Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.06.1965, Blaðsíða 13
FltAMHALUS- SAGA FFTIIt: LEIGII IIIIACKFTT „Það efast ég ekki um,“ sagði ég. „Þakka yður samt fyrir.“ Hann var áhyggjufullur á svip, þegar ég skildi við hann og fór til að ná í bílinn minn á bílastæð- inu. Þetta var síðdegis i steikj- andi hita og himinninn þung- búinn og svartur í vestrinu. Skyrtan límdist við bakið á mér, spöngin særði mig og mig verkj- aði í fótinn og ég var skapillur, þar sem ég staulaðist eftir sjóð- heitri gangstéttinni og studdist við staf eins og gamall maður. Ég fór inn í bílinn og ók til Beekmanstrætis og lagði hon- um þar. Framundan sá ég skilt- ið á vínstofu Noddys. Fyrir aftan mig, handan við hornið á East Federalstræti, var hús það, sem Harold Francis, siðastur hinna fjögurra förnardýra, átti heima í. Ég hikaði andartak á gang- stéttinni og gekk síðan í áttina til Federalstrætis. Gangstéttin var skítug og sama var að segja um húshliðarnar, veðlánastofurn- ar, vínstofurnar, þefillar mat- vörubúðirnar og fólkið. Smáhóp- ar manna með órökuð andlit í tötralegum buxum, hölluðu sér upp að húsveggjunum og horfðu á mig ganga hjá. Ég var í skyrtu, sem hafði a. m. k. verið hrein um morguninn. Mér fannst ég ofklæddur og vekja óþægilega athygli. Ég fann númerið, sem ég leit- aði að yfir sóðalegri dyragætt. Yfir dyrunum hékk ljóskúla, sem á stóð HÓTEL. Gengið var inn í fordyri, sem var svo illa lýst, að skíturinn varð ekki séð- ur, aðeins fundinn á lyktinni. Þar var afgreiðsluborð og stór, lubbalegur maður bak við það. Ég innti hann eftir Harold Francis. Hann horfði á mig og hreinu skyrtuna kalt og fjandsamlega, eins og menn virða fyrir sér óvin. , „Hver?" Ég endurtók nafnið. „Hann gaf þetta upp sem heimilisfang sitt. Ég er ekki lögreglumaður. Það eru engin vandræði á ferðinni. Mig langar aðeins að ná tali af honum." „Hann er fluttur." „Hvert?" „Hvernig ætti ég að vita það? Hann lenti í einhverju þrasi. Hef ekki séð hann síðan. Ég reyni ekki að fylgjast með þeim." „Er þér kunnugt um nokkurn, sem gæti sagt þér það? Vin hans, ef til vill?“ „Nei.“ Lengra komst ég ekki. Ég gafst upp og gekk niður götuna til Noddys. Hornið á Beekman og Front var sannarlega alþjóð- legt. Þarna er grisk kaffistofa, spánskur matsölustaður, Puerto- isk matstofa, ítalskur matvæla- innflytjandi, einhvers konar sýr- lenzk skemmtikrá með skilti á arabisku. Húslengjan til austurs virtist eingöngu byggð negrum. Konur sátu i dyragættunum og lítil brún börn léku sér á gang- stéttunum. Við enda þessarar lengju var svartur veggur og hinum megin við hann voru stál- smiðjurnar. Fjarlægur þrumu- gnýr heyrðist úr vesturátt. Ég fór inn til Noddys og settist á stól við barinn. Það var svalara þar inni, en loftið þungt og gamalt, þrátt fyrir tvær stórar veifur. Fjögur pör sátu við borð og nokkrir menn við barinn. Það glumdi hátt í grammófónsjálf- salanum. Að öðru leyti var þarna tiltölulega rólegt og nógu hrein- legt til að sleppa hjá heilbrigðis- eftirlitinu. Ég bað um bjór. Bar- þjónninn horfði rannsakandi á mig og ég spurði hann: „Ert þú Noddy?" „Sá er maðurinn. Flösku eða glas?" Ég bað um glas og hann færði mér það. Hann var kjálkabreið- ur, herðamikill maður, kænn, greindarlegur og harður í horn að taka. Mér féll hann vel í geð. Hann hafði getað haldið velli og efnazt á stað, þar sem ég hefði ekki enzt í fimm mín- útur. „Ég heiti Sherris," sagði ég. „1 apríl síðastliðnum áttirðu í þrasi við nokkra drengi, sem komu hingað og gerðu uppsteyt vegna þess, að þú vildir ekki afgreiða þá.“ „Ég afgreiddi þá ekki heldur," sagði hann. „Hver ert þú?“ „Ég er ekki frá áfengiseftir- litinu." Ég sagði honum, hver ég væri. Hann horfði á mig með samúð en hristi höfuðið. „Ég hef þegar sagt lögreglunni allt, sem ég veit. En ég skal segja þér eitt. Krakkagreyin úr fátækrahverfunum fá alla sök- ina af þessum svokölluðu ungl- ingaafbrotum. En maður heyrir aldrei neitt um allt það, sem þessum betriborgaraafkvæmum er iiðið. Veiztu hvers vegna? Vegna þess að feður þeirra greiða sektirnar og mæðurnar gráta og dómarinn hugsar með sér, að þetta sé ágætis fólk og það eigi skilið annað tækifæri. Hah! „He>rðu,“ sagði ég, „er ekk- ert smáatriði sem þú getur mun- að um þá? Eitthvað, sem þú sagðir ekki Koleski. Eitt orð á stangli, Kannski, eitthvað, sem gæti gefið til kynna, hvar þeir byggju eða hvar þeir gengju í skóla." Noddy hugsaði eins og hann gat. „Hnei. Ekkert. Hinir fjórir sögðu litið. Þeir létu þann stóra tala. Sá var nú ekkert smáræði.“ „Nei,“ sagði ég. „Og sterkur var hann.“ „Laglegur piltur, ef hann hefði ekki verið svona fýlulegur. Mjög myndarlegur, skilurðu. Og greindur líka. Ég vildi óska, að minn eiginn strákur hefði hálfa greind á við hann. En — Noddy bandaði frá sér með hendinni — skitinn pappír. Ofkænska getur verið verri en dálitil heimska." „En þessi hái horaði?“ spurði ég. „Geturðu sagt mér nokkuð um hann?“ „Nei. Einum man ég eftir, frekar stuttum og þybbnum, ekk- ert gáfnaljós að sjá. Hlátur hans var eins og hnegg í asna." „Ég kannast við það,“ sagði ég. Ég lauk við bjórinn, ruglað- ur og niðurdi’eginn. Enn hafði rs FÁLKINN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.