Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 26
að þeir voru ekki nógu skeleggir, eða nógu trúverðugir, eða nógu kunnugir honum — eða vegna þess að þeir kynnu að reynast lausmálgir ef þetta reyndist allt saman hugarburður. Loks voru eftir Girard og Ray Clark, hans gamli vinur. Án þeirra tveggja gat hann ekki komið neinum vörnum við. _Iverjir fleiri? Auðvitað Casey. Eðlisávisun hans virtist traust. Vonandi voru upplýsingar hans það líka. Að minnsta kosti var Casey þegar kominn á kaf í málið. Ráðuneytið? Lyman rifjaði upp ráðherralistann í skyndi. Hann hafnaði hverju nafninu á fætur öðru, og velti fyrir sér hvort sú afgreiðsla væri til hnjóðs mönnunum sem í hlut áttu eða honum sjálfum fyrir að velja þá. Hann geymdi Todd vísvitandi þangað til siðast, Christoper Todd, hinn eitilharða, hámenntaða fjármálaráðherra, bezta heilann í ríkisstjórninni. Þar að auki hafði hann sýnt að hann gat þagað yfir því sem forsetinn trúði honum fyrir. Svo hafði hann enn einn kost — af engu hafði Chris eins gaman og leynibralll. Svo var hann gædd- ur hæfileika góðs lögfræðings til að sigta urmul af getgátum eins og þarna var um að ræða og skilja eftir beinharðar stað- reyndirnar. Chris varð hann að hafa með. Þegar kom að starfsliði Hvita hússins, kom Lyman á óvart hve mörg nöfn fuku burtu eins og visnuð laufblöð. Þetta voru mennirnir sem höfðu háð kosn- ingabaráttuna með honum og hjálpað honum að koma ríkis- stjórn sinni á laggirnar — en hve mörgum þeirra var hægt að treysta í máli eins og þessu? Ekki blaðafulltrúanum, víst um það. Frank Simon fleytti það sem flaut á yfirborðinu með ná- kvæmni og hraða, þetta var of- vaxið hans skilningi. En svo var það Art Corwin. Rólegi, herða- breiði lífvarðarforinginn. Hann myndi gera hvað sem væri fyrir forsetann — hvaða forseta sem væri. Án þess að hafa nokkru sinni grennslazt eftir þvi, var Lyman handviss um að Corwin veitti hollustu sína forsetaem- bættinu, en ekki manninum sem gegndi því hverju sinni. Þar að auki gat Lyman ekkert hreyft sig úr stað án þess að hafa Corwin við hlið sér. Hann varð að taka hann með. Hverjir fleiri komu til greina? Yfirmaður FBI? Það var voldug- ur maður, en Lyman þekkti hann varla, hann hafði aðeins talað við hann þrisvar og þá alltaf í embættiserindum. Forsetinn seildist í eintak af Ríkishandbókinni og fór yfir listann með nöfnum vararáð- herra, fuiltrúa í opinberum nefndum, meira að segja dóm- stólana. Á þeim var ekkert að græða. Hann þekkti í rauninni engan þessara manna nógu vel. 26 Hann gat trúað þeim fyrir erind- rekstri erlendis eða að semja álit um löggjafarmál. En þegar kerfið sjálft var í húfi, nei. Loks voru það þá þessi sex^ -r XT 0 p n /Gt TVT H A U T nöfn, hann sjálfur, Ray Clark, K irSJ(j ££ U K X-/ IN JUAJtlL Girard, Casey, Chris Todd og Art Corwin. Og Esther. Drottinn KONGELIG HOF LEVERAND0R minn dýri, já Esther. Hann gat ekki einu sinni símað án hennar. Við erum þó að minnsta kosti sjö á móti þeim fimm í yfirher- ráðinu, hugsaði Lyman. Okkur skortir kannski nokkrar herdeild- ir og eldflaugar, en við höfum tvær aldir á okkar bandi — og fjóra daga. Fjóra daga! Hann gekk inn í svefnherberg- ið og tæmdi buxnavasana sína á snyrtiborðið. „Háttatími, Timm- er,“ sagði hann við hundinn. Úti fyrir Hvíta húsinu var skipt um lögregluvörðinn sem átti að sjá um að forsetanum væri ekkert mein gert. Þeir gættu mannsins. Embættið sem hann gegndi sá um sig sjálft. í tæpar tvær aldir hafði það aldrei þurft á verði að halda. Þriðjudagsmorguninn. Jordan Lyman opnaði annað augað og lokaði því jafnharðan. „Fótaferðartími, Jordie," var faðir hans vanur að segja heima í Ohio. „Heimurinn biður eftir þér.“ Hér í Hvíta húsinu beið heimurinn alltaf eftir honum. Rigningin buldi á gluggunum í morgunskímunni. Nú var hann vaknaður, en tregur til að yfir- gefa þægilegt bólið. Hann hugs-, aði um Elizabeth dóttur sína í Louisville. Ég vona að sólin skíni á hana, veslings barnið. Nú er hún líklega komin i fæð- ingarsjúkrahúsið. Það ætti að vera laglegt barn sem þau hjón- in eignast. Bezt að hringja í Doris og vita hvernig líður. Lyman var að setjast á rúm- stokkinn, þegar allt rif.jaðist upp fyrir honum. Landgönguliðs- ofurstinn í gærkvöld og furðu- sagan hans, Scott. MacPherson. ECOMCON. Hann stóð upp, klæddi sig í snatri, og um ieið og hann fór út úr svefnherberginu tókst hon- um að brosa tii undirforingjans sem sat í forsalnum. Hann sat við morgunverðarborðið í borð- stofunni, þegar Esther Townsend kom inn. Hún var snyrt og greidd, blússukraginn stífur, hár- lokkurinn liðaðist um gagnaug- að. „Fáðu þér kaffi, Esther," sagði hann. „Fréttirnar í dag eru eins andstyggiiegar og veðr- ið. Einhver sækist eftir starfi mínu." Esther þáði kaffið. „Heyrðu nú, fylkisstjóri," sagði hún og notaði sama titilinn og hún var vön síðan hann var saksóknari í Ohio og átti enn tvö ðr eftir í fylkisstióraembættið. „Er þetta ekki nokkuð snemmt að hafa áhvggiur af hvernig gengur 1976?" „Einhver sækist eftir starfi mínu nú þegar." Lyman sagði Heimsfrægt merki, glæsileg gjöf MÁVABTELLIÐ FRÁ BING & GRDNDAHL ER HÖFUÐPRÝÐI Á HVERJU HEIMILI. VERÐUM MEÐ MIKIÐ ÚRVALÁ NÆBTUNNI, ÞAR BEM INNFLUTNINGUR Á PGBTULÍNBVÖRUM HEFUR VERIÐ GEFINN FRJÁLB. ATHUGIÐ! ÞAÐ ER HÆGT AÐ KAUPA EINN GG EINN HLUT í MÁVABTELLIÐ □□ EIGNABT ÞAÐ ÞANNIG Á LÖNGUM TÍMA. GJÖRIÐ BVD VEL □ □ LÍTIÐ INN. MINJAGRIPAVERZLUNIN BÆNDAHDLLINNI 5ÍMI 24B6B FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.