Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 43

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 43
@ Sendiherra- dóttirin Framh. af bls. 41. að þeim takist að varðveita þjóðareinkenni sín. Skilurðu hvað ég á við?“ „Já, pabbi minn,“ sagði Tracy auðsveip. En hún skildi ekki baun í því, og það var ekki fyrst og fremst hennar sök. Enginn hafði gert sér þá fyrirhöfn að skýra fyrir henni stefnur og strauma í al- þjóðlegum stjórnmálum, og það var synd. Tracy var nefnilega greind stúlka, alltof greind til að eyða öllum sínum tíma í að skíra skip og sitja í opinber- um veizlum. TV|"ELÓVAKÍA var smáríki umkringt stórveldum. En það hafði ekki tekið neina af- stöðu með vinstri eða hægri, og þannig vildu Charles Gil- more og Landið Okkar hafa hlutina áfram. Tracy grunaði ekki hvað hún átti í vændum, svo að hún not- aði næsta hálfa mánuðinn til að láta sauma á sig skíðabún- inga hvern öðrum fallegri. Næstu tvær vikur æfði hún sig kappsamlega í melóvakísku og lærði reiprennandi gagnleg- ar setningar á borð við: „Gerið svo vel að fylgja mér heim — já, samstundis segi ég“ og „Nei, heitbundin er ég ekki, en faðir minn er afar strangur.“ Þrem dögum áður en þau áttu að fljúga til Melóvakíu, lagðist móðir Tracy í inflú- enzu. Daginn eftir var hún komin með hættulega háan hita, og Tracy horfði rauna- mædd á glæsilegu skíðabún- ingana, sem hún fengi ekkert tækifæri til að klæðast. T^AÐIR hennar kallaði hana á sinn fund, og hún þóttist vita, að hann væri hættur við förina. „Það er óhugsandi, að móðir þín geti farið,“ sagði Charles Gilmore. „Þú verður að taka að þér skyldur hennar.“ „En, pabbi ..sagði Tracy. „Þú tekur með þér vönduð og falleg föt, en ekkert íburðar- mikið, skilurðu það? Melóvakía er fátækt land, og við förum þangað til að treysta vináttu- bönd, en ekki til að vekja öf- und.“ „En, pabbi ...“ sagði Tracy. „Framkoma þín verður elsku- leg, en jafnframt virðuleg. Melóvakarnir eru ekki hrifnir af sýndarmennsku." „En, pabbi ...“ sagði Traey. „Ég vona, að þú hafir lesið bækurnar sem ég ráðlagði þér, og lært eitthvað i máli þjóðar- innar. Enginn býst við, að þú kunnir það til fullnustu, en það er sjálfsögð kurteisi að geta ávarpað landsmenn með nokkr- um orðum á þeirra eigin tungu. Þú veizt, að ætt þín hefur þjónað Landinu Okkar dyggi- lega. Ég treysti því, að þú verðir okkur til sóma, vina mín.“ „Já, pabbi,“ sagði Tracy. HÚN fór aftur til herbergis síns og horfði um stund á spegilmynd sína. Lagleg, gagnslaus, óheimsk, en gáfurn- ar lítt notaðar — eins og aðrar stúlkur í Landinu Okkar. Hún gerði sér ljóst, að eld- skírnin beið hennar. Hún var of ung til að hlakka til og of gömul til að geta sloppið. Hún sparkaði fallegu skíða- búningunum á gólfið og henti sér upp í rúm. „Ó, mizerka, mizerka!" stundi Tracy Gilmore. Það var meló- vakíska og þýddi: „Ó, mig auma!“ eða í daglegu máli: „Þetta var nú verri sagan.“ ‘C'RÉTTAMENNIRNIR frá Landinu Okkar voru þeg- ar komnir til Melóvakíu. Þeir áttu að skrifa um heimsókn Charlesar Gilmore. Þeir styttu sér stundir meðan þeir biðu með því að kvarta yfir kuld- anum sem var ægilegur, og gæða sér á vínföngum lands- Tracy innanborðs var að búa sig undir lendingu. „Verst að konan hans skyldi ekki geta komið,“ sagði ein- hver. „Hún kann sitt hlutverk upp á sína tíu fingur.“ Hinir samsinntu honum með lágværum kliði. „Tracy Gilmore er fegurðar- dís,“ sagði Bill Meredith, „en heimsk eins og nautgripur. Stúlka eins og hún sannfærir þjóðina um, að við séum úr- kynjaðir aumingjar.1 Aftur samsinntu félagar hans. f'T'RACY var fyrirfram dæmd. Fréttamennirnir biðu þess eins, að hún bryti alvarlega af sér. Hún var klædd svartri dragt með kraga og uppslögum úr minkaskinni. Það var einfald- asti klæðnaðurinn sem hún átti til. Móttökunefnd þungbrýnna Melóvaka beið Charlesar Gil- more og dóttur hans. Þeir voru dúðaðir öklasíðum yfirfrökk- um með loðhúfur á höfðinu nið- ur að eyrum. í samanburði við þá virtist Tracy alltof léttklædd og eins faðir hennar. Fréttamennirnir andvörpuðu þegar lúðrasveitin fór að spila fjörug lög án þess að mann- þyrpingin allt í kring gerði minnstu tilraun til að fagna. „Kaldar kveðjur,“ sagði Bill Meredith. „Þau mega vara sig. Kannski er hún nautheimsk, en hún er stórfalleg stúlka.“ Stórfallega stúlkan var kom- in að þeirri niðurstöðu, að Melóvakarnir væru feimnir og hlédrægir að eðlisfari — þess fannst hún horuð og óhraust- leg (þeir vissu ekki, að það var í tízku að vera föl ásýnd- um og ekkert eins ákjósanlegt og tággrannur líkami). Það duldist samt ekki, að dóttir Charlesar Gilmore þoldi prýðilega kuldann þrátt fyrir þennan glænæpulega klæða- burð, og fróðleiksfýsn hennar var óslökkvandi. Móttökunefndin ákvað að vera föðurleg. Tracy og faðir hennar voru leidd að bílunum sem biðu. Fréttamennirnir frá Land- inu Okkar voru ekki jafn vel þjálfaðir og starfsbræður þeirra í Melóvakíu, svo að þeir ruddust fram. Öryggisverðirnir stöðvuðu þá. ALMÁTTUGUR, eru þetta lögreglun j ósnar arnir ? “ spurði Tracy. „Hér eru engir lögreglu- njósnarar,“ svaraði fulltrúi rík- isstjórnarinnar hæversklega, þótt Tracy hefði móðgað land hans freklega með þessum orð- um. „Þetta eru öryggisverðir til að sjá um, að þér og faðir yð- ar verðið ekki fyrir neinum óþægindum.“ Hann leit á Charles Gil- more, og Charles Gilmore horfði á móti. Þeir voru ólíkir menn úr ólíkum heimum, en á þessu augnabliki skildu þeir hvor annan. Stjórnarfulltrú- inn átti líka dóttur sem hann var oft í standandi vandræð- um með. Hann vorkenndi Charles Gilmore af öllu hjarta. Það var ógnvænlegt fyrir diplómat að eiga dóttur sem spurði svona vanhugsaðra hvert :sem þe rl fariö/h venærsem iþérfariö hverr iig sei m| ié rferöis 1 ALMENNAR (k il TRYGGINGARf vc fc P08THUSSTRSTI9 pSIMI17700 atrifnninn TöiDdSiySi airygging ins, og þau voru fyrsta flokks. Flestir áttu konur og börn heima og hugsuðu ekki um annað en skatta og skuldir, víxla, lán og einkunnir barn- anna. Bill Meredith var undantekn- ing. Hann átti hvorki konu né börn. Hann naut frelsisins af heilum hug og gætti þess vand- lega að stofna því aldrei í háska. Hann beið á flugvellinum í höfuðborg Melóvakíu. Flugvél- in með Charles Gilmore og vegna störðu þeir svona þögl- ir á hana. Hún hafði aldrei kynnzt verulegri óvild og bar því ekki kennsl á hana. í sakleysi sínu tók hún hjart- anlega í hendur Melóvakanna og brosti svo yndislega, að eng- in kvikmyndastjarna hefði get- að gert betur. MELÓVAKARNIR höfðu aldrei séð neitt í líkingu við Tracy Gilmore. Þeir vissu eiginlega alls ekki hvernig þeir áttu að bregðast við. Þeim spurninga. Stjórnarfulltrúinn hallaði sér fram í sætinu og spurði alúðlega um heilsufar frú Gilmore. Andrúmsloftið var orðið nánast hjartanlegt. „Ég hreint og beint dáist að því hvað — þeir þarna ... ör- yggisverðirnir ykkar voru dug- legir að reka fréttamennina burt,“ sagði Tracy með hrifn- ingu. „Aldrei hefði mér tekizt það. Ég sá Bill Meredith í fi-emstu röð.“ „Ég vissi ekki, að þú þekkt- FALKINN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.