Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 40

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 40
SENDI HEKIiA DOTTIRIN HÚN hét Tracy Gilmore. Hún var tuttugu og tveggja ára gömul. Hárið á henni var ljósgullið, augun stór og björt, vaxtarlagið allt að því fullkom- ið. Hún hafði verið sendiherra- dóttir alla sína ævi. Það hafði í för með sér, að hún varð að mæta í eilífum diplómataveizl- um, hlusta á samræður sem hún hafði harla lítinn áhuga á, og segja þau orð sem við áttu hverju sinni. Tracy Gilmore var hrein- skilin stúlka og blátt áfram, og hún gat ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en stjórnmál. Hún hafði ekki ferðazt mikið með foreldrum sínum, heldur stundað nám í góðum skóla, en nú var skólagöngu hennar lok- ið, og foreldrar hennar ætluð- ust til, að hún tæki sér glæsi- lega á herðar þær skyldur, sem dóttur sendiherra bar að rækja. fT'RACY hafði fengizt við sitt -L af hverju eftir að hún út- skrifaðist úr skólanum. Um tíma hafði hún þjáðst af list- rænni köllun, gengið um í röngum síðbuxum og heldur óhrjálegri úlpu með hárið úfið og ósköpin af málingu kring- um augun, en málverk hennar, teikningar og höggmyndir vöktu ekki neina hrifningu kennaranna í myndlistarskólan- um, svo að hún varð leið á til- raunum sínum og sneri sér að öðrum viðfangsefnum, fyrst hattasaumi, siðan ballett, þá tízkuteiknun og loks karlmönn- um. Foreldrar hennar tóku þess- um duttlungum með þögn og þolinmæði þangað til henni varð á að hafa stefnumót við aðstoð- arráðherra frá tveim löndum, sem voru í þann veginn að slita stjórnmálasambandi hvort við annað. Þá fannst föður Tracy hún hafa gengið of langt. JÁ, en þetta hefði getað komið fyrir hvern sem væri, góði pabbi minn.“ „Þú ert ekki hver sem er,“ svaraði Charles Gilmore. Hann var sárgramur. Dóttir hans var stöðugt að opna bazara, skíra skip og láta sjá sig á hátíðleg- um dansleikjum, og þessar skyldur rækti hún samvizku- samlega en stjörf í augum, eins og henni dauðleiddist. Gilmore ættin hafði starfað á vegum utanríkisþjónustunnar mann fram af manni, og Charles Gil- more sá sér til hugarangurs, að Tracy virtist ekki hafa erft hina fágætu hæfileika forfeðra sinna á sviði stjórnkænskunn- ar. „Við förum til Melóvakíu í næsta mánuði,“ sagði hann. „í mikilvægum erindagjörðum. — Meðal annars þurfum við að treysta vináttubönd Melóvak- anna við Landið Okkar.“ /^HARLES Gilmore talaði aldrei um land sitt nema með orðunum Landið Okkar, óhjákvæmilega með upphafs- stöfum. „Ég ætlast til þess, að þú komir fallega fram,“ bætti hann við með alvöruþunga. „Auðvitað," lofaði Tracy. „Mér er sagt, að þarna séu afbragðs skíðabrekkur," hélt faðir hennar áfram. Hann treysti aðstoð konu sinnar í op- inberu veizlunum, og Tracy gæti tæplega gert mikið af sér í hinum nafnkunnu, snævi- þöktu hlíðum Melóvakíu. „Fínt,“ sagði Tracy. „Ég hlakka til að kynnast þjálfur- unum — þeir eru svo agalega sætir strákarnir í Miðjarðar- hafslöndunum.“ „Melóvakía er ekki Mið- jarðarhafsland,“ sagði Charles Gilmore. „íbúarnir eru Slavar, afar þjóðræknir menn. Þú skalt lesa þér eitthvað til um sögu landsins og læra nokkrar setn- ingar í málinu. Melóvakarnir eru stoltir og uppreisnargjarn- ir í eðli sínu, sjálfstæðir og frelsisunnandi, og við vonum, Framh. á bls. 43. EFTIR VALERIE WATSON J FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.