann skrifaði ásamt Guðmundi Brynjólfssyni. „Hugmyndin vakn- aði út frá merki Grindavíkur en á því eru tveir hafrar með horn á hausnum. Landnámsmaður í Grindavík hét Hafurbjörn en strákurinn í leikritinu heitir Björn og Hafur- björn er snúinn aftur í honum,“ útskýrir Bergur. Þrír leikarar leika í stykkinu; Víðir Guðmundsson, Sólveig Guð- mundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. „Svo hefur Villi naglbítur samið tónlist sem við höfum gefið út á geisladisk og Eva Vala Guðjóns- dóttir sér um leikmyndina og bún- ingana,“ segir Bergur, sem stofn- aði GRAL-leikhópinn í fyrra. Upphaf leikhópsins má rekja til létts gríns milli Bergs Þórs og Víðis Guðmundssonar. „Við erum báðir frá Grindavík og ákváðum að stofna Félag grindvískra atvinnuleikara þar sem við vorum einu félag- arnir. Við bjuggum til nafnið GRAL og svo vatt þetta upp á sig og við enduðum á að búa til atvinnuleikhús í Grinda- vík, með stuðningi góðra vina,“ segir Bergur glað- lega. Starfsemin hefur gengið vonum framar. Til dæmis var GRAL- leikhópurinn tilnefndur í fyrra, á fyrsta starfsári sínu, til Grímuverðlauna fyrir leikrit sitt, 21 manns saknað. Þess má geta að það verður sýnt í vetur í Landnámssetrinu í Borgar- nesi. Bergur segir leikhópinn hafa fengið góðan stuðning frá Grinda- víkurbæ en Horn á höfði er sett upp í samstarfi við bæjaryfir- völd, með stuðningi frá Menningar- sjóði Suðurnesja, menntamála- ráðuneytinu og listamannalaunum. Horn á höfði verður sýnt um hverja helgi. Hægt er að panta miða á www.midi.is, með því að senda póst á grindviska.gral@gmail.com eða hreinlega með því að hringja í síma 823-5477. solveig@frettabladid.is Vaknaði með horn á höfði Grindvíska atvinnuleikhúsið, GRAL, frumsýnir á morgun nýtt barnaleikrit í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Það fjallar um ungan dreng sem vaknar með horn á höfði og baráttu hans við að losna við þau. Þetta er annað starfsár GRAL, sem tilnefnt var til Grímuverðlauna í fyrra. Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og handritshöfundur í Grindvíska atvinnu- leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Keppnin snýst um að útbúa tvær kökur sem verða að inni- halda Kahlua-líkjör og Puratos- bökunarvörur. Kahlua á Íslandi mun útvega keppendum öskju af Kahlua til að þróa kökuna og Puratos mun bjóða keppendum valdar vörur á sérkjörum. Dómnefnd mun dæma fram- lag hvers keppanda og er hún skipuð fimm sérvöldum sæl- kerum en Hafliði Ragnarsson „chocolatier“ er yfirdómari. Gyllti salurinn verður opnaður almenningi klukkan 15 og gefst þá færi á að smakka kökurnar áður en úrslitin eru kynnt. Kakan sem ber sigur úr býtum mun hljóta titilinn „Kahlua-kaka ársins 2009“. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin; meðal annars utanlandsferð, gjafabréf á veitingastaðinn Silfur og gjafa- körfur. Skráningu skal skila á netfang- ið johannes@isam.is í síðasta lagi 15. september næst- komandi. Keppt í kökugerð ÍSLENSK-AMERÍSKA EFNIR TIL KÖKUGERÐARKEPPNI SEM HALDIN VERÐUR Í GYLLTA SAL HÓTEL BORGAR 26. SEPTEMBER. Högni Sigþórsson teiknaði myndir við leiksýninguna. SKRAPATUNGURÉTT í Austur-Húnavatnssýslu verður haldin sunnudaginn 20. september. Daginn áður eru hrossin rekin til byggða og þá um kvöldið verður stóðréttardansleikur. Mikil upplifun bæði fyrir hestamenn og aðra áhugasama.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.