Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 6
GDSTAF VI ADOLF KONUNGUR SVÍÞJÚÐAR SVÍÞJÓÐ er eitt elzta kon- ungdæmi veraldar, en sú konungsætt, sem nú fer með völd, á rætur sínar að rekja til Jean Baptiste Bernadotte, sem settist í hásæti Svíakon- ungs árið 1818 og tók sér nafn- ið Karl XIV. En sagan um það, hvernig á því stóð, að Berna- dotte, sem var einn af mar- skálkum Napóleons, öðlaðist konungstign í Svíþjóð, er ein- hver einkennilegasti kaflinn í sögu Svía. Karl XIII dó barn- laus, og þess vegna varð að velja eftirmann hans. Ástæðan fyrir því, að Bernadotte varð fyrir valinu, er einkum óvenju- leg dirfska og sjálfstæði ungs liðsforingja, sem sendur hafði verið til Frakklands. Stjórnar- tíð Bernadotte-ættarinnar hef- ur einkennzt af friði og fram- förum. ÞEGAR Gústaf V dó árið 1950, 92 ára gamall, hafði hann farið með völd í 43 ár. Á stjórnarárum hans varð Sví- þjóð að landi þingbundinnar lýðræðisstjórnar í nútímamerk- ingu þess orðs og að einhverju hinna fyrstu „velferðarríkja". Ekki varð þessi þróun með öllu án átaka milli konungsins og þeirra, sem studdu lýðræðis- hugsjónina. En á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar og milli- stríðsáranna náði lýðræðið endanlegri fótfestu á svipaðan hátt og t. d. í Bretlandi og Noregi. Gústaf konungur varð virtur ráðgjafi ráðgjafa sinna og naut ástúðar þjóðar sinnar, enda þótt hann sæktist ekki eftir lýðhylli. Einkum þótti mönnum merkilegt samstarf hans og leiðtoga sósíaldemó- krata, Per Albin Hanssons, sem varð forsætisráðherra 1932 og leiðandi stjórnmálamaður Svia allt til dauðadags 1946. GÚSTAF VI ADOLF, núver- andi konungur Svía, fædd- ist 11. nóvember 1882, og er hann elzti sonur Gústafs V og Victoriu drottningar. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann nám við háskóla í Uppsölum og Ósló,' en fékk síðan menntun sem yfirmaður í hernum. Gústaf VI Adolf var orðinn 68 ára gamall, er hann tók við konungdómi. Enginn konungur í víðri veröld hefur fengið svo rækilegan undirbúning undir starf sitt. Allt frá því hann var tvítugur hefur hann gert allt, sem í hans valdi stóð, til þess að kynna sér þau vandamál, er síðar myndu mæta honum. Ýkjulaust má segja, að enginn Svíi hafi meiri þekkingu á landi sínu og þjóð. Hann hefur sérstakan áhuga á öllu, er varð- ar stjórn landsins, en ekki með það fyrir augum að hafa meiri áhrif á þau mál en tilhlýðilegt er, því hann er ákafur fylgis- maður hins þingbundna lýð- ræðis. ALLT frá því hann tók við konungdómi árið 1950, hef- ur hann sinnt hinum konung- legu skyldum sínum með því- likum dugnaði og áhuga, að slíkt mætti teljast óvenjulegt, jafnvel hjá ungum manni. Það er því ekki að undra, þótt hann veldi sér að einkunnarorðum: „Plikten framför allt“ — skyldan gengur fyrir öllu. Og samvizka hans býður honum að taka aldrei ákvörðun, fyrr en hann hefur kynnt sér hvert málefni nákvæmlega. Það er frægt orðið, að hann lætur oft rigna spurningum yfir ráðherra sína á hinum vikulegu ráðu- neytisfundum, þar sem stund- um er fjallað um hundruð mála! Og hann færir sér vel í nyt hin konunglegu sérréttindi sín að eiga rétt á upplýsingum í öllum þýðingarmiklum málefn- um ríkisins. ÞAR sem konungurinn hefur mikinn áhuga á allri stjórn landsins, heimsækir hann oft embættisskrifstofur og ríkis- stofnanir. En þessar stofnanir eru jafnan látnar vita af kon- ungskomunni í tæka tíð, og þá vita allir starfsmenn, að þeir mega eiga von á að þurfa að svara fjölda spurninga um starf þeirra, hvað þeir séu að gera, hvers vegna þeir geri það og hvernig. Þessar heimsóknir konungsins hafa greinilega átt mikinn þátt í að auka enn á vinsældir hans, ekki sízt vegna þess að hann sýnir öllu staka kurteisi og er ætíð reiðubúinn að hlusta á háa sem lága, jafn- vel þótt skoðanir kunni að vera deildar. Konungurinn gæt- ir þess að koma ætíð vel undir- búinn í slíkar heimsóknirj svo að hann geti spurt i smáatrið- um um starfsemi viðkomandi stofnunar. SIÐAN á háskólaárum sínum hefur Gústaf VI Svíakon- ungur haft mikinn áhuga á fornleifafræði og lagt sjálfur fram merkilegan skerf til þess- arar vísindagreinar. Hann hef- ur bæði staðið fyrir og tekið þátt i uppgröftum í Svíþjóð og erlendis m. a. í námunda við Uppsali og hjá Sofiero, sem er sumardvalarstaður konungs á Skáni. Árið 1920 fór hann sem 6 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.