Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 9
SÆNSKA skáldkonan Selma Lágerlöf sagði, að Stokk- hólmur flyti á vatni. Það má víst með sanni segja. Allir, sem þangað koma, sjá sundin, sem eru skautasvell á vetrum, en siglingaleiðir á sumrum. Þar mætir Lögurinn hafinu. En annað er ef til vill ekki svo augljóst, þegar að því kemur að lýsa Stokkhólmi. Kannski er vænlegast að fletta upp í ferðaskrifstofubækling- um til þess að komast að því, hvernig borgin er, í hverju töfrar hennar séu fólgnir. í slíkum ritum skortir ekki há- stemmdar lýsingar og öryggi 1 að ákvarða, hvað merkileg- ast sé á hverjum stað. En þrátt fyrir þær ágætu upp- lýsingar, er sagan naumast öll sögð. — Þeir, sem kynnast borginni sjá hana oft í öðru ljósi og skoðanirnar verða mis- jafnar. Sumir sjá þessa fljót- ándi borg í sólskini — aðrir koma þangað og fara þaðan í hríð. Einu sinni sat ég með kunn- ingja mínum á gangstéttar- kaffihúsi í Parísarborg. Hann horfði út á torgið fyrir fram- an okkur og sagði: „Heyrirðu ekki nið aldanna?" Ég heyrði að vísu ekkert í að skiptið — en samt er það svo, að París- arnafnið eitt hefur nokkurn veginn ákveðinn hljóm í eyr- um margra — menn tengja það listum, ást og söng — jafnvel þeir, sem aldrei hafa orðið ástfangnir þar — jafn- vel aldrei stigið þar sínum fæti. Ekki veit ég til, að Stokk- hólmur vekji neinar slíkar al- mennar _ hugsanir manna á meðal. íslendingar, sem þar dveljast, mynda sér yfirleitt mjög mismunandi skoðanir um bæinn og getur sá skoð- anamismunur oft leitt til hatramra deilna meðal þeirra. Þeir, sem hrífast af borginni og íbúunum, hrífast svo um munar — þeir telja þá yfir- leitt allt þar miklum mun betra en heima — eins og stúlkan sem sagði að gefnu tilefni, að „enginn sem ætti cent færi til læknis á ís- landi“, heldur hlyti hann að koma rrieð kaun sín á Karó- línska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi. Hinir telja borgina þrautleiðinlega og íbúana sömuleiðis. Það er engan veg- inn auðvelt að afstýra ósköp- um, þegar hóparnir hittast. Þessi gífurlegi skoðanamun- ur styður þá persónulegu skoðun mína, að Stokkhólm- ur hafi engan sérstakan svip. Allir þykjast rekast á sál Parísar þegar á fyrsta degi — að ég nú ekki tala um and- rúmsloftið í Kaupmannahöfn — en mér hefur stundum dottið í hug, hvort Stokkhólm- ur væri ekki alveg sálarlaus. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt þess getið, að fólk rek- ist þar á einhverja sérstaka borgarsál. Þó er mikið talað um sál í öðru sambandi þar, — það er að segja sálfræð- inga, sem raunar eru allir með hugann við líkamann, eða „sexið“ eins og það er kallað. Þetta sálarleysi borg- arinnar þarf engan veginn að vera neikvætt, — hver er kominn til með að segja, að borgir þurfi að hafa sál eða séu betri þannig? Enginn Stokkhólmsbúi mætti heldur vera að því að hlusta á nið aldanna á götum úti eða elt- ast við slíka allsherjar sál. Allir hafa nóg með að varna eigin sál áföllum í þeim gaura- gangi, sem allir, er teljast vilja menn með mönnum, þykjast þurfa að taka þátt í daglega. Sænsk kunningja- kona mín sagðist vera orðin svo heltekin af „jaktet“, — flýtinum í borginni, að hún hefði enga eirð í sér til þess að bíða þess, að rennistigi flytti hana milli hæða upp úr neðanjarðarlestinni, held- ur hlypi hún á undan stigan- um, þótt henni lægi ekkert á. Mér finnst Stokkhólmur bara samsafn af húsum með fólki. Kannski kemur hann mér þannig fyrir sjónir af því, að þar er enginn mið- bær ekkert Lækjartorg eða Austurstræti. Víst eru torg og stræti viðsvegar um bæinn, — en þar vantar alveg alls- herjartorg þangað, sem allra leiðir liggja. Helzt mætti kalla „Hötorget“ hjarta bæjarins, — en það er svolítil flöt um- kringd verzlunarhúsum og með tónleikahöllina á eina hlið. Þar er haldinn markað- ur á degi hverjum og selt kál, blóm og Lappaskór, og fjöðrumskreyttar hríslur fyrir páskana. Hinum megin „föst- um standa fótum“ verzlunar- hús Pauls U. Bergströms. Þar fæst flest það, sem hugurinn girnist, allt frá skonroki upp í loðfeldi. Vöruhús af þessu tagi eru mörg í Stokkhólmi, eins og reyndar í borgum þeirra landa, sem á okkar dögum eru „imynd heimsins í vitund alls betra fólks.“ Þótt sams konar varning- ur sé í öllum vöruhúsunum, þykja þau samt mjög mis- FÁLKINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.