Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Side 19

Fálkinn - 11.07.1966, Side 19
reynir að ná skammbyssu a£ nærstöddum lögregluþjóni. Þessi var átján ára. Þrjár ráðast á lögreglubíl. Hver veit? Lögreglu- þjónninn neyðist til þess að skjóta dekkin sundur. — Og árangurinn: Skólinn gjöreyðilagður, tólf stúlkur mikið slas- aðar, tíu brotnar, — og ein skyndilega orðin móðir. Og þetta var um uppreisn reiðu stúlknanna, reiðu dætranna, uppreisn cnglanna í Indianapolis. SALFRÆÐI UAGLEGA LIFSIIMS A AÐ REFSA FYRIR GLÆPI ? konar tóm- hefur ÞETTA er þess spurning, sem stundasálfræðingur gaman af að tala um, svo að við skulum íhuga það, — eins og hugsanlegur glæpa- maður við glæpamann. Glæpur er brot á lagaleg- um rétti einstaklingsins eða brot á þeim lögum, sem þjóðfélagið setur, sem eru byggð á rétti einstaklingsins. Persónuleg friðhelgi segir: Frelsi þitt endar þar sem nef þitt byrjar.“ Friðhelgi eignarréttarins segir: „Frelsi þitt til þess að ganga frjáls um endar, þar sem garður- inn minn byrjar.“ Allt það sem enn þann dag í dag er nýtilegt úr boðorðunum tíu fyrir hið trausta, en mann- lega þjóðfélag, er í þessum tveimur íhugunum: einstakl- ingnum og föstum eignum hans. Við vitum, að tíðustu handtökurnar eiga sér stað vegna umferðarbrota og drykkjuskapar, en þó væri fremur viðeigandi að kalla þetta misgerðir. Helztu glæpirnir eru þjófnaður, inn- brot, árásir, rán, nauðganir og manndráp, í réttri röð miðað við fjölda þeirra. Fólk játar, að glæpir stafa af þörf eða ágirnd eða hættu eða hrolli, af hatri eða ást, stundum sakir leti, stundum sakir einhvers óvenjulegs. Öllum glæpamönnum finnst, að aðrir hafi fengið vægar afleiðingar, miðað við það sem gert var. Einhvers kon- ar glæpahneigð leynist í hverjum einstökum manni, en til allrar hamingju eru flestir þannig gerðir að þeir vita betur um skyldur sín- ar í þjóðfélaginu og þekkja þjóðfélagslegar skýringar á lagalegum og siðferðilegum takmörkunum. (Þetta er þýðingarmikið atriði. Tök- um sem dæmi, að ef venju- legur heiðarlegur maður Amalía Líndal stelur öskubakka af hóteli, þá lítur þjóðfélagið það ekki alvarlegum augum, en það er miklu alvarlegra, ef börn fremja einhvern smáþjófn- að, því að þau eru ekki fær um að gera sér grein fyrir því, hvað er rétt og hvað er rangt). Það eru tvær útbreiddar skoðanir um refsingu, sem byggist á ótta: ströng refs- ing, sem glæpamanninum er veitt í þeirri trú, að hún muni draga úr honum kjark, og svo og öðrum frá því að drýgja sama glæp. Hin er sú, að glæpamaðurinn sé eitt af fórnardýrum þjóðfélags- ins, að refsingin sé einskis nýt, að fangelsi hafi slæm- ar afleiðingar, og glæpa- menn eigi fremur að vera meðhöndlaðir sem sjúkling- ar. Samkomulag það, sem orðið hefur milli þessara tveggja skoðanahópa, þess eðlis, að minnka eigi refs- inguna sjálfa, hefur haft mikið gildi. Það leggur áherzlu á hraða og áreiðan- leika refsingarinnar fremur en þyngd hennar. Það er mikil hagsbót að því að hraða refsingu og hafa hana ákveðna, eins og flenging barns dregur úr spennunni, hjá barninu ekki síður en hjá foreldrunum. Fullorðnir sem börn þurfa á vissum refsingum að halda, til þess eins að vita, að regl- ur þjóðfélagsins séu í heiðri hafðar, en hitt er rétt, að það getur verið erfitt að finna refsingu. Stundum, ef morð er framið af hreinni slysni, er þá þegar um svo mikið samvizkubit að ræða hjá þeim, er morðið framdi, að ekkert nema léttvægasta refsing kæmi til með að hafa hin réttu áhrif á fangann. Þyngsta refsing gæti breytt samvizkubitinu í feiknalega heift, og slíkt eyðileggur til- Framh. á bls. 38. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.