Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 27
henni alla söguna í sem stytztu máli. „Þetta kann að vera ein- tómur misskilningur," sagði hann í lokin, „en við verðum að ganga úr skugga um það í snatri. Fyrst um sinn fá aðeins fimm menn að vita um þetta fyrir utan okkúr tvö: Clark, Girard, Casey, Art Corwin og Chris Todd. Hringi einhver þeirra í þessari viku, hvenær sólar- hringsins sem er, verður þú að vita hvað þeir vilja. Jæja, hvað er þitt álit?“ „Fylkisstjóri, sem kona myndi ég segja að ég yrði að fá að vita meira um Scott hershöfð- ingja. Væri ég í þínum sporum myndi ég reyna að grafast fyrir um viðhaldið hans.“ „Hvaða viðhald?" „Hvað, hefurðu ekki heyrt þá sögu? Hershöfðinginn er sagður skjótast öðru hvoru til New York til að hitta afskaplega stæló skutlu sem heitir Millicent Segnier. Hún er tízkuritstjóri við Chérie. Þau eru sögð alveg bál-bál.“ „Hvert þó í heitasta," sagði Lyman. „Þetta var merkilegt, en varla nægir það til að bjarga lýðveldinu. Tíminn líður. Náðu í Ray Clark hingað í snatri." Morgunblöðin lágu enn ólesin í snyrtilegum bunka á skrifborð- inu, þegar Clark strunsaði inn I skrifstofu Lymans. „Hvað i guðs almáttugs bæn- um kemur til að þú rífur mig upp úr rúminu svona snemma, forseti góður?“ spurði hann. Bros Lymans var aðeins til málamynda. „Lokaðu mállýzk- una niður i dag Ray. Við þurf- um að vera fljótir að hugsa.“ Hann hringdi á Esther og bað hana að panta morgunverð fyrir Clark. „Þekkir þú ofursta í land- gönguliðinu sem heitir Martin Casey?“ „Ég er nú hræddur um það. Hann hefur komið fyrir nefndina nokkrum sinnum." „Hvernig lízt þér á hann, Ray?“ „Hreinn og beinn að því ég bezt veit.“ Clark tók eftir svipn- um á andliti forsetans og út- skýrði álit sitt nánar. „Ég held mér sé óhætt að segja meira. Maður finnur einhvern veginn á sér hvernig sumt fólk er. Það er bara hugboð, en ég myndi segja að Casey sé traustur. Hvað kemur til? Þarft þú að trúa honum fyrir einhverju?" „Já, það máttu bölva þér upp á að við verðum að gera. Casey kom að finna mig í gærkvöldi. Hann heldur sig hafa fengið vitneskju um að á döfinni kunni að vera hernaðarsamsæri um að hrifsa rikisstjórnina á laugar- daginn." Lyman hafði búizt við að Clark ræki upp skellihlátur. I þess stað hnyklaði öldungadeild- armaðurinn aðeins brýrnar og einblíndi á hann. „Þér kom þetta ek'ki á óvárt? Eða heldurðu að ég sé orðinn eitthvað smáskrítinn?" „Það fyrra, Jordie." „Því þá, í guðs nafni?“ „Segðu mér fyrst alla söguna. Svo skal ég segja þér ástæðuna.“ Forsetinn skýrði frá meðan Clark snæddi. „Nú nokkrar spurningar," sagði hann að lok- um. „Þú ert sá nefndarmaður í hermálanefndinni sem næst gengur formanninum. Hefur þú nokkuð heyrt minnzt á ECOM- CON? Og hvernig stóð á að þetta kom þér ekki á óvart?“ „Hvað fyrra atriðið snertir," sagði Clark með hægð, „þá hef ég alls ekkert heyrt. Hvað það síðara varðar skal ég segja þér allt af létta. Herra forseti, ég er búinn að segja þér það að minnsta kosti þrisvar að andinn í hernum er afleitur. Þeir eru komnir lengra aftur úr óbreytt- um borgurum í kaupi en nokkru sinni fyrr. Og þeim finnst öllum að þú hafir móðgað þá persónu- lega með því að neita að taka upp aftur gömlu hlunnindin." „Ray, ég lofaði þér að leggja fram frumvarp um lagfæringar á launum og hlunnindum í hern- um, en ég vil að það sé rækilega undirbúið svo ég geti fylgt þv fast eftir. Ég hef kannski dreg’ . þetta of lengi, en nú er frum varpið að verða tilbúið.“ Lyma togaði í eyrnasnepilinn á sé: „En er þér alvara að halda þv fram að herinn reyni að hrifs rikisstjórnina vegna þess ein:. að launin eru lág?“ „Nei, auðvitað ekki, Jordie. E'i það á sinn þátt í ástandinu. Þjóð in er i versnandi ham. Það e ekki bara sáttmálinn né verkföl, in í eldflaugasmiðjunum. Það er þetta voðalega vonleysi sem ágerist og ágerist. Fólkið heldur að hver nýr forseti verði krafta- verkamaðurinn sem megi að áliti kommanna hverfa. Auðvitað er hann það aldrei. En nú versnar ástandið óðfluga. Ég er viss um að ég fæ fimm hundruð bréf frá kjósendum í hvert skipti sem fávitinn hann MacPherson kem- ur fram i sjónvarpinu.“ „Þú ert þá trúaður á þetta vandamál?“ spurði Lyman. „Ég held að okkur sé fjandans bezt að kanna það í snatri.“ „Ég vissi að ég gat reitt mig á þig, Ray,“ sagði Lyman. Clark horfði á hann. „Herra forseti, þú ert bezti vinur sem ég á, en ég vona að þú firtist ekki þó ég segi, að þetta kann ► Kolskifbrnu HEB HKIPIfJ oc, RflMB/tR FFTIR VflTNIN C/. EW ÞEC/IR HMHmVX flÐ ÍÍUUHUOtHRlWCIR SÆMUMDUR ___ KLVKKUWVM, OC FOR tó AUl VATHIÐ HIÐUR l)R HRIPl/NUMr VfW* n :m$í \ r tío-Ho \J' KÖUKI reywdi vl frisvar SIHNVH, EN PAOFÖR ALLT- AF 'A SÖHV LEID. \ a/ ■ XNARAÐI HflNN Þfl FRfl SÉR HRIP- UNl/M '1 CRÆÐI 04 HV/flflF fiuflT. ' FJÓSflKOUAM "OL BflRWSITT, Ofl VITJAÐI KÖ'LSKI ÞESSALDREI. gggfifí/Þc JEr5) JBs&Uar x / JT / w J if J J/Jk ÞAR 'A rtön HV6SABI HAM/J SjFHONDI PRFSTI COTtTiL CL’ODARIHHAR, þy‘i hahh þöttísf eiqa hohom fyrir GRímACCiJALDA. flWU SINNI HCLT SiCHVHDUR FRÖ01 FJÖSflMflNN, ÍEM HONyM Þöni u/i OF fiLÖTSflMUR, oc FAUtJ H/INN OFT flD ÞVl VI0 & i n o HAHH. SA601 HANN FJÖSflH/ÍNNI.flÐ KOLSKI HEF0I ÞLÖTS- YRBI 06 ILLflW MVtJHS'oFHUD c—-s MflNNflNNfl HflNOfl SÍR 06 ðC PÖKUM SlNUM TIL V/OURVÆRI5. Pfl SKYLOI GCflLDREI Tfllfl NEITT UÖTT,EF ÉC VISSIjflÐ KÖLSKl MISST/VlDÞflD viDURvm sirr. EC SKflLNU BR'flöUM VITfl HVORTÞÍRER ÞAD ALVARA EÐfl EKKU FALKINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.