Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 28
plasi lil heiirtilisnoia fll ad pakka Inn mat- vörum svo ög öllu ödru sem pakkast þarf inn. óteljandi notkunarmöguleikar fæst i næstu mafvoruverzlun vinnuheimiiid ad Reykjalundi sem nægir adhnýta fyrlr tll ad fá þóftan og gódan poka. að vera talsvert stærra mál en bara að hjálpa Jordan Lyman.“ Lyman stóð upp og gekk til hans. „Sannur Suðurríkjamaður er alltaí sannur föðurlandsvin- ur þegar á reynir, þrátt fyrir alla Norðurríkjamennina sem hann verður að umbera. Og nú, þegar við erum búnir að leysa frá skjóðunni, vona ég að þér takist að komast hjá vandræð- um það sem eftir er vikunnar." Clark ieit undan. „Um það efni gef ég öðrum engin loforð. Ég gef sjálfum mér þau.“ „Eins og þér sýnist,“ svaraði Lyman. „En haltu þér frá flösk- unni meðan þetta stendur yfir. Það er fyrirskipun." Clark var stuttur í spuna. „Ég get séð um mig, herra forseti. Hvað viltu að ég geri núna?" „Vittu hvert þér tekst ekki að veiða eitthvað upp úr Scott um ECOMCON, þegar hann kemur fyrir nefndina á eftir,“ sagði Lyman. „Þú skilur, varlega og óbeint, svo hann gruni ekkert. Og vertu kominn hingað aftur klukkan tvö stundvíslega á fund. Komdu upp í sólbyrgið. Fyrir hádegi ætla ég að tala einslega við Corwin og Chris.“ Lyman var búinn að styðja á hnappinn áður en Clark hafði lokað hurðinni á eftir sér. „Esther, láttu Art Corwin koma hingað strax. Og Esther, segðu Paul að fara til Fullertons og fá lista yfir allar leynilegar herstöðvar, bæði innan lands og utan. Enn eitt, ég vil fá Chris Todd hingað klukkan ellefu. Allt í lagi?“ Yfirmaður lífvarðarsveitar Hvíta hússins kom hljóðlaust inn úr dyrunum. Art Corwin brosti sjaldan, en þó virtist eng- inn í Hvíta húsinu vera í eins góðu skapi. Hann var hærri en forsefinn, herðabreiður og krafta- legur. Þótt áhugasvið hans væri takmarkað, las hann blöðin ræki- lega á hverjum morgni, til að reyna að sjá fyrir allt sem hús- bónda hans varðaði, hvert hann kynni að fara, hvern hann kynni að hitta og hverjir kæmu á fund hans. Nú stóð hann fyrir framan skrifborðið og beið. „Fáðu þér sæti, Art,“ sagði Lyman. „Ég er máske í klípu, og ég þarf á hjálp þinni að halda. Fyrst þarft þú að vita að ný alrauð viðbúnaðaræfing hefur verið ákveðin á laugardag. Öryggisáætlunin gerði ekki ráð fyrir að þú yrðir látinn vita fyrr en á síðustu stundu." 1 fjórðu yfirferðinni yfir sögu Casey tók Lyman eftir að hann var farinn að laga hana i hendi sér. Því skýrari sem atburðirnir urðu í huga hans, þeim mun meira fór fyrir þrem atriðum — stofnun ECOMCON, afsvari Barnswells aðmíráls við tilboði Scotts um þátttöku i félagsveð- málinu og bögglaða minnisblað- inu frá Hardesty. Corwin virtist á sama máli. Hann sagði: „Herra forseti, ég á bágt með að skilja hvernig nokkur getur fyllt heilt eyði- merkurflæmi af mönnum, birgð- um og byggingum án þess að spurnir af því berist til Hvíta hússins." „Það veldur mér líka mestum áhyggjum, Art,“ sagði Lyman. „En leynilegar herstöðvar eru orðnar svo margar og leyndin um þær svo misströng að hugsan- legt væri að engum hefði hug- kvæmzt að skýra mér frá ein- hverri einstakri nema taka þyrfti um hana sérstaka ákvörðun. Casey gat auðvitað ekki komið með annað en ágizkanir, en hvað finnst þér, Art?“ „Ég held ég ætti að tvöfalda varðsveitina og velja þá menn sem ég þekki bezt,“ svaraði <■ Corwin umsvifalaust. „Nei, nei, ég á ekki við það. Hvað finnst þér um þetta mál allt saman, um hugmyndina? « Sérð þú nokkuð vit í þessu?" Corwin brosti í fyrsta skipti, og Lyman fannst hann sjá eitt- hvað sem líktist velvild í andliti leynilögreglumannsins. „Herra forseti," sagði hann, „alltaf er einhver að reyna að koma forsetanum fyrir kattar- nef. Við stöðvum hundruð bréfa á hverju ári frá náungum sem langar til að skera þig á háls eða byrla þér eitur." Lyman lyfti hendinni til að mótmæla. „En þetta er ailt öðru- vísi. Þetta gæti verið tilraun til að sölsa undir sig forsetaembætt- ið, sjálfa stofnunina." „í okkar augum kemur það í sama stað niður, herra forseti. Við treystum engum. Þú hlærð kannski að því, en ég véit ekki fyrr en ég er farinn að líta yfir suma æðstu samstarfsmenn þína, meira að segja ráðherrána, að leita að bungu á jakkanum." „Við erum ekki á sömu bylgju- j lengd, Art,“ sagði Lyman þrá- kelknislega. „Þetta hefur ekki í för með sér neina líkamlega hættu fyrir mig. En embættinu * sem ég gegni — og stjórnar- skránni — kann að vera bráður háski búinn." „Það kemur allt út á éitt, herra minn. Ef einhver ætlar- að hrifsa ríkisstjórnina, þá verður hann á einhvern hátt að losa sig við þig eða koma þér fyrir — til dæmis í klefa neðanjarðar í Mount Thunder." Lyman sá að Corwin einskorð- aði sig við starf sitt. og neitaði að láta teyma sig út í pólitískar bollaleggingar. „Jæja, Art,“ sagði hann, „við ætlum allir að hitt- ast eftir hádegið, klukkan tvö í sólbyrginu, og ég vil að þú komir. Hvernig lízt þér á að elta Scott hershöfðingja þangað til, til að sjá hvað hann hefur fyrir stafni?" Corwin brosti aftur. „Hver segir að við séum ekki á sömu bylgjulengd? Ég ætlaði einmitt að fara að stinga upp á þessu.“ Þegar Corwin fór, sendi Ly- Framh. í næsta blaði. FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.