Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 55

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 55
• Tígrisdýriit Framh. af bls. 14. farið að gægjast út um glugg- ana þar til að sjá, hvað væri að. Nokkrir bílar hægðu á ferðinni. Einn þeirra nam staðar við hlið- ina á mínum og þrir kraftalegir verkamenn stigu út. Stúlkurnar hentust til þeirra snöktandi og bentu á mig. Ég opnaði dyrnar á minum eigin bíl, þá sem nær var og settist niður með fæturna út í rigningunni. Ég gat um ekkert hugsað nema bílinn á fleygiferð eftir veginum með mig á hæl- um sér. Ég sá hann aka útaf á fjörutíu mismunandi vegu. Ég sá þessar vesalings stúlkur lif- lausar, deyjandi, limlestar, slas- aðar; og allt var mín sök. Það hefði svo vel getað gerzt. Það nálgaðist kraftaverk, að það skyldi ekki verða. Ég leit enn einu sinni á blæjubilinn til þess að fullvissa sjálfan mig. Síðan fól ég andlitið I höndum mér og sat þarna nötrandi. „Fullur, ha?“ sagði einn verka- mannanna með hranalegri fyrir- litningu. Hann teygði sig inn og tók billyklana mína. „Þú ferð ekkert, Sveinki." Ég sagði honum, að ég myndi ekki einu sinni reyna það. Fólksfjöldi var að safnast saman þrátt fyrir rigninguna. Verkamennirnir skipuðu sjálfa sig verði um mig, og einhverjir aðrir vöfðu regnkápum um stúlk- urnar og fóru með þær inn í matstofuna. Við biðum eftir lög- reglunni. Einhver hafði auðvit- að hringt á hana. Mér datt í hug, að ég myndi fá orð í eyra hjá Tracey, ef hún frétti um þetta og að með þessu hefði ég fengið henni í hendur tilvalið vopn gegn mér. En þessa stund- ina stóð mér á sama. Mér stóð á sama um allt nema það, að ekki hafði orðið siys. Óveðrinu slotaði og úrfellið varð að hráslagalegum úða. Ég vildi fá að fara í jakkann, en einn vörðurinn varð fyrst að at- huga, hvort engin byssa væri í vasa hans. „Það er ekki hægt að treysta kónum af þínu tagi,“ sagði hann. „Jæja, hérna." Hann henti til min jakkanum. „Farðu í hann." Framh. á bls. 61. Æi£u) þsh að {fshðdst ? Cdýrar íerða- og slysatryggingar, íarangurs- tryggingar Bi*unab«»ta£élag íslands Skrifstofa; Laugavegi 105, sími 24425. Kæri Astró, Mig langar til að biðja þig að segja niér eitthvað um fram- tíðina. Ég er fædd 1947 og aðalvandamál mitt um þessar mund- ir er, hvað ég á að taka mér fyrir hendur. Ég er útskrifuð úr gagnfræðaskóla með ágætri einkunn, en mig mundi langa til að Iæra eitthvað meira, þó ekki langt nám, en eitthvað sem veitti mér góð atvinnuréttindi. Nú sem stendur vinn ég við verzlunarstörf og Iíkar það ágætlega, en ekki vildi ég starfa við það til frambúðar. Ég á mjög létt með að lœra tungumál, og ég er góð í teikningu. Einnig langar mig til að biðja þig að segja mér eitthvað um giftingarhorfur, en ég er alls ekki í þeim hugleiðingum eins og er. Áður en ég tek þau mál alvarlega langar mig til að ferðast og læra eitthvað. Hvernig verður heilsan? Svo langar mig til að vita eitthvað um skapgerð mína. Með fyrirfram þökk. Steina. Svar til Steinu: Þú ættir endilega að leggja stund á eitthvað það sem ýtir undir tjáningarhæfileika þinn og fegurðarskyn. Ég held að það ætti mjög vel við þig að læra t. d. tízkuteikningu, og einnig allt sem að fegrun kvenþjóðar- innar litur. Einnig alls konar listiðnaður þar sem þú hefðir tækifæri til að skapa eitthvað nýtt. Verzlunarstörf eiga illa við þig, en þau sníða þér of þröngan stakk, nema þú gætir sjálf séð um verzlun sem verzl- aði t. d. með tízkufatnað sem þú hefðir á einhvern hátt átt þátt í að skapa eða velja. Þú gætir einnig lært innanhúsa- skreytingar, útstillingar og fleira þess háttar, en þú skalt samt reyna að koma því þannig fyrir að þú hafir sem frjálsast- ar hendur svo að hæfileikar þínir fái notið sín. Þér mun líka bezt að vinna þegar þú ert virkilega upplögð, en ekki eftir reglum sem aðrir setja þér. Þú munt eiga eftir að byrja á nokkuð mörgu áður en þú finnur hið rétta starf. Það væri mjög gott fyrir þig að byrja á að læra litameðferð og reyna svo stig af stigi og þroska listræna hæfileika þína. Giftingarmöguleikar þínir eru ágætir þó ekki sé ráðlegt að hugsa um slíkt eins og er, en það kemur allt á sínum tíma. Þú ert mjög félagslynd og skemmtileg en nokkuð tilfinn- ingarík. Þú átt eftir að lenda í mörgum og misjöfnum ástar- ævintýrum sem þu munt þó komast slysalaust út' úr. Þú hefur mikið aðdráttarafl fyrir karlmenn og notfærir þér það á ýmsan hátt, en ekki alltaf á réttan máta. Þú sérð eftir því síðar ef þú lætur þennan þátt eðlis þíns ná of miklu valdi yfir tilfinningum annarra. Þú ert frekar veikbyggð og þarft að fylgjast með heilsunni og þú ættir aldrei að snerta tóbak eða áfengi því það gæti spillt heilsunni alvarlega. Þú munt að öllum líkindum setj- ast að erlendis en verða mikið á ferðalögum sérstaklega þegar á ævina líður. Férðalög verða þér ætíð til ánægjú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.