Vaka - 01.11.1928, Síða 36
290
EINAR ÓL. SVEINSSON:
Í.VAKAI
því muni leiða óhamingju — „dauða eins sonar mins
ef ekki verður meira“. Og eftir þetta fer að kenna þess
raeir og meir, að Njáll gerir sér allt far um að stuðla
að því, að friður megi haldast. Hann tekur Höskuld,
son Þráins, til fósturs, og leggur nú allt kapp á að hæta
fyrir það, sem áður var unnið með slægð. Áður er svo
sem vizkan og slægðin sé honum jafn töm, hér virðist
nú vera að gerast breyting á. Þó gægist slægðin fram
enn. Til þess að afla Höskuldi góðs gjaforðs er Njáll
Játinn eyða málum manna á Alþingi i þrjú ár, til að
fá ástæðu til að stofna fimtardóm*), og afla Höskuldi
þannig goðorðs.
Sá létti andvari helgisagna, sem hefst eftir víg Þrá-
ins, eykst nú hægt og hægt, enda kemur nú brátt
kristnitakan. Það er vert að veita því athygli, að
kristni-þátturinn má ekkert færast til, svo að ekki spill-
ist sú þróun, sem er að gerast — annað mál er um
sannindi tímatalsins, en það inál verður ekki sótt né var-
ið hér. Margir hafa talið kristniþáttinn rjúfa samhengi
sögunnar, en bæði Hauch**) og Bááth***) hafa bent á,
hve mikið hlutverk kristnunin hefur að inna i sögunni:
fyrst og fremst áhrifin á Njál. Að Njáll hugsi margt
um þessar mundir er gefið til kynna: „hann fór oft
frá öðrum mönnum einn saman og þuldi“. Það var ekki
siður í íslendingasögum að skrifa hugleiðingar manna.
Nútíðarrithöfundur mundi láta Njál halda dagbók á
þessum tíma.
Njáll tekur kristni fegins hendi, og það, sem eftir er
af sögu hans, er sem með blæ af öðrum heimi. 4 Njáli
er nú yfirbragð blíðu og sorgar, og yfir hann leggst
skuggi hins komandi skapadóms. Slægðin er horfin og
•) Hér eru brotin lög listarinnar, sem krefst að allt, sem saí;t
er frá, sé sennilegt.
**) Op. cit. 435, 463.
**•) Studier, bis. 144—46.