Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 44

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 44
ir hann,“ rni’dilega. „Nei, ég þekki hann ekki og kæri mig ekki um að kynnast honum,“ sagði Tracy með því- likum svip, að það leyndi sér ekki, að hún og hr. Meredith þekktust og voru ekki hrifin hvort af öðru. TRACY Gilmore og Bill Mere- dith höfðu hitzt í opin- beru samkvæmi. Bill hafði ekki vitað, að Tracy var sendiherra- dóttir, og Tracy hafði ekki hug- mynd um, að Bill væri blaða- maður. Tracy hafði gleymt öllum af- reksverkum og skyldum ættar sinnar. Hún hafði orðið ást- fangin af Bill Meredith. Elsk- að hann í blindni. Það var henni ný reynsla. Hún reiknaði náttúrlega með því, að hennar hjartans útvaldi bæri sömu tilfinningar í brjósti til hennar og hún til hans. Hana grunaði ekki, að hann ynni frelsi sínu heitar en nokk- urri konu. Bill gerði óspart gys að dipló- mötum almennt og einkum at- vinnusendiherrum, og heimsk- ar dætur þeirra dró hann sund- ur og saman í háði. Tracy sá ljúffagran draum sinn verða að engu. Með lagni sem hefði komið föður hennar á óvart, fékk hún Bill til að leysa frá skjóðunni og tala frjálslega um skoðanir sínar á stjórnmálum, hjónabandi, kven- fólki og siðferði. Síðan gerði hún uppskátt, að hún væri dóttir Charlesar Gil- more. Bill Meredith féll allur ketill í eld. Hann var að engu orðinn. Hann myndi svo sem ekki hafa tekið það nærri sér, hefði hann ekki verið orðinn veikur af ást til Tracy Gilmore. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir heimskuna og hét því að tala ekki svona af sér aftur. En það var of seint. Tracy og Bill töldu sér trú um, að þeim stæði nákvæmlega á sama. En það var ekki satt, þótt hvorugt þeirra vildi viður- kenna það. T>ILL Meredith fór með starfsbræðrum sínum að aðaltorgi borgarinnar, þar sem hinar opinberu móttökur áttu að fara fram. Himinninn var grár og drungalegur og fólkið í Melóva- kíu stóð hringinn í kringum torgið, ekki síður grátt og drungalegt en veðrið. Tracy fann allt í einu til djúprar samúðar. Fólkið þarna var ekki eins og fólkið í Land- brosti ekki, svipurinn sýndi að- eins einbeitni og ákveðinn vilja. Tracy horfði á grá, harðn- eskjuleg andlitin. Þetta fólk hafði barizt fyrir frelsi sínu og unnið dýrkeyptan sigur. Það hafði þjáðst og harmað, og sorg- ir liðinna ára ristu rúnir í þreytulegar ásjónir. „Þeim geðjast ekki að okk- ur,“ hugsaði Tracy. „Ef ég sæi bara einn einasta rauðan hatt eða gulan trefil eða fagurblá- an jakka, myndi mér líða bet- ur.“ En þarna voru engir rauðir hattar og gulir treflar og bláir jakkar. Fólkið var allt grá- klætt. Bill horfði á Tracy Gilmore. Hún var fögur eins og sýn úr annarri og dýrlegri veröld. Hún stóð hreyfingarlaus með fjar- rænt blik í augunum, og hæ- verskt bros lék um varir henn- ar. Skyndilega var eins og hún rankaði við sér, og Bill skynj- aði af næmleika hins ástfangna manns, að hún hafði tekið nýja ákvörðun. Hann sá hana taka um handlegg stjórnarfulltrú- Með KODAK INSTAMATIC er leikur að taka góðar myndir! AUÐVELD AÐ HLAÐA Þér smellið aðeins KODAK-hylkinu í vélina og eruð tilbúin til að taka góðar myndir í litum eða svart/hvítu. AUÐVELD I NOTKUN AUÐVELT AD NOTA FLASH AUÐVELT AÐ HAFA MEÐ SER Þér miðið vélinni og þrýstið á takka, Þér styðjið & hnapp og flashlampinn Það fer lítið fyrir KODAK fNSTA- svo einfalt er það! sprettur upp, látið peruna í og takið MATIC, hún er lítil, létt og falleg og myndina, annað er það ekki! fer vel í vasa eða tösku. H HANS PETERSEN Bankastræti 4 - Sími 20313 sagði faðir hennar inu Okkar. Það hló ekki, það 44 FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.