Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 11
söluop, að Jieir stilli sér ekki upp í biðröð. Og á meðan hver heldur sig á sínum stað fer allt fram í bróðerni, hversu löng, sem biðin kann að verða. Einhvers staðar er það sagt í ísíenzkri bók, að Svíar baði sig sjaldan. Vel má það satt Vera, — en Það er kannski éinfaldlega af því, að þeir eru svo hreinir, að þeir þurfa þess ekki. Hvergi getur að líta snyrtilegra fólk en í Svíþjóð, sumir segja, að Gautaborgar- búar séu reyndar fínastir í tauinu af öllum landsmönn- um. Stokkhólmur verður að sætta sig við það. Það eina, sem skyggir á þessa snyrti- mennsku er harðstjórn tízk- unnar. í vetur þóttist engin kona geta komizt á milli bæja nema með heklaða húfu á höfðinu og kvað svo rammt að þessari trú, að oft á tíð- um var hver einasti kven- maður í strætisvagninum með heklað höfuðfat. Svo er að- dáun fólks á æskulýðnum í meira lagi spaugileg oft á tíð- um. Þegar krakkarnir tóku upp á því að ganga í sjó- mannajökkum og í buxum, sem víkkuðu út að neðan, leið ekki á löngu, þar til fullorðið fólk fór að apa þetta eftir þeim að einhverju leyti, en fullbrðnu fólki fer ekki vel að ganga í barnafötum. f Fáir vissu, hvernig ætti að lifa lífinu, ef vikublöðin væfu ekki til. Þau segja almenn- ingi, hvernig hann eigi að haga sér, svo að hann nái með tærnar, þar sem fegurðar- drottningar og leikarar hafa hælana. Það er það fólk, sem talið er fínt í daglegu máli, þótt allir viti, að enginn er fínn nema kóngurinn og hans skyldulið, sem býr í höllinni uti við Strömmen og prinsess- úrnar, sem giftar eru út um íivippinn og hvappinn og að- állinn, sem er svo fínn, að hann stígur aldrei fæti sín- um í Óperukjallarann eða pnnur almenn skemmtihús, þar sem betri millistéttin leik- ur sér. Útborgir Stokkhólms eru margar og fara ört vaxandi. Þær eru nefndar einu nafni f,svefnbæir“ af sumum, sem hafa þrek til þess að henda gaman að vegalengdunum, sem hafa það í för með sér,, að fólk kemst rétt heim til sín að sofa. En það er annað en hægðarleikur að fá íbúð í sjálfri höfuðborginni. Blaða- menn reiknuðu það út í vetur, að þeir, sem skrifa sig á bið- lista í dag hjá húsnæðisstjórn- inni í Stokkhólmi, mega búast við íbúð eftir 200 ár. Annar hver maður í Stokk- hölmi á sér einn og sama draum. Það er að búa í litl- um, rauðum kofa úti við sjó- inn. Svo er að eignast bát til að dytta að á vorin og sigla á í skerjagarðinum á sumrin. Enn aðrir líta ekki við sænsku sumri heldur fljúga til út- landa ár hvert, — einkum til Spánar eða Ítalíu. Önnur hver skrifstofustúlka getur glatt sig við mynd af sjálfri sér í suðrænu umhverfi. Og þær telja sig komnar á síðasta snúning, ef þær eru ekki bún- ar að tryggja sér far í janúar, þótt ferðin sé ekki fyrirhug- uð fyrr en í ágúst. Þessi fyrirhyggja setur tals- verðan svip á Stokkhólms- borg. Þar er farið að setja upp jólaskraut í sláturtíðinni og páskahrís í kringum þrettánd- ann. En auðvitað er það kaup- mennskan og máttur auglýs- inganna, sem þessu ræður. Enn eru ónefnd leikhúsin í Stokkhólmi og höfuðpaurinn þar, Ingmar Bergman, kvik- myndirnar og kvikmyndahús- in, Skansinn, ráðhúsið við Riddarafjörðinn, sænska synd- in og allt það. FALKINN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.