Vaka - 01.11.1928, Síða 44
VALTÝR ALBERTSSON:
VAKA !
298
Seinna hugðu menn, að eiginleikarnir erfðust beint.
Þeir álitu, að sæðið væri smávera með augu, nef, útlimi
o. s. frv. Eru til all-fáránlegar myndir frá þeim tímum,
er sýna þessa hjátrú. — Sem vísindagrein er ættgeng-
isfræðin ung. Brautryðjandinn á því sviði var austur-
ríski munkurinn tíregor Mendel. Með tilraunum þeiin,
er hann gerði á baunum í klausturgarði sínum, hófst
ættgengisfræðin sem vísindagrein.
Samtíð Mendels skildi hann ekki og viðurkenndi ekki
verk hans. Þegar hann dó 1884, grunaði engan, að með
honum væri einn mesti snillingur á sviði vísínda til
moldar genginn. Það var fyrst mörgum árum seinna,
að mönnum lærðist að meta Mendel réttilega og liefja
hann i þann heiðurssess, er honum bar.
Eina brúin inilli ættliðanna er sæðið frá föðurnum
og eggið frá móðurinni. En egg og sæði eru aðeins
frumur og meira að segja ófullkomnar að ýmsu. Verð-
ur hjá þeim eklci vart neinna þeirra eiginleika, er síð-
ar koma í ljós hjá afkvæminu. Hljóta þó „vísar“ til
arfgengra eiginleika að vera tengdir við frumur þessar.
Ef til vill mun einhver álíta, að fóstrið, meðan það
hvílir í móðurkviði, geti orðið fyrir áhrifum, sem kalla
mætti erfðir. En svo er ekki. Egg fjölda dýra, fugla og
fiska, klelcjast út utan líkama móðurinnar. Gilda þó
um dýr þessi sömu erfðareglur og um spendýrin. Fóstr-
ið lifir auk þess í móðurkviði sjálfstæðu lifi, lifir þar
eins og gráðugt sníkjudýr á líkama móðurinnar. Að
vísu getur það sýkzt frá móðurinni, fengið syfilis eða
aðra sjúkdóma.. Eru kvillar þessir þá að visu meðfæddir,
en ekki arfgengir.
Aður en lengra er farið, skuluin við athuga nánar kyn-
frumurnar og frumuskiftinguna. Er það eina í'áðið til
þess að skilja kynfylgjulögmálið. Líkamir jurta og dýra
eru byggðir úr frumum. Frumur þessar eru oftast ör-
smáar og ósýnilegar berum augum. Mjög eru þær sund-