Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 25
að hann segir satt. Ég er bara ekki sammála niðurstöðunni. Ég held ekki að neitt hernaðarsam- særi sé á seyði. Það væri fárán- legt.“ „Já, það er það,“ svaraði Ly- man, „en tilviljanakeðjan er orð- in æði löng.“ „Það sem mér finnst ótrúleg- ast,“ sagði Girard dræmt, „er þetta með ECOMCON. Hvernig I fjandanum ætti Scott að geta komið svona stórri stöð á lagg- irnar, með öllum þessum mann- afla og birgðaflutningum sem því tilheyra, án þess að þú yrðir þess áskynja? Vera má að hún hafi ekki verið í fullum gangi nema í sex vikur, en þeir hljóta að hafa byrjað á byggingafram- kvæmdum í fyrrahaust strax eftir að þú undirritaðir sáttmál- ann.“ „Það ætti að vera auðvelt að ganga úr skugga um það,“ sagði Lyman. Girard stóð upp og gekk að símanum. „Vissulega. Hvernig væri að hringja í Bill Fullerton? Hann er embættismaður og hef- ur engra hagsmuna að gæta. Og hann veit hvernig Pentagon „Nú ætla ég að bæta við nokkr- um atriðum sem mér er kunnugt um en ég sagði ekki Casey frá,“ sagði Lyman. „Fyrir nokkrum mánuðum hringdi til mín vinur minn, Barney Rutkowski yfir- maður loftvarnakerfisins. Hann sagði að Daniel hershöfðingi, yf- irmaður árásarflugflotans, hefði kalsað það við sig að koma hing- að til að spjalla við Scott um „stjórnmálaóreiðuna í landinu og ábyrgðina sem á hernum hvilir.“ Barney fór undan í flæm- ingi og ekkert varð úr férðinni. Að minnsta kosti hef ég ekkert heyrt frekar." „1 öðru lagi. Vince Gianelli sagði mér þegar hann borðaði hjá mér i dag, að það væri Prent- ice sem hefði stungið upp á að hann héldi sig á laugardag og sunnudag í þorpi afa síns í fjöll- unum. Fred kom með þessa uppástungu á föstudaginn eftir því sem Vince segir — einum degi eftir að Sameiginlega yfir- herráðið ákvað æfingardaginn. Svo er það þriðja atriðið," hélt Lyman áfram. „Fyrra sunnudag horfði ég á Harold MacPherson i sjónvarpinu. Hann varði tutt- ugu og fimm mínútum til að níða mig og sáttmálann og fimm mínútum til að hrósa Scott. Hann kann svei mér að haga orðum sinum. Þetta varð til þess að ég bað FBI að kanna feril hans svo lítið bæri á. Mér til undrun- ar var svarað að FBI hefði á takteinum töluverða vitneskju um MacPherson. Hann virtist félagi í mörgum Kimtökum öfga- manna til hægri. I sumum þeirra er þó nokkuð af uppgjafaher- mönnum. Þú veizt hvers konar stefnu þau aðhyllast." Girard rumdi við. „Jamm, allt skal bælt niður. Ef maður tæki þá alvarlega yrðum við að sækja sjálfa okkur til saka fyrir land- ráð — og þá líka í þokkabót." „Eitthvað í þá áttina. Hvað sem því líður, Paul, Casey segir að Scott og MacPherson séu miklir vinir. Það kom mér á óvart, en sé það rétt má vera að Scott sé í slagtogi með of- stækismönnum." „Nú, i fjórða lagi. Seinni part- inn í dag hringdi Scott til min 6. HLUTI út af viðbúnaðaræfingunni. Hann vill að ég losi mig við blaða- mennina í Camp David og taki þyrlu suður til Mount Thunder. Ég sagðist telja að leyfa ætti einum fulltrúa fyrir allar frétta- stofnanir að vera með, en Scott hélt fast við að þessi viðbúnaðar- æfing mætti í engu vera frá- brugðin veruleikanum. Svo ég lét undan. Þú skilur hvað þetta þýðir. Ég á að fara inn í þennan helli á laugardaginn með tvo eða þrjá lífverði í hæsta lagi." „Eftir þvi sem þú lýsir þessu,“ sagði Girard, „veitti þér ekki af að hafa með þér eina eða tvær herdeildir lifvarða auk FBI og allra annarra sem skotið geta af byssu.“ „Mér skilst á þessum brand- ara þínum að þú trúir ekki sögu Casey?“ spurði Lyman. „Ég er ekki að rengja það sem hann segir. Ég er viss um ver hverjum einasta dollara.“ Girard fékk samband við Full- erton, yfirmann herkostnaðar- deildar fjárlagaskrifstofunnar, á heimili hans. „Bill,“ sagði hann, „láttu þetta ekki fara lengra. Hefur farið um ykkar hendur fjárveiting til ein- hvers sem kallað er ECOMCON ? Það á að vera landherstöð með um þrjú þúsund og fimm hundr- uð monnum. Rétt er það ... Ekki þú?“ Lyman krotaði á blað og sýndi Girard: Nokkuð fé .í vörzlu yfir- herráðsins? Girard spurði Fuller- ton: „Bill, hefur yfirherráðið nokkuð fé til eigin umráða? ... Nú, já. Enginn annar mögu- leiki...? Jæja, þakka þér fyrir, Bill. Og þetta má ekki fara lengra." Girard lagði símann á og sneri sér að Lyman. „Hann hefur aldrei heyrt minnzt á ECOMCON, en hans heimild þarf til allra nýrra framkvæmda, hversu leyni- legar þær eru. Og yfirherráðið hefur til umráða hundrað millj- ónir í óviss útgjöld, en það á að fá skriflega heimild frá þér áður en því fé er ráðstafað. Fari það í hélviti, ef í þessari stöð er hálft fjórða þúsund manna, þá þarf um tuttugu milljónir á ári bara til að fæða þá og klæða og borga launin." Þeir sátu þegjandi í nokkrar minútur. „Ég fæ mig ekki enn til að taka þetta alvarlega," ságði Girard. „Það hefur líka hvarflað að mér, Paul, en ég held við verð- um að gera ráð fyrir að það kunni að vera satt. Þá gæti verið illt í efni. Mjög illt,“ sagði Ly- man og lagði áherzlu á orðin. „Já, það gæti verið það, hús- bóndi.“ „Ég er feginn að þú ert á sama máli. Þá þarf ég ekki að skýra það út fyrir þér. Og ég held, Paul, að það sé eins gott að vera ekkert að reyna að útskýra það,“ sagði Lyman. „Við gætum farið villur vegar, og það gæti komið okkur í koll.“ „Allt í lagi. Höfum það þá þannig. Hvað tökum við þá til bragðs?" „Ef Casey hefur getið rétt til, höfum við ekki nema fjóra heila daga að hlaupa uppá fram til laugardags. Við verðum að hefj- ast handa í fyrramálið. En svo, ef allt kemur heim og okkur tekst að stöðva það ... hvað þá?“ „Það er auðvelt," svaraði Gir- ard. „Þú rekur allan hópinn og dregur þá fyrir rétt ákærða fyrir uppreisnartilraun." Lyman hristi höfuðið. „Nei. Hvorki nú né síðar. Málaferli af þvi tagi myndu kljúfa þjóðina ... Jæja, við þurfum að hugleiða málið. Nú skulum við hætta, en sjáumst aftur strax á morgun." „Góða nótt, herra forseti,1' sagði Girard. „Láttu þetta nú ekki standa þér fyrir svefni. Kannski kemur á daginn að það á sér einhverja hlægilega ein- falda skýringu." „Kannski." Lyman yppti öxl- um. „Góða nótt, Paul.“ Nú var forsetinn orðinn einn. Hann gekk út á svalirnar, svalir Trumans. Allt í þessu húsi minnti á fortíðina. Einn af ruggu- stólum Kennedy stóð í skrifstofu- horninu. Skrifborðið hafði Mon- roe átt. Við svefnherbergisdyrn ar voru tveir fánar, embættis- fáni forsetans og þjóðfáninn. Sá síðarnefndi hafði staðið þarna óhreyfður síðan Hawaii var tekin í fylkjatölu á stjórnarárum Eisenhowers. En hvað þetta hús var einmanalegt! Stórt og tómt en enginn staður þar sem mað ur gat lokað sig inni og hugsað sinar eigin hugsanir ótruflaðuir af fortiðinni. Forsetinn sneri aftur til hæg indastólsins og pípunnar. Fárán legt, það var rétta orðið um sögú ofurstans. Betra að vera snar i snúningum að koma þessu í viðráðanlegt horf. Fyrst af öllu varð að komast að raun um hvað þetta ECOMCON var. Ti! þess þurfti hann mann sem hann treysti. Bezt að byrja á að velja mannskapinn. Hann tók að rifja upp með sjálfum sér mennina sem hanr hafði skipað í embætti þá se: mánuði sem liðnir voru frá þv hann tók við embætti. Og hanr var ekki langt kominn, þega- honum varð ljóst hvað hann var að gera: Hann útilokaði nafr eftir nafn á mönnum sem hann hafði valið til að gegna ábyrgðar- miklum störfum en nú komu ekki til greina, ýmist vegna þess FALKINN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.