Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 37
Verzlunartorgið í Farsta. Athygli vekur kyrrðin og friðurinn, rennandi vatnið og skrautlegar framhliðar verzlunarhúsanna. 1 Svíar hafa lengi verið tald- ir standa framarlega í skipu- lagningu borga, og bera út- borgir Stokkhólms því aug- ljóst vitni. Stokkhólmur stendur á mörgum árhólm- um, og gerir þessi sérkenni- lega lega borgarinnar allt skipulag miklu erfiðara. En þróunin er í Stokkhólmi hin sama og víðast annars stað-. ar í stórborgum, miðborgin verður að verzlunar- og at- hafnakjarna, en fólkið býr allt annars staðar. Þess vegna hafa risið fjölmargar smáborgir umhverfis hina eiginlegu Stokkhólmsborg, sem fólk kallar stundum sín á milli svefnborgir. Þó þess- ar borgir tilheyri í rauninni Stokkhólmi bera þær allt annan svip en miðborgin., Og þegar maður ekur þangað FARSTA, NÚTÍMA ÚTBORG STOKKHÓLMS úteftir, er eins og maður komi í nýjan heim. Blaðamaður Fálkans átti þess nýlega kost að skoða eina af útborgum Stokk- hólms í fylgd með starfs- manni skipulagsdeildar borg- arinnar. Við ókum úteftir með neðanjarðarbrautinni sém kölluð er „Tunnelbana,*1 enda þótt hún sé ekki niður- grafin nema rétt undir sjálfri miðborginni. Ferðin til Farsta tók túttugu mínútur, en leiðsögumaður minn sagði, að það tæki miklu lengri tíma að aka þangað, einkanlega á þeim tíma, er umferðin er mest. Hann kvartaði sáran yfir umferð- aröngþveiti Stokkhólmsborg- ar og taldi það langerfiðasta vandamál, sem stjórn borg- arinnar ætti nú við að glima. Bílakostur hefði aukizt svo gífurlega, að borginni hefði alls ekki tekizt að bæta umferðina að sama skapi. Lega borgarinnar gerði mál- ið einnig flóknara, vegna allra hólmanna og brúnna. Sagði hann borgina reka mikinn áróður fyrir því, að fólk kæmi ekki á bílum til vinnu sinnar og benti á skilti í neðanjarðarlestinni, sem gaf til kynna, að ein neðanjarðarbraut tæki jafn- margt fólk og þrjú hundruð bílar, en tæki aftur á móti ekki pláss á götum uppi. Þegar til Farsta kom, gengum við út úr brautar- stöðinni og út á allstórt ávalt, opið svæði með verzl- unarhúsum til beggja handa. Þetta er miðsvæði útborgar- innar. Allt þetta svæði er lokað umferð bíla og ann- arra ökutækja og er einungis ætlað gangandi fólki. Það vakti strax athygli mína, hve allt var hljótt og kyrr- látt. Til eyrna okkar barst þægilegur niður rennandi vatns úr þremur steinsteypt- um skálum á háum stöplum á miðju torginu. Fáein börn léku sér hjá skálunum. Við verzlunartorgið geta íbúar Farsta fullnægt flest- um sínum þörfum. Þar eru tvö stór vöruhús, banki, læknastofur, fullkomið leik- hús og kvikmyndahús, veit- ingahús og þannig mætti lengi telja. En sérstaka at- hygli mína vakti æskulýðs- heimilið og skrifstofa sálu- sorgara. Æskulýðsheimilið rekur umfangsmikla starf- semi fyrir unglinga í Farsta. Þar geta þeir eytt frístund- um sínum við starf og leik FÁLKINN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.