Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Page 16

Fálkinn - 11.07.1966, Page 16
HINN RAUNVERULEGI JAMES BOND SVONA lítur hann út, hinn raunveru- legi James Bond, sem á fátt eða ekkert sameiginlegt með 007 nema nafnið. Hann býr í Fíladelfíu og er fuglafræðingur, einn af þessum fjarhuga vísindamönnum sem lifa og hrærast í starfi sínu og rannsókn- um, en sjá og heyra ekkert annað. Síðan söguhetja Flemings varð heimsfræg í bók- um og kvikmyndum fær vesalings pró- fessor Bond ekki stundlegan frið fyrir for- vitnum blaðamönnum og fólki sem heimt- ar rithandarsýnishorn. Ef fréttaritararnir vildu fá viðtöl við hann um fuglafræði yrði hann manna glaðastur, en þegar hann er spurður hvort hann sé eins óskeikull að skjóta í mark og nafni hans, hvort hann hafi þjálfað sig í karate eða hvort allar konur liggi í duftinu fyrir honum, reiðist hann eða dregur sig enn lengra inn í skel sína. Ian Fleming notaði þó ekki nafn lians í leyfisleysi. Þeir kynntust á Jamaica þar sem þeir bjuggu á sama hótelinu, og dag einn spurði Fleming hvort prófessorinn hefði nokkuð á móti því, að hann notaði nafn hans á nýja sögupersónu sem hann væri að skapa. Bond tók því vel og sagð- ist aðeins myndu hafa gaman af. Nokkr- um mánuðum seinna fékk hann bréf frá Fleming sem lét hann vita, að bókin væri fullgerð og aðalpersónan héti James Bond. „Ég er afar þakklátur og vona, að nafn yðar verði 007 til gæfu,“ skrifaði hann. „Ef þér kærið yður um að skíra einhverja nýja fuglategund nafninu mínu, mun ég telja það mikinn heiður.“ Prófessor Bond liefur ekki lesið neina af bókum Flemings um 007 og ekki séð neina af kvikmyndunum. Hann vill helzt ekki heyra minnzt á James Bond. „Ég vissi ekki hvað ég var að steypa mér út I þegar ég gaf Fleming þetta leyfi — ætli það endi ekki með, að ég verði sjálfur að skipta um nafn!“ I 16 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.