Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 47

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 47
svarað, gekk Tracy fram. Hún hoppaði léttilega yfir kaðlana sem strengdir voru kringum gróðursetningarsvæðið. Eg skal hjálpa þér að gróð- ursetja þetta tré,“ sagði hún á bjagaðri melóvakísku. Hún hafði lesið um þennan sið. Hún vissi, að bóndanum var frjálst að þiggja aðstoðina eða hafna henni, og undir því hafði vinátta hinna tveggja ríkja verið komin áður fyrr. Bóndinn leit á ungu stúlk- una. Hann var harðgerður og sterklegur maður, hafði barizt fyrir frelsi þjóðarinnar og lagt mikið í sölurnar fyrir sjálf- stæði þess. En undir niðri hafði hann ávallt trúað á friðsam- lega sambúð einstaklinga og þjóða. „Ég er bróðir þinn,“ sagði bóndinn og notaði hin fornu friðarorð. „Ég er systir þín,“ svaraði Tracy hátíðlega. Þau tóku tréð á milli sín og stungu því varlega niður í hol- una, rökuðu moldina að rótum þess og vökvuðu hana. Síðan réttu þau hvort öðru báðar hendur yfir litla tréð og hristu þær þrisvar upp og niður — í fyrsta sinn til að biðja um skilning, í annað sinn til að biðja um umburðarly'ndi og í þriðja sinn til að biðja um þann frið sem þetta tvennt myndi leiða af sér. AHORFENDURNIR trylltust af hrifningu. Þeir úm- kringdu bóndann og ungu stúlkuna þangað til ekkert sást af Tracy nema melóvakiska loðhúfan hennar. Það var hleg- ið og fagnað, sungið og dansað, og Tracy var miðdepill gleð- innar. Charles Gilmore og stjórnar- fulltrúi Melóvakíu féllust í faðma. Þeir vissu ekki hvers vegna, en einhvern veginn virt- ist það sjálfsagt og óhjákvæmi- legt. Seinna myndu þeir taka upp formlegar umræður um lán og hlunnindi, en nú skein daufa melóvakíska sólin, og kulda- legu, formföstu Melóvakarnir voru farnir að hlæja og syngja. Þetta var upphaf vináttu og gagnkvæms skilnings. Öryggisverðirnir komust hvergi nærri Tracy, börnin hlógu og klöppuðu saman lóf- unum, og bóndinn kyssti Tracy á báðar kinnar að melóvakísk- um sið, og hún kyssti hann á móti. T>LÖÐIN í Landinu Okkar ® * birtu lofgerðir um Tracy. Það var þegar byrjað að á- ætla næstu ferð hennar um Austurlönd fjær og nær. Hún átti að vinna hjörtu hinna eirð- arlausu þjóða og treysta gagn- kvæm vináttubönd. Utanríkis- þjónustunni hafði ekki áskotn- azt annar eins liðsauki í mörg ár. Tracy vissi, að hún mátti ekki vera svo óþjóðrækin að neita að fara. En hún sat og hugsaði um Bill Meredith dag- inn út og daginn inn. Hún var svo annars hugar, að faðir hennar óttaðist, að hún hefði smitazt af einhverjum meló- vakískum vírussjúkdómi. Brátt var heimsókninni til Melóvakíu lokið, og á flugvell- inum kom Tracy auga á Bill Meredith í hópi blaðamann- anna, og hún gaf honum merki um að koma. Hann flýtti sér til hennar og tók ekkert eftir forvitnis- legum augnatillitunum sem að þeim beindust. Allir viðstaddir reyndu að hlera eitthvað af samræðunum til að geta skrif- að heim nýjustu fréttir um hina fögru og töfrandi Tracy Gilmore. EG er læknaður af öllum hleypidómum,“ sagði Bill Meredith við Tracy, því að hann vissi, að þau höfðu ekki • ••••• Framh. á bls. 52. 40**1 r 4 4mri*A Im'Ialei^n nia:<niiKar ski|>li«>Eti 21 símar: 211514»-2113t5 tíaukur (fuðntuhéfjMh HEIMASÍMl 21Ö37 FLUGSYN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.