Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 35
VAKA <
KYRRSTAÐA <)(j IjRÓUN.
280
vera, og í'innast varla dæini úr sögnnum, sem telja
inegi hliðstæðu þessarar frásagnar. Enda er hún að öllu
líkari útlendri kýmnissögu en norrænuin veruleika
enda þótt dulklæðing komi víðar fyrir í fornsögun-
um en hér.
Allmikill munur er á um þá Njál og Gunnar, er hús-
freyjurnar standa í mannráðum. Gunnar átelur jafnan
Hallgerði, og lætur sagan hana þó vera móðgaða fyrst,
en hann finnur aldrei að við Njál. Aftur verður ekki
séð, að Njáll saki Bergþóru um hefndirnar, þótt vegið
sé á bætur ofan, og er auðséð, að hann telur það sjálf-
sagt (sbr. fésjóðinn, er hann tekur með sér tii Alþing-
is), og að lolcum hvetur hann þá sonu sína til hefnda,
biður þá ekki láta laxana bera undan. Hann halhnælir
Hallgerði við Gunnar. Hér er um hugvitssama rann-
sókn að ræða: Það er vinátturaun. Báðir eru þeir Njáll
settir svo, að vináttan er annarsvegar og togar i þá, en
hinsvegar er sæmd heimilisins og samlyndi við eigin-
konu sína. Vináttan til Njáls er einvöld lijá Gunnari,
en Njáll metur meira sæmdina og Bergþóru, enda hal-
ar hann Hallgerði. En það er þó vorkunn, að hann ietji
eigi befnda að lokum, þegar hann er sjálfur níddur.
Næstu ráð Njáls, er sagan segir frá, eru öll til styrkt-
ar Gunnari. Fylgir hann Gunnari drengilega. Sama er
um hefndina eftir Gunnar; hún verður honum ekki tii
lasts talin, þó að eigi sé hún að lögum.
Þá kemur að því, að Njálssynir, Helgi og Grímur,
koma úr utanför sinni. Hafa þeir lent i hrakningum,
sökum þess að þeir leyndu svikum Þráins við Hákon
jarl. Vilja þeir nú fá bætur fyrir þessar raunir af
Þráni. En hann synjar þverlega. Þá beitir Njáll undir-
ferli: hann lætur egna óvinina til svívirðinga, svo að
nægileg ástæða megi teljast til að drepa þá, ,,ok er langa
nót at at draga“. Reyndar hefði Njáil ekki viljað Iáta
byrja á þessu, en úr því að málið var hafið, telur hann
þetta bezta úrræðið. Eftir víg Þráins grunar Njál, að af
19