Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 66

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 66
* Kvikmyndtr Framh. af bls. 35. samningu kvikmyndahandrits, sem að sjálfsögðu er skáldskapur, en byggist þó á raunverulegum atburðum. Mynda- takan stóð yfir í heilt ár. Þetta er ekki heimildarkvikmynd, heldur „samin“ mynd og leikin. Samkvæmt handritinu búa börnin í húsarústum í hæðardragi í Rio. Þau eru rekin burt af „heimili" sínu af nokkrum afbrotamönnum, sem eru að fela sig fyrir lögreglunni, og því eiga börnin einskis annars úrkosta en leita niður í borgina, þar sem þau með öllum hugsanlegum ráðum reyna að hafa í sig og á. Og þau eiga sífellt von á að vera gripin af lögreglunni og flutt nauðug á hið skelfilega mun- aðarleysingjahæli Caxambo. Arne Sucksdroff hefur lýst börnum •ínum af mikilli nærfærni og ástúð „Það var ekki ætlun mín að lýsa aðeins ömurlegum lífskjörum hóps mannvera, sem er miklu stærri en við hér á Norður- löndum gerum okkur í hugarlund,“ segir Sucksdroff. „Það eru ekki aðeins til umhirðulaus og „villt“ börn í Brasi- líu. heldur í öllum heiminum. Þrátt fyrir allt eru þessi börn hamingjusöm á sinn hátt, þangað til þau verða full- orðin, því það er þá fyrst sem þau gera sér grein fyrir stöðu sinni í þjóðfélag- inu. Þau hneigjast flest til afbrota og spillingar. Ég vona, að kvikmyndahúss- gestir finni einnig, að mér þykir vænt um þessi börn, sem eru yndislegar mannverur." Þessi kvikmynd hefur gerbreytt lífi þeirra barna, sem léku í myndinni. Svensk filmindustri sem er stærsta kvikmyndafélag Svíþjóðar, bauð þeim til Svíþjóðar í tilefni frumsýningarinn- ar, þar rigndi yfir þau gjöfum, og þegar þau snúa aftur heim til Brasilíu, verða þau kostuð til mennta af sænsk- um aðilum. Af öðrum myndum, sem Svensk filmindustri hefur á prjónunum, má nefna nýja mynd eftir Alf Sjöberg, sem í langan tíma hefur verið talinn einn allra fremsti leikstjóri Svía. Þessi mynd heitir Eyjan, og fjallar hún um fólk, sem býr úti í skerjagarðinum, en hef- ur verið vísað burt af yfirvöldunum, af því breyta á eyju þess í æfingasvæði fyrir herinn. Aðalhlutverkin eru leikin að Bibi Andersson og Per Myrberg. Þá stendur yfir taka á kvikmyndinni „Júninótt“ eftir Lars Erik Liedholm, og er þetta fyrsta kvikmynd hans. Hann er 35 ára gamall, og hefur nýlega verið ráðinn sem leikstjóri að Þjóðleikhúsinu sænska. Hann verður yngsti leikstjór- inn þar, en hann hefur áður verið að- stoðarleikstjóri í tveimur kvikmyndum Ingmars Bergmans. Júnínótt er nokkurs konar stemningsmynd, gerist í Stokk- hólmi og skerjagarðinum að sumarlagi og fjallar um unga stúlku og rúmlega þrítugan mann, sem hittast að kvöldi og skilja í dögun. Stúlkan er leikin af Bibi Andersson, en unglingarnir. sem hún umgengst í kvikmyndinni, eru flest- ir leiknir af leiklistarnemendum. auglýsir fyrir sumarfríið Tjöld innlend og erlend, nýjar gerðir, orangelituð með blárri þekju. 2ja manna tjöld kr. 1.830, — 4ra manna tjöld frá kr. 2.325, — Svefnpokar, sem breyta má í teppi. Vindsængur, margar gerðir, sem breyta má stóla, frá kr. 495, — Ný sending af Picnic töskum, nýjar tegundir. Ferðagasprímusar. Pottasett frá kr. 203, — Ferðatöskur frá kr. 147, — að ógleymdri veiðistönginni. Póstsendum. LaUgavegi 13 — sími 13508 • Kóngurtnn Framh. af bls. 7. ríkisarfi, fórst í flugslysi 1947. Sonur hans, Carl Gústaf, sem fæddist 1946, er nú krónprins Svía. Tveir yngri synir konungs gengu að eiga konur af borgara- ættum og afsöluðu sér þar með rétti til ríkiserfða. Dóttir Svía- konungs er Ingrid drottning í Danmörku. Árið 1923 kvæntist Gústaf Adolf lady Louise Montbatten, sem naut mikilla vinsælda allt til dauðadags, en hún lézt á liðnum vetri. • Nútímaborg Framh. af bls. 38. kost, að allir vöruflutning- ar til verzlunarhúsanna færu fram neðanjarðar, svo að fólk yrði þeirra alls ekki vart. Þess vegna hefðu torg- in hlýleik og kyrrð sveita- þorpsins, en byði hins vegar upp á öll þægindi stórborg- anna. Kannski er hér fundin lausnin á mörgum vanda- málum stórborgarbúans. Sví- ar virðast sjálfir að minnsta kosti vera þeirrar skoðunar. ..>eTT/». ev skemmtilcgor SELStcflPOPl. • • • é& HEF6I AF flV SDÁ FKAHON I AUMIN63A MANNINIV SEM fl>OKGAR BRÚiflNN !|! -Kd É6 BIÓTJA VM SK-ýfflN6Ur 36 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.