Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 14
ég einskis orðið vísari. Ég var heitur og þreyttur. Noddy fór. að afgreiða annan viðskiptavin. Blæveifurnar suðuðu. Ein kvenn- anna við borðið rak upp skæran hlátur með reglulegu millibili. Maður einn við barinn lauk við bjór sinn með trega; hann þurr- kreisti glasið og hvarf síðan út um dyrnar, jöfnum, mældum skrefum, og horfði beint fram fyrir sig. Hann var ekki drukk- inn en hann myndi aldrei verða allsgáður framar. Ég fékk hug- mynd. Ég tók upp miðann með nöfn- unum fjórum, beið, þar til Noddy kom aftur og sýndi honum mið- ann. „Kannastu við nokkurn þess- ara manna?" Andlit hans varð sviplaust, eins og dregið hefði verið fyrir glugga. „Margir koma hingað. Ég þekki ekki helminginn af þeim.“ „Ég skal segja þér nokkuð," sagði ég. „Ef þú skyldir rekast á einhvern þeirra, segðu honum þá, að ég vilji taia við hann. Ég skýrði fyrir honum ástæð- una. Noddy leit á mig tortrygginn. „Hvers vegna leitar þú þá ekki uppi sjálfur?" „Ég reyndi það. Og fékk ná- kvæmlega það, sem ég fæ hjá þér núna.“ Ég lagði eitt nafn- spjaldið mitt ofan á bréfmiðann. „Segðu þeim, að það gefi eitt- hvað í aðra hönd. Og ég lofa að koma engum i vandræði. Þeir myndu ekki trúa mér, þó ég segði þeim það. En þeir trúa þér kannski." Ég fór út, áður en honum gafst tóm til að reka miðann aftur i mig. Ég vissi ekki, hvort þetta yrði til neins. Að líkindum ekki. Eflaust hafði Koleski rétt fyrir sér. En þetta var þó tilraun. Þrumuveðrið hafði færzt nær og það var lognmolla og steikj- andi hiti. Ég skreiddist upp í bifreiðina og ók heim á leið, eftir Williamsgötu. Ég ók framhjá verksmiðjunni. þeir mundu ekki halda opinni fyrir mér stöðunni öllu lengur, og Tracey var farin að hafa pen- ingaáhyggjur á orði. Ég hugsaði um hve þungar búsifjar þessir fimm drengir hefðu veitt mér, reiknað I bein- hörðum peningum. Mig langaði til að hefja aftur vinnu og marka með því afturhvarf mitt til eðli- legs lifs, þess er ég hafði lifað áður en þetta skeði, Á hinn bóg- inn var ég altekinn nagandi eirð- arleysi eftir að hundelta þessa skuggabaldra, þefa þá uppi og þvinga þá fram í dagsljósið. Lögreglan mundi halda málinu vakandi, en nú þegar höfðu mikilsverðir hlutir krafizt at- hygli þeirra. Það gætu liðið ár, þangað til drengirnir næðust. Ef þeir fyndust þá nokkurn tima. Ég ók framhjá staðnum, þar sem það skeði. Ógleðibylgja fór um mig. Ég hékk á stýrishjólinu og hugsaði, ég verð að finna þá, ég skal finna þá. Þá heyrðist þrumugnýr og það byrjaði að rigna; kaldir dropar féllu á andlit mitt og ég vissi, að ég myndi ekki finna þá. Að þeir væru öruggir í myrkrinu og nafnleysinu, frjáls- ir að því að eyðileggja og lim- lesta eins og duttlungarnir buðu þeim; ung tígrisdýr, reikandi um frumskóga næturinnar. Og svo var það bréfið. Þeir höfðu kostað mig fleira en peninga, meira en tíma, sárs- auka og heilsuleysi. Ég hafði misst trú mína á Tracey. Og þeir áttu að sleppa. Hvers vegna? Hvers vegna ættu þeir að sleppa? Hvers vegna áttu þeir rétt á að gjörðir þeirra féllu í gleymsku? Koleski getur gleymt. Allt fólkið sem las um það í blöðunum, hristi höfuð sín og skellti í góm, getur líka gleymt. Ég er sá eini, sem ekki getur gleymt. Ég var fórnardýr- ið. Regnið buldi á þaki bilsins. Það var dimmt og drungalegt af óveðrinu, þrumuskellir dundu og eldingaleiftrin skáru gegnum sortann. Ég var staddur utan við borgina, á trjábryddum vegin- um, sem liggur til úthverfanna í norður. Regnið fossaði niður og gluggaþurrkurnar höfðu ekki við. Ég hægði á ferðinni og kveikti á afturljósunum. 1 sama bili þaut fram úr mér ljós blæju- bíll, eins og vindsveipur og þeytti á mig fyrhlitningargusu undan afturhjólunum. Grár blæjubíll, með svörtu þaki og hvitum hjólbörðum, á ofsahraða. Hann brunaði frá mér eftir mjóum, vætugljáandi veginum, undir trjáliminu, óveðursskugg- anum, beljandi rigningunni. Á þessari leið voru þeir um nótt- ina, hugsaði ég. Williamsgata liggur út á þennan veg, og þeir voru á leið frá borginni, ekki inn í hana. Þeir búa hér ein- hvers staðar, ekki langt frá mér, þeir aka þennan veg, og þetta virðist vera sami bíllinn. Eitt- hvað herptist saman inni í höfð- inu á mér. Sami billinn. Billinn þeirra. Ég steig benzínið í botn. Það söng og hvein í hjólbörð- unum við blautan veginn. Ég tók stórar og hraðar beygjur, en ég var hvorki hræddur né æstur og hafði fullkomlega stjórn á bílnum. Fleiri bilar voru á veginum, en ég sinnti þeim ekki, heldur hafði augun á gráa blettinum framundan og fylgdi honum eins og leiðarstjörnu. Ég gat greint vélarhljóð hans gegn- um allan veðurhvininn og þrum- urnar. Það var sama hljóðið og þegar hann nam staðar fyrir framan mig á Williamsgötu. Bíllinn þeirra. Ég nálgaðist hann. Allt í einu var ég búinn að ná honum. gegnum glerið á afturtjaldinu sá ég höfuð, dökkar, ólögulegar kúlur i drunganum og regnmóð- unni, og ein þeirra sneri að mér hvítu andliti eins og i skelfingu. Ég brosti og lagðist á flautuna. Vatnið slettist úr pollunum til beggja handa og við geystumst áfram, blæjubíllinn og ég, undir veðurúfnum trjánum. Rautt Ijós blikaði framundan í dimmunni. Við vorum að koma að aðalbraut. Grái bíllinn jók skyndilega hraðann og ég tók föstu taki um stýrið. Þarna var gömul benzínstöð á horninu, sem hafði verið lokuð í langan tima. Ég hafði hugboð um, hvað blæjubíllinn ætlaði sér fyrir. Það rættist. Hann beygði inn á stöðina, þeytti upp mold og möl, veltandi eins og skip i stór- sjó. Þeir gerðu ráð fyrir. að ég myndi ekki geta stöðvað bilinn og yrði að halda áfram. En þar skjátlaðist þeim. Ég snarhemiaði, náði bilnum upp aftur og tók beygjuna á tveim hjólum. Blæju- bíllinn nam staðar, aðeins nokk- ur fet frá mér og ég var búinn að króa þá af. Þeir voru í sjálf- heldu. Ég greip þunga stafinn minn, fór út og gekk yfir að gráa bíln- um. Ég hafði einkennilegar glær- ingar fyrir augunum og mig logverkjaði í höfuðið. V. Það hljóta að hafa iiðið einar fimm til sex sekúndur — ekkt þó miklu meira — sem ég stóð og horfði inn í bílinn og þeir sátu og horfðu út, og ekkert skeði. Þá byrjuðu þeir að æpa, nærri samtímis. Þetta voru alls ekki drengir. Það voru stúlkur, Tvær stúlkur, sem sátu hlið við hlið í framsætinu. Ég haíði hvoruga þeirra séð áður. Nú varð ég skyndilega var kuidans og bleytunnar og æsing- urinn var horfinn. Ég sleppti takinu á hurðinni og tók eitt skref aftur á bak. Stúlkan við stýrið skrækti: „Þú snertir okkur ekki!“ Hin fleygði sér á dyrnar sín megin. Ég hélt áfram að hopa á hæli og reyndi að segja eitthvað, en nú höfðu þær báðar brölt út úr bilnum. Þær æddu um og vein- uðu á hjálp. Hinum megin við götuna var afurðasala á öðru horninu og matsölustofa á hinu. Fólk var Framh. á bls. 52. 14 FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.