Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1966, Page 29

Fálkinn - 11.07.1966, Page 29
t Þessi dýr voru ekki drepin a£ veiðirœningjum e'ða skotin af ferðamönnum til skemmtunar. Gasellurnar höfðu orðið fyrir ásókn tsetseflugna og þess vegna varð að drepa l>s»r> J>ar sem nautgripum gat annars stafað smithætta af þeim. Þær höfnuðu því á bálkestinum. Það er þriðji möguleikinn á endalokum þeirrar sorglegu sögu sem nú gerist hjá hjörð- um villidýra í Afríku. Miskunnarlaust hrekur menningin dýrahjarðirnar á undan sér, og stöðugt þrengist það svæði, þar sem þær geta hafzt við óhultar. En þó að mcnningin hafi breytt lífsháttum hinna frumstæðu ættflokka til hins betra, hefur hún ekkert gert til þess að forða því að villidýrahjarðirnar sem verða fórnarlömh hennar, líði undir lok. Síðustu griðastaðir dýr- anna verða að stórkostlegum aftökustöðum, hver & fætur öðrum. Þessi staður (myndin til vinstri) var einu sinni hreinasta paradís fyrir villt dýr. Nú rotna hér líkamsleifar 750 fíla f á litlum bletti á bakka Tanafljótsins í Kenya. Fílabeins- gráðugir afríkanskir veiðimenn hafa brytjað hér niður heil- ar hjarðir. Afríkugresjan breytist í stóran blóðvöll. Dauðdagi flóðhests. Stunginn óteljandi spjótum heykist hin risavaxna skepna til jarðar. Villidýraveiðar eru ekki karlmennskuraun lengur, og ævin- týraljóminn er gjörsamlega horfinn af þeim. Auðugir Evrópumenn geta nú orðið stundað það sem þeir kalla „sportveiðar“ úr þyrlu, ef þeim sýnist svo. Flugmaðurinn setur veiðimanninn niður á gresjuna í námunda við fíla- hjörð. Síðan rekur hann fórnarlamb hans á þyrlunni að byssukjaftinum. Það eina sem krafizt er af hinum veiði- djarfa ferðamanni er að hann geti miðað byssunni sóma- samlega. En það sem er þó hættulegast fílastofninum er hin gengdarlausa herjun afrískra filaveiðara. í Daressalam voru á einu ári seld 80 tonn af fílabeini á uppboðsmark- aðnum. Það er ekki lítið gefandi fyrir að eiga svona mynd af sér. Vinirnir sem skoða hana, hafa ekki hugmynd um að þessi „safari“ tók aðeins fimmtán mínútur. SLATRUN A STEPPUNNI FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.